Vísbending


Vísbending - 20.12.2002, Síða 10

Vísbending - 20.12.2002, Síða 10
VISBENDING Sameiningar í sjávarútvegi - fullt hús? Trúlega hafa fáir séð fyrir þær miklu breytingar sem orðið hafa á rekstri ÚA, HB og Skagstrendings, enda er það margsannað að hraði breytinga eykst sí- fellt. Þessi þrjú gamalgrónu sjávarútvegs- fyrirtæki munu á nýju ári mynda til samans stærsta sjávarútvegsfélag landsins jafnframl því sem þau mynda sjávarútvegssvið innan vébanda Hf. Eimskipafélags Islands. Þessi þrjú félög hafa yfir að ráða samtals um 11,4% af heildaraflaheimildum og gera út hér við land sex frystitogara, fimm ísfisk- togara og tvö uppsjávarskip auk marghátt- aðrar starfsemi í landi. Samkvæmt núver- andi lögum er þessu nýja félagi sniðinn þröngur stakkur til vaxtar hér innanlands, en ekki er gert ráð fyrir að neitt félag megi ráða yfir meira en 12% af aflaheimildum mælt í þorskígildum. Hagræðing og skilvirkari rekstur Sameining þessara þriggja sjávarútvegsfélaga er eðlileg þróun og endurspeglar þær ánægjulegu breytingar sem almennt hafa orðið í greininni á undanförnum árum og áratugum. Þrátt fyrir að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hafi verið gagnrýnt á ýmsan hátt hefur það augljóslega verið grunnurinn að þeirri miklu hagræðingu sem orðið hefur í greininni. Víða í heiminum er litið á fiskveiðar sem vandamál og sjávarútvegur er á mörgum stöðum nánast not- aður sem atvinnubótavinna til að halda uppi atvinnu á jaðarsvæð- um. Það er merkilegt að á sama tíma og ýmsar nágrannaþjóðir okkar hafa eytt miklum peningum í að hagræða í sjávarútvegi og úrelda skip hefur hagræðing í íslenskum sjávarútvegi nánast átt sér stað af sjálfu sér. Greinin sjálf hefur að langmestu leyti greitt fyrir þá hagræðingu sem orðið hefur án þess að hið opinbera hafi þurft að veita stórum fúlgum fjár til verksins. Undirstaða alls þessa er að sjálfsögðu fiskveiðistjómunarkerfi sem byggist á frjálsu framsali aflaheimilda. Það hefur orðið til þess að vel rekin fyrirtæki í sjávarútvegi hafa séð hag sínum borgið með því að fjárfesta í veiðiheimildum, væntanlega á kostnað þeirra aðila sem hafa ekki náð eins góðum tökum á veiðunum og því talið að best væri að selja sig úr greininni. Á þennan hátt hefur greinin sjálf borgað fyrir þá hagræðingu sem orðið hefur á síðustu tuttugu árum. Fylgifiskur þessarar hagræðingar er að ýmsir aðilar hafa far- ið út úr greininni með fullar hendur fjár og er sú staðreynd líklega ein helsta orsök þeirra pólitísku væringa sem verið hafa í kringum greinina á undanfömum árum. Ég hef trú á að nýleg lög um auð- lindagjald séu til þess fallin að meiri sátt verði um greinina en áður. Það er þó ólíklegt að nokkum tíma náist algjör sátt um fiskveiði- stjórnunina enda em hagsmunir ólíkra hópa og landsvæða svo mis- munandi að seint mun verða hægt að sætta sjónarmið allra í þess- ari mikilvægu atvinnugrein. Hagræðingin í sjávarútvegi er ótvíræð og má sjá að á árabilinu 1984 til 2002 hefur togumm fækkað úr 106 í 70. Hagræðingin er þó meiri en þessar tölur gefa til kynna því í dag veiða nokkrir togaranna rækju sem var óþekkt árið 1984. Á sama hátt hefur upp- sjávarveiðiskipum fækkað úr 52 í 38 á þessu tímabili og bátum yfir 20 rúmlestum hefur fækkað úr 518 í 233. Samtals hefur bátum, togumm og skipum því fækkað um 335 á þessu tímabili. Þessi mikla fækkun í fiskiskipaflotanum hefur skilað sér í aukinni framlegð í veiðun- um. Á sarna tíma hefur orðið nánast bylting í fiskvinnslunni í landi hvað varðar afköst og framlegð. Hagræðing og aukin framlegð í greininni birtast í fækkun starfa í sjávarút- veginum, bæði úti á sjó og í landi. Á móti þessari fækkun kemur sú staðreynd að meðal- laun sjómanna hafa hækkað mikið á tíma- bilinu, enda skiptist hluturinn á færri sjó- menn en áður. Þá hefur afkastahvetjandi launakerfi í mörgum tilfellum hækkað veru- lega laun landverkafólks frá þvf sem var fyrir nokkrum árum. Þeir sem þekkja best til telja að við eigum eftir að sjá verulega fækkun starfa í sjávarútvegi til viðbótar því sem verið hefur og er jafnvel gengið svo langt að tala um að störf- um í greininni eigi eftir að fækka um helming á næstu fimm árum eða svo. Afkoma flestra sjávarútvegsfyrirtækja er með ágætum í dag, sem er nokkuð merkilegt þegar horft er til þess að útflutningsverð- mæti sjávarútvegsins í erlendri mynt hafa nánast staðið í stað síð- an árið 1994. Á síðasta ári og á fyrri hluta þessa árs hjálpaði gengi íslensku krónunnar mikið til, en það helur aftur styrkst og þannig hefur samkeppnishæfni útflutningsatvinnuveganna, þ.m.t. sjávar- útvegsins, minnkað aftur. í sameiningarham ær almennu breytingar sem ég hef verið að lýsa hér að framan endurspeglast ágætlega í rekstri félags á borð við ÚA. Ég hef verið í forsvari þess félags í rúm sex ár og á þeim tíma hafa skipst á skin og skúrir. Á þessum sex árum helur félagið sameinast nokkrum öðrum félögum annaðhvort með það fyrir augum að við- halda rekstri viðkomandi félags, eins og gert var þegar Jökull og Hólmadrangur sameinuðust ÚA, eða þá að sameiningin var ein- faldlega tæknileg útfærsla við kaup á aflaheimildum og/eða veiði- skipum. Þessa dagana stöndum við frammi fyrir mun stærri og flóknari sameiningu en við höfum áður þekkt. Þar sem sameiningar hafa verið svo ríkur þáttur í rekstri sjávar- útvegsfélaga á liðnum árum er eðlilegt að staldra við og velta þeirri spurningu upp hvaða ávinningi þær hafa skilað og hvort ein- hvern lærdóm megi draga af þeim. Hér á eftir mun ég fjalla um reynslu mína af sameiningu ÚA við önnur sjávarútvegsfélög og þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir við sameiningu ÚA, HB og Skagstrendings. Þegar ég horfi til baka á rekstur ÚA þá er það mitt mat að þrjár mikilvægar ákvarðanir hafi haft mjög mikil áhrif á rekstur félags- ins og skipt sköpurn fyrir framtíð þess. Ég tel að í kjölfar þessara breytinga hjá félaginu hafi skapast svigrúm sem gerði því kleift að sameinast öðrum sjávarútvegsfélögum. Fyrsta ákvörðunin sem skipti máli var tekin árið 1997 þegar við buðum í aflaheimildir sem Landsbanki Islands átti og voru vistað- ar á tveimur línubátum á Suðurnesjum. Á þessum tfma vorum við 10

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.