Vísbending - 20.12.2002, Page 13
húsinu á staðnum og virðist rekstur þeirrar einingar ganga með
ágætum í dag. Að lokum var frystitogarinn Hóimadrangur settur í
sölu, en einungis tveir heimamenn á Hóhnavík höfðu atvinnu sína
af skipinu, vélstjórinn og útgerðarstjórinn.
Uppbygging rækjuvinnslunnar á Hólmavík hefur gengið vel og
er verksmiðjan nú í fremstu röð á sínu sviði. Þá hefur gengið vel
að auka bæði afköst og nýtingu, en rekstur félagsins, eins og ann-
arra rækjuverksmiðja, ber þess merki að markaðir fyrir rækju eru
mjög erfiðir um þessar mundir vegna offramboðs. Velta félagsins
hefur nánast tvöfaldast frá því að UA tók við rekstri þess og á
erfiðum rækjumarkaði eins og núna þarf félagið á öflugum bak-
hjarli að halda til þess að hjálpa því yftr erfiðustu hjallana. Haft
hefur verið eftir fyrrverandi stjómarformanni Hólmadrangs að ef
ekki hefði komið til sameining við UA hefði Hólmadrangur líklegast
lent í miklum lausafjáreifiðleikum haustið eftir sameininguna. I
þessu sambandi er vert að hafa í huga hversu mikilvægt það er að
hafa fleiri stoðir undir rekstrinum en færri. Aðkoma UA að Hólma-
drangi hefur gert það kleift að byggja upp reksturinn í takt við
kröfur markaðarins auk þess sem UA hefur veitt Ijárhagslega fyrir-
greiðslu við mikil hráefniskaup á sumrin og haustin þegar hráefni
er hvað ódýrast. Við erum mjög ánægð með sameininguna við
Hólmadrang og finnst að vel hafi tekist til á flestum sviðum
hennar enda bjuggum við af reynslunni af sameiningunni við Jökul
ins. Þessi þrjú sjávarútvegsfélög mynda til samans öflugasta sjáv-
arútvegsfélag landsins með öfluga starfsemi á öllum sviðum sjáv-
arútvegsins og góða dreifmgu. Heildaraflaheimildir þessa samein-
aða félags eru áætlaðar um 11,4% af heildinni mælt í þorskígild-
um og því ljóst að svigrúm til vaxtar hér innanlands verður tak-
markað í framtíðinni m.v. núverandi fiskveiðilöggjöf.
Það eru bæði stjórnendur og millistjómendur sem að sameining-
arferli þessara þriggja félaga hafa komið. Þessi sameining er mun
flóknari en þær sameiningar sem ÚA hefur áður tekið þátt í og
kallar því á betri skipulagningu en áður hefur þekkst. Til að koma
sameiningarferlinu af stað og til þess að félögin geti farið að byrja
að vinna saman höfurn við skipt ferlinu í þrjú skref. Fyrsta skrefið
var rekstrarleg greining á mikilvægustu þáttum í sameiginlegum
rekstri félaganna, en að því verki stóðu stjómendur og millistjóm-
endur. Næsta skrefið í sameiningarferlinu er samstæðustefnumót-
un þar sem félagið í heild sinni endurskilgreinir hlutverk sitt og
markmið. A sama tíma er skipulag félagsins ákveðið og nauðsyn-
leg úrbótaverkefni skilgreind. Þriðja og síðasta skrefið er að inn-
leiða nýtt skipulag og gangsetja úrbótaverkefni.
Við vonumst til þess að geta farið að af stað með úrbótaverkefni
fyrri hluta desembermánaðar og að nýtt skipulag taki gildi þegar
nýtt félag hefur starfsemi þann 1. janúar 2003.
Heildarvelta
milljónir
18J000
16D00
14.000
12J000
ÍOJOOO
8JOOO
6JOOO
4J000
2JD00
0
97 98 99 '00 '01 ‘Q2á«tl. '03 á»tl.
