Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1924, Page 47

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1924, Page 47
49 innlendrar ómenningar kaupstaðanna, að brýn nauð- syn er á, að skólar rísi upp í sveitunum á þjóðlegum grundvelli. Sú nauðsyn verður meiri með hverju ári. Öllum góðum Islendingum er þetta ljóst. Héraðsskól- arnir, sem nú er verið að koma á fót, eru orðnir til af þessari þörf. En engu minni nauðsyn er á að koma á fót skólum fyrir húsmæðraefni. Hlutverk þeirra verð- ur ekki síður en alþýðuskólanna að vera forverðir ís- lenzkrar sveitamenningar, halda við og ávaxta það, sem bezt var í siðum og háttum fortíðarinnar og dýpstar rætur á í íslenzku þjóðareðli, meta gildi erlendra á- hrifa og taka það eitt upp, er samþýðst getur stað- háttum okkar og orðið íslenzkt. Qildi þessara skóla allra saman fer langmest eftir því, hvernig þeim tekst að leysa þetta verk af hendi. Áhrif þessara skóla, ætti að vera eitt öruggasta ráð- ið til að hefta fólksstrauminn úr sveitum til kaupstaða og sjávarþorpa, því að ein stærsta orsök hans felst í hugsunarhætti fólksins, í mati þess á gæðum lífsins. Ef skólarnir geta ekki breytt hugsunarhætti unga fólks- ins og haft áhrif á mat þess á gildi hlutanna, þarf varla að búast við því úr annari átt. Og húsmæðra- skólarnir eru engu ónauðsynlegri að þessu leyti en alþýðuskólarnir. Mun ég nú gera grein fyrir hvernir ég hugsa mér húsmæðraskóla í sveitum í aðal dráttunum. VI. Aðal verklegar námsgreinar þessara skóla yrðu að mestu hinar sömu og tíðkast á samskonar skólum

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.