Vísbending


Vísbending - 20.12.2002, Qupperneq 9

Vísbending - 20.12.2002, Qupperneq 9
VISBENDING Jón skilur vel hættuna af því að menn séu festir í ákveðin við- skipti með óeðlilegum hætti. Hann nefnir fyrst skuldir og uppbæt- ur en segir svo: „Til eru enn nokkrar fleiri verslunarkrækjur sem sumir festast á, og má þar til nefna eina, að sumir af helstu bænd- um fá fast árgjald af kaupmanni til að versla við hann ævilángt; aðr- ir mega eiga von á nokkrum „krínglóttum" í vasann þegj- andi til kaupbætis. Þar fara engar sögur af því, og það er hvorki verðhækkun né uppbót. Pelagjafirnar og staupagjafimar eru fremur handa alþýðunni, og engin niðurlæging getur verið sárgrætilegri en að sjá þann auðmýktar- og ófrelsissvip, sem menn setja upp, þegar menn biðja um í staupinu við búðarborðin og slíma þar heilum tímum saman iðjulausir til að sníkja sér út hálfpela eða brauðköku." Enginn er verri blóðsuga s en Islendingar Jón mælir með því að íslendingar stofni með sér verslunarsamtök og segir frá harkalegum viðbrögðum Höpfners kaup- manns á Akureyri. Vitnar hann þar í frásögn Tryggva Gunnarssonar: „Fyrir nokkrum árum var Höpfner fátækur maður og unikomu- lítill; nú þykist hann geta staðið jafnréttur þó hann fleygi fram nokkrum tugum þúsunda til að eyðileggja félag vort; Hvaðan hefur hann fé þetta? Einúngis frá oss íslendingum! Það er þá vort fé eða fé frá oss, er hann ætlar að hafa til þess að koma í veg fyrir framför vora og til að eyðileggja hina skynsamlegustu og eðlilegustu tilraun til við- reisnar, því það má vera fyrir oss sem hverja aðra þjóð hið fyrsta og nauðsynlegasta til framfara, að vér eigum sjálfir þátt í vorri eigin verslun." Undirboð eru því ekki ný af nálinni í verslun. Jón áttar sig á því að einokunin er ekki betri þó að íslendingar haldi um stjóm verslunarinnar: „Vér verðum enn að fara nokkrum orðum um þann ótta, sem sumir þykjast hal'a, að ef verslunarfélög- in yrðu drottnandi, þá myndu þau einoka verslunina miklu verr en nokkur kaupmaður nú, því oft heyra menn það á Islandi, að enginn sé verri blóðsuga á löndum sínum í kaupum og sölum heldur en Is- lendingar, þeir sem gefi sig að verslun. ... Það gæti rnenn einnig hugsað sér, að hlutabréfin lenti í fárra rnanna höndum og þeir vildi ekki hleypa öðmm mönnum í félag með sér, heldur legði alla versl- unina undir sig.“ Þó að ýmsum kynni að þykja að hér hefði Jón komist spámannlega að orði, þá er hann sjálfur á því að þessi hætta sé lítil. Sýni menn tilburði til þess að misnota vald sitt þá verði tek- ið á móti ineð stofnun nýrra félaga. Það má líka til sanns vegar færa að slíkt hafi einmill gerst á íslandi. Maðurinn frjáls og friðhelgur Arnljótur prestur Ólafsson skrifaði fyrsla eiginlega hagfræðirit- ið, Auðfrœði. Hún kom út í fyrsta sinn árið 1880. Hún er glæsilega skrifað rit sem byggir bæði á erlendum kennisetningum og vangaveltum Arnljóts sjálfs. Hluti af bókinni er fræðileg frá- sögn, hluti í dæmisöguformi og loks samræður að hætti heimspek- inga fomaldar. I formála segist hann skipta „þjóðmegunarfræðinni" í auðfrœði, sem nú á dögunt myndi kallasl haglræði ogfélagsfrœði, sem spannar flest þau svið sem viðskiptafræðin fjallar um nú. I upp- hafi skilgreinir Arnljótur verkefnið: „Auðfræðin lýsir mannlegum