«44«
♦44
♦ 4
á þessum tíma. I dag framleiðir Hólntadrangur rúnrlega 1.700 tonn
af soðinni og pillaðri rækju að verðmæti um 800 milljónir króna.
Heildarfjöldi starfa hjá félaginu er um 25 að öllu meðtöldu.
Risasameining í skjóli Eimskipa
Reynsla okkar af báðum þessum sameiningum varð til þess að
ég endurmat verulega þann tíma sem sameiningar taka, en
sameiningarferlið og sá tími sem tekur að ná ávinningi út úr sam-
einingunni er mun lengri en ég hafði áætlað upphaflega. Ég held
að sá tími fari ekki endilega eftir stærð fyrirtækjanna, heldur er hér
um innbyggða tregðu að ræða sem þarf einfaldlega að yfirvinna.
Þá getur oft tekið tíma að selja þær eignir setn á að selja og er tíma-
bundinn rekstur á skipum oft dýr og óhentugur. í ljósi þessarar
reynslu var ég því þeirrar skoðunar að næsta sameining sem við
myndunt stefna að þyrfti að hafa í för með sér verulega veltuaukn-
ingu fyrir félagið.
Við hófum óformlegar viðræður við lulltrúa Höfðahrepps milli
jóla og nýárs á síðasta ári. Eitt leiddi af öðru og eftirleikinn þekkja
allir. Fyrr á þessu ári keypti Eimskipafélagið meirihlutann í bæði
ÚA og Skagstrendingi og bauð öðrum hluthöfum samskonar kjör
sem fiestir þeirra þáðu. Núna nýlega varð svo að samkomulagi að
HB myndi renna inn í hinn nýja sjávarútvegshluta Eimskipafélags-
Undan kvótaþakinu
Að lokum langar mig til að gera að umtalsefni hvað er
framundan fyrir sjávarútvegsfélag á borð við sjávarútvegs-
starfsemi Eimskipafélagsins. Kvótaþakið verður til þess að vaxtar-
möguleikar hér innanlands eru litlir sem engir. Ef vel gengur og
fjármunamyndun verður ásættanleg er líklegt að stjóm og stjóm-
endur félagsins leiti að vaxtartækifærum til að styrkja það og bæta
þjónustu þess við neytendur úti á mörkuðum.
Fyrir nokkuð mörgum ámm voru sett lög í Frakklandi sem tak-
ntörkuðu mjög vaxtarmöguleika smásöluverslunarinnar þar í landi.
Frönskum stjórnmálamönnum fannst nóg komið um stórmarkaði í
útjaðri borga og bæja og því vom settar reglur sem bönnuðu hrein-
lega byggingu stórmarkaða af þessu tagi. Reglumar áttu upphaf-
lega að vemda miðbæina og spoma við útjaðramenningu stórborg-
anna. Niðurstaðan varð hins vegar sú að frönskum smásöluaðilum
fannst mjög að sér þrengt og leituðu því á ný mið til að stækka og
nýta þannig stærðarhagkvæmni í rekstri sínum. Frönsku smásölu-
aðilamir fóm fyrst suður fyrir landamærin til Spánar og Ítalíu en
smám saman óx þeim ásmegin og þeir leituðu landvinninga í S-
Ameríku, Asíu og víðar. Ég er sannfærður um að eitthvað svipað
gæti gerst hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum hér á landi. Tólf prósenta
þakið setur okkur mikil takmörk hvað varðar stærð fyrirtækjanna
og líklega verður þrautalendingin því sú að leggjast í víking.
EB aflaheimildir (Boyd Line)
«4 4
«4 4 4
«44-:
«44«
♦44
«4
Kvótar 2002 Tonn Aths.
Þorskur - Barentshaf Þorskur - Svalbarói 3209 677 a) Magniðm.v. óslægðanfisk.
Þorskur - samtals 3.886 b) Allurauk-afli við Svalbarða er
Ýsa-Barentshaf 528 "utankvóta"
Ufsi - Barentshaf Annað - Barentshaf 59 26 C) Sögubgurréttur á þorskkvótavið A-Grænland.
Samtals: 4.499
13