Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 2
UiUiUUiUiUUUiUUi
Jólaspjall
/
jólasálminum er sungið að þessu sinni: „Kertaljós, fög-
ur jólarós, sem lýsir lífsins tré, og lífið leikur við barns-
ins lund, lofar þá gleðistund...“. Boðskapurinn er
kannski sá að fólk eigi að leitast við að gera sér glaðan dag
úr hversdagslegum einfaldleika. Þó að leikurinn á markaðs-
torginu geti verið spennandi stundargaman þá verður ham-
ingjan ekki keypt þar frekar en annars staðar. Qríski heim-
spekingurinn Epíkúrus gerði þó kauþlista fyrir hamingju á
sínum tíma. A þeim lista voru einungis þrír þœttir: vinskap-
ur, frelsi og hugsun. Allt þœttir sem hver sem er, með eða
án kreditkorts, getur eignast. Eðlilega vildi heimsþekingur-
inn hugsa sig til hamingju en þegar sjálfstœð hugsun virðist
vera ncer úrelt er ekki ólíklegt að það geti dregið úr kvíða og
tómarúmi ef fólk fœri í meira mœli að hugsa sinn gang.
Epíkúrus sagði að frelsið fœlist í að vinna á eigin forsendum,
draga úr vinnu og lifa einfaldara lífi. Mœttí taka undir með
honum að það gæfist oft betur að vinna á skynsamlegri hátt
en að bœta við fleiri vinnuvöktum. Það var þó vinskapurinn
sem vó þyngst á kauplista Epíkúrusar, enda er maður
manns gaman. Jólin eru góður tími til að leggja niður vopn-
in, fyrirgefa og rœkta vinskaþinn... það eru gleðileg jól.
Segja má að afturhvarf til uþþrunans sé þema jólablaðsins
að þessu sinni. I fyrsta lagi vegna þess að vœnn hluti blaðs-
ins er helgaður tuttugu ára sögu Vísbendingar þar sem rit-
stjórar blaðsins í tímans rás rifja upp ritstjóraþátt sinn. En
einnig vegna umfjöllunar um Jón Sigurðsson og fyrstu ís-
lensku hagfrœðingana. Orðin „sjálfstœði“ og „frelsi“ koma
upp í hugann þegar minnst er á Jón Sigurðsson en greinilegt
er á viðtölum við ritstjóra Vísbendingar hér í blaðinu að
þetta eru orð sem hafa einkennt stefnu og sögu blaðsins.
Afturhvarfið til fortíðarinnar hefur þó einnig skemmtilega
en persónulegri skírskotun fyrir undirritaðan þar sem það
kom í Ijós, þegar rœtt var við Quðjón Friðriksson sagnfrœð-
ing um efnistök greinarinnar um Jón Sigurðsson, að Jón
hefði um skeið búið á Klausturstrœti í Kauþmannahöfn eða
í ncesta nágrenni við þann stað sem undirritaður býr nú.
Þar skrifaði Jón sína fyrstu grein um viðskiþti og efnahags-
mál árið 1840 og vonandi að sami andinn svífi yfir þessum
slóðum rúmum 160 árum síðar.
Eg óska lcsendum Vísbendingar og öðrum landsmönnum
gleðilegra jóla og farsœls komairdi árs.
Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri.
Jólaspjall...................................................................................2
Jólasálmur - ThorJ...........................................................................4
Taktu hurt sjálfselskuna og ekkert mannkyn verður framar til - Benedikt Jóhannesson........6
Sameiningar í sjávarútvegi - fullt hús? - Guðbrandur Sigurðsson............................10
Vísbending ársins ..........................................................................14
Jón Sigurðsson - fyrsti hagfræðingurinn - Guðjón Friðriksson................................16
Víkingablóð - Eyþór ívar Jónsson ...........................................................21
Mannauðurinn er dýrmætasta auðlind hvers lands - Viðtal við Þorvald Gylfason ..............23
Vísbending í 20 ár..........................................................................32
Forsíðumynd úr Antik Húsinu - Ijósm: Geir Ólafsson.
Ritstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri og ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson.
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík.
Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646.
Netfang: visbending@heimur.is
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans
Umbrot: Sigurjón Kristjánsson, sjonni@heimur.is - Ljósmyndir: Geir Ólafsson
heímUr Prentun: Gutenberg. Upplag: 5000 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.
2