Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1962, Side 13

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1962, Side 13
LANDSBÓKASAFNIÐ 1 959— 1 96 1 13 nýja menntabúr af grunni á næstu árum, og verður því sennilega valinn staður á Mel- unum vestan Suðurgötu, gegnt bústöðum háskólakennara. Útsýni er þar hið fegursta og landrými sæmilegt. Þarf ekki að efa, að vandað verði til þessarar byggingar, svo að hún verði borgarprýði ekki síður en safnahúsið á Arnarhólstúni, sem er stílhreint og virðulegt og að margra dómi enn í dag fegursta hús borgarinnar, þó að orðið sé meira en hálfrar aldar gamalt. Safnahúsið við Hverfisgötu var reist af miklum stórhug og verður meðan það stend- ur til sóma þeim mönnum, sem forgöngu höfðu um þær framkvæmdir. Þetta hús ætti að varðveita sem eins konar þjóðminjar, og væri æskilegt, að Landsbókasafnið hefði sjálft umráð þess, þó að meginstarfsemi þess flyttist í nýtt hús. Reynsla hefir sýnt, að þótt reist séu rúmgóð bókasafnshús, þrýtur geymslurúm bóka fyrr en varir. Þjóðbókasöfn verða jafnan að varðveita rúmfrek söfn gamalla bóka, sem sjaldan eru hreyfðar, en verða þó að vera tiltækar. Það mundi létta mjög á nýju bókhlöðunni að eiga geymslu- rúm fyrir slíkar bækur í gamla safnahúsinu. Einnig mætti að skaðlausu geyma þar ýms skjalagögn úr Þjóðskjalasafninu, sem örsjaldan eru notuð, þó að safnið sjálft hefði að- setur í nýja húsinu. Jafnframt þessari notkun, t. d. á kjallara og risi, færi vel á því að koma fyrir í megin- hluta hússins eins konar ininja-miðstöð íslenzkra rithöfunda og skálda, allar götur frá Ara og Snorra til höfuðsnillinga nútímans. Oft er talað um, að varðveita ætti heimili eða vinnustofur ástsælla skálda ásamt minjagripum, ef fyrir hendi eru. Þetta reynist ýms- um örðugleikum bundið og er dýrt í framkvæmd. Hér mætti vinna tvennt í senn: Varðveita safnahúsið, ósaurgað af annarlegum viðfangsefnum, til minningar um stór- hug ráðamanna þjóðfélagsins í byrjun 20. aldar, en jafnframt bjóða þangað heim höf- uðskörungum íslenzkra bókmennta að fornu og nýju. Fengi þá hver hinna útvöldu sína afmörkuðu stúku í húsinu, sem geymdi mynd hans, ef til væri, bækur og aðrar minjar, eftir því sem við þætti eiga. Ef þessu væri haganlega og smekklega fyrir komið, mundi mörgum þykja ánægjulegt og fróðlegt að líta inn í gamla safnahúsið við Arnarhól, þó að höfuðstöðvar Landsbókasafnsins væru fluttar í enn veglegri húsakynni. Árbóldn Þegar Árbókin hóf göngu sína árið 1945 var svo til ætlazt, að hún kæmi út á hverju ári. Þessi áætlun hefir þó ekki staðizt, og er þar einkum um að kenna þeirri sorglegu staðreynd, að ekki hefir verið veitt nægilegt fé til útgáfunnar. En öll él birtir um síðir, og nú er þess að vænta, að úr verði bætt svo myndarlega, að ekkert skorti til útgerðarinnar næsta ár. Mörgum mundi þykja betur, ef unnt yrði að birta auk bókaskrárinnar fleiri greinar um bókfræði, bókasöfn og bóka- menn en kostur hefir verið á hingað til, enda var það tilgangurinn í upphafi. Að þessu sinni er birt skrá um íslenzk rit frá árunum 1958—1960, auk rita á erlend- um málum er varða Island, sem safnið hefir eignazt á sama tíma. Það væri æskilegt að takast mætti að birta ritaskrá hvers árs þegar á næsta ári, og að því ber að stefna. Þetta veltur einkum á forstöðumönnum prentsmiðjanna, sem eiga að afhenda Landsbókasafn- inu eintök af öllu prentmáli innan ákveðins tíma. Samvinna þeirra og Landsbókasafns-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.