Vísbending


Vísbending - 20.12.2002, Page 16

Vísbending - