Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1924, Page 55

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1924, Page 55
57 þekkingarþráin er meiri. En alt lífið byggist á fórn í mörgum myndum, og allir menn, bæði konur og karl- ar, verða að takmarka sig. Enginn veit um alla þá möguleika, sem búa í einni mannssál. Lífið virðist taka aðeins þá hæfileika í sína þjónustu, sem það þarfnast á þeim og þeim stað og stundu. En því verður varla neitað, að konan verður að takmarka sig meir en karlmaðurinn. þarna en hin eiginlega kvenfrelsisbarátta háð. Annarsvegar milli þrár konunnar til víðsýnis og alhliða þekkingar og hinsvegar skyldnanna, sem lífið leggur henni á herðar. Sú barátta verður ekki útkljáð á löggjafarþingum, heldur innra með hverjum einstakl- ingi, hvenær sem þráin rís í brjósti hennar til víðari sjónarhrings og hærra flugs en starfshringur heimil- anna virðist geta veitt. En svo mikilsverð eru úrslit þessarar baráttu, að heill þjóðanna er að miklu leyti undir því komin, að konurnar eigi þennan tórnarvilja takmörkunarinnar. En hvernig er þeim svo bannað starfið í þrönga hringnum? Hvernig banna karlmennirnir Iþað? Sjálf- sagt misjafnlega. Alt með skilningsleysi á gildi þessa starfs. Þetta skilningsleyis er því raunalegra, sem verk kvenna hafa minna varanlegt gildi og þeim fylgir minni starfsgleði. En hér að framan hefi ég þózt sýna fram á að breyting heimilisháttanna fari einmitt í þá átt, að að fjölga störfum, sem ekkert varanlegt gildi hefðu. En í fáum efnum er óréttlætið og heimskan eins átakan- leg og í því, að almenningsálitið lítur upp til og met- ur hverja þá konu, sem fengið hefir einhvern snefil af svo kallaðri „mentun", en þær konur, sem heima sitja

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.