Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1962, Blaðsíða 237
ÍSLENZKAR LYFSÖLUSKRÁR
237
söluskrár hafa komiS út í litlum upplögum, koma fáum í hendur og ganga sér til húðar í
höndum þeirra, sem þeirra hafa not. Afgöngum upplaga virðist og hafa verið kastað á
glæ. Gloppóttur er sá fróðleikur um lyfsöluskrár, sem sóttur verður í íslenzkar bóka-
skrár, og fullyrða má, að hvergi sé til fullkomiö safn þeirra. Hér ræðir því um hin fá-
gætustu rit, og er það trúlega einhver hin varasamasta bókfræðigrein íslenzk að hafa
reiður á lyfsöluskrám með öllum tilheyrandi breytingum, viðaukum og leiðréttingum.
Mikið vantar á, að tiltækt safn Landsbókasafns af lyfsöluskrám sé fullkomið, sérstaklega
að því er tekur til breytinganna. Þrátt fyrir mikla viðleitni um langan tíma, hefur ekki
tekizt enn að ná saman öllum íslenzkum lyfsöluskrám með tilheyrandi breytingum handa
bókasafni landlæknisskrifstofunnar, og vantar enn, auk allra skránna, sem birtar voru á
dönsku (1,1—-7), þetta í íslenzku útgáfuna: II, 3—5, 7, 9,11,13,14,16,17, 19, 20, 28.
Eftirfarandi skrá um íslenzkar lyfsöluskrár er gerð eftir eintökum í Landsbókasafni
og í bókasafni landlæknisskrifstofunnar með hliðsjón af plöggum þeirrar skrifstofu,
Ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg og hlutaöeigandi ráðuneytis, en skjöl þess um þetta
efni hafa þó því miöur ekki reynzt nema að litlu leyti tiltæk til könnunar. Nokkur fróð-
leikur um lyfsöluskrárnar, sem birtar voru á dönsku, hefur verið sóttur til Konungs-
bókhlöðu í Kaupmannahöfn, auk þess sem stuðzt hefur verið við danskar og íslenzkar
bókaskrár. 011 umgetin eintök hafa verið handleikin, að undanteknum fjórum. Er þess
getið neðanmáls, liver þau eintök eru. Þess er vænzt, en engan veginn fullyrt, að lítið
vanti á, að skráin sé tæmandi. Henni er látið lokið við árslok 1960.
Eftir að sérlyf voru orðin næsta algeng, varð nokkur bið á því, að hin opinbera lyf-
söluskrá tæki að ráði til sérlyfja. Lyfsalar tóku sig þá fram um að semja og birta slíka
lyfsöluskrá í því skyni að samræma verðlag sitt á þessum lyfjum. Þeirrar lyfsöluskrár
er getið í skráarauka.
I. Á DÖNSKU
1. [Medicin'al-] Taxt fra 1«= Juli 1897. — Kbh. 1896 (33 bls.)1
2. F0rste Tillæg til Medicinal-Taxten af lstc Juli 1897. Træder i Kraft lstc Januar 1899. — Kbh.
1898 ( 8 bls.).
3. Andet Tillæg til Medicinal-Taxten af lste Juli 1897. Træder i Kraft lstc Januar 1900. — Kbh.
1899 (4 bls.) ■
4. [Medicinal-]Taxt fra lstc Januar 1901. — Kbh. 1900 (33 bls.).2
5. F0rste Tillæg til Medicinal-Taxten af lstc Januar 1901. Træder i Kraft lstc Januar 1904. — Kbh.
1903 (6 bls.).
6. Andet Tillæg til Medicinal-Taxten af lstc Januar 1901. Træder i Kraft lstc April 1905. — Kbh.
1905 (4 bls.).3
7. Tredie Tillæg til Medicinal-Taxten af lstc Januar 1901. Træder i Kraft lstc November 1906. —
Kbh. 1906 (6. bls.).
1 Titilsíða lyfsöluskrárinnar er svo hljóðandi: Taxt / hvorefter / Apothekerne i Island / skulle
falholde de i samme anfprte Medikamenter / fra lstc Juli 1897. / Paa Foranstaltning af Ministeriet
for Island udarbejdet / af det kongelige Sttndheds-Kollegium. / Kpbenhavn. / Centraltrykkeriet
/ 1896 /. Brotið er áttblöðungsbrot. — 2 Óséð. — 3 Óséð.