þörfum, hún sýnir oss, hvernig náttúran með gjöfum sínum og gæð- um, og hvemig maðurinn með athöfnum sínum og erfiðismunum megnar best að fullnægja þörfum sínum, og hún bendir oss á, hvernig maðurinn fái náð því aðalmarkmiði sínu hér í heimi: að lifa sæll og vera drottinn jarðarinnar." Arnljótur byrjar á að skýra grund- vallatriði í auðfræðinni: Maðurinn þarf að vera frjáls. „Þess ber vel að gæta, að þörf og nauðsyn er á, að lögin og landstjóm- in sé einmitt svo löguð, að maðurinn hafi sem best tækifæri og fullt frelsi til að neyta allra krafta þeirra, andlegra sem líkamlegra, er skaparinn hefir gefið honum, sér og öðmm til heilla og hamíngju, en engum til skaða né skapraun- ar, og til að njóta gæða þeirra óhindraður, er náttúran lætur öllum í té, svo og allra þeirra ávaxta og tjármuna, er hann hefur aflað sér með hönd sinni og huga. Mað- urinn þarf, í einu orði sagt, að vera frjáls og friðhelgur." ^rr>/Jótur Ólafss°°' Kostir sem prýða mættu unga athafnamenn Síðar eru nefndar hinar helstu auð- fræðilegu manndyggðir: „Iðjusemi, dugnaður og framkvæmdarsemi, hirðusemi, nýtni og sparsemi, hreinlæti, þrifnaður og reglusemi, gætni, varhygð og varfæmi, stillíng, hófsemi og sjálfstjóm, áreiðanleiki, skilvísi og rétt- skiftni, sanngimi, réttlæti og sannleiksást, mannúð, kurteisi og látprýði, mannlyndi, gagnsemdarlöngun og sóma- tilfinníng.“ En þeir sem stjóma þurfa að hafa eftirtalda kosti til að bera: „Framtakssemi, fyrirhyggju og eftirlitssemi, framsýni, útsjón og stjómsemi." Að lokninni þessari upptalningu segir: „Það er satt, að auðfræðin kennir mönnum hagsýni og hagsmunasemi, og sýnir þeim, að auðurinn sé ómissandi þjónn mannlegra framfara og þjóð- menningar. Það er og satt, að hún telur sjálfselskuna gefna og með- skapaða manninum, en einmitt gefna honum til viðhalds og vemd- unar, til vegs og sóma. Sjálfselskan er og vinnur hið sama starf hjá manninum, sem þýngdaraflið. ... Taktu þýngdina frá hlutunum og enginn hlutur, enginn hnöttur, ekkert sólkerfi verður framar til; taklu sjálfselskuna frá manninum og enginn maður, engin þjóð, ekkert mannkyn verður framar til.“ Og með þessum orðunt Arnljóts Ólafssonar ljúkum við tilvitnun- um í verk frumherjanna í íslenskri hagfræði. Sumt breytist aldrei / Iþessari grein hefur verið vitnað í verk margra af frumherjum í ís- lenskri hagfræði. Allir voru þeir hámenntaðir menn og stóðu löndum sínum framar á þessu sviði sem mörgum öðmm. Fleiri hefði mátt nefna til sögunnar, til dæmis Eggert Ólafsson og Skúla Magnússon, fógeta. Hver um sig skrifar eftir tíðaranda síns tíma. En þó að við sjáum að margt sé beinlínis bamalegt miðað við það sem við vitum nú, þá er annað sem á eins vel við í dag eins þegar það var skrifað fyrir mörgum öldum. Vandamálin voru önnur en mannleg náttúra, sjálfselskan, sú sama. / Þær útgáfur sem lagðar eru til grundvattar eru: íslandslýsing, Oddur Einarsson, Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1971, Um viðreisn íslands, Páll Vídalín og Jón Eiríksson, Örn og Örlygur 1985, Mannfækkun af hallærum, Hannes Finns- son, Almenna bókafétagið 1970, Af blöðum Jóns forseta, Almenna bókafétagið 1994, Auðfræði, Arnljólur Ólafsson, Hið íslenska bókmenntafélag, 1880. 9

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.