Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Qupperneq 149
ÍSLANDSKLUKKAN í SMÍÐUM
149
Árna Magnússonar, eru samt ekki eftir hann sjálfan heldur eftir séra Þorvald Stefáns-
son; en í bréfi til Árna 5. september 1711 skrifar Þorvaldur m. a.: „Ég meina margir
á landi voru (þeir séu allir fráteknir, sem ekki eiga það mál) vilji heldur á kálfskinni
ganga en á kálfskinn gamalt letur lesa, og af því að fólk vort hefur verið svo barbariskt,
hefur orsakast að minni hyggju, að þótt hjá einum og öðrum hafi kunnað að vera ærinn
fróðleikur eftirtektarverður, hefur ei meir verið um hann hirt en það sem maður
geingur á, og hefur því valdið (sem þér betur vitið en ég) vanvit vorra landsinanna, en
guð náði bæði mig og þá.“ (7—8; Priv. 484—85)
En það er ekki einungis lýsingin á Arnæusi, sem á þessum bréfum margt að þakka.
Þegar Jón Hreggviðsson hittir Grindvíkinginn í fyrsta skipti og segist hafa verið tekinn
til soldáts í „Lukkstað útí Holstinn", anzar hinn: „Já þeir eru vondir með að taka um-
hlaupandi stráka“ (Klukkan 198). Þetta orðatiltæki er tekið upp í Minnisbók a úr bréfi
Árna Magnússonar til Björns Þorleifssonar hiskups 25. maí 1701; en þar segir Árni um
einn landa þeirra: „Kann þvílíkum herra margt á leiðinni til komið hafa. Eru oft í vegi
officerar sem umhlaupandi stráka taka til soldáta, og er líklegt eitthvað þvílíkt fyrir
hann komið hafi, ef ei dauður er.“ (18—19; Priv. 574)
Húsafellspresturinn, hinn aldni risi, er ekki jafn hrifinn af Pontusrímum og Jón
Hreggviðsson: „væri þeirra skáld betur komið í torfgrafir“ (Klukkan 136), segir klerk-
ur við gest sinn, þegar Jón er búinn að kveða fyrir hann mansöngsstef. Sá dómur er i
veruleikanum eftir háttsettan embættisbróður Húsafellsprestsins, Björn biskup Þorleifs-
son; en biskupinn skrifar Árna Magnússyni í bréfi 24. júní 1708 (Árni hafði beðið
hann um afskrift af tveimur Pontusrímum): „ei veit eg hvad Monfr. vill med soddan
svyvirding, og være þad skálld betur komed i torfgrafer“ (Priv. 614). Seinni hluti þess-
arar setningar er tekinn upp í Minnisbók a (20).
Eina bréfið eftir konu Árna Magnússonar í útgáfu Kálunds, dagsett 4. apríl 1712,
hefur einnig lagt sinn skerf til skáldsögunnar. Húsfrú Arnæusar gerir sig einu sinni svo
lítilláta að taka vatnsbera og viðarhöggvara sinn Jón Hreggviðsson tali, og spyr hann
m. a. að því, hvernig þeim íslenzku líði, „eftir að vor herra sendi þeim náðuga og vel-
signaða pest“ (Eldur 137). En í Mi.nnisbók a má finna þessi orð úr bréfi frú Mettu til
hennar „hiertte aller kiereste“ á Islandi: „der os den allerhöjeste gud haver hjemsögt
os med en nádig og god peest“ (3; Priv. 296).
Það sem hér hefur verið til tínt úr minnisbók skáldsins er sjálfsagt ekki allt, sem
hann hefur grætt á bréfaviðskiptum Árna Magnússonar. Vafalaust mætti finna einstök
orð og orðatiltæki til viðbótar við þau, sem hann hefur sjálfur bent á. En e. t. v. yrði
ýtarleg rannsókn á því efni frekar ófrjó. Það eru ekki í fyrsta lagi einstök orð og orða-
tiltæki heldur málblærinn allur, sem skáldið hefur fundið í þessum heimildum og lagað
eftir kröfum listarinnar. En strax í upphafi minnisbókarinnar befur hann skrifað hjá sér
ýmsa formála úr bréfunum, eins og til að leita að hinum rétta tón, að stíl þessarar aldar:
„Nú er að svara yðar stórdygðaríks bréfs ávarpi“; „Hér til legst þénustuskyldug heilsan
mín . . . Verandi altíð yðar reiðubúinn skyldugur þénari Eggert Jónsson“; „innflý ég
nú til yðar stórdygðasamrar íhlutunar“ (1; Priv. 228—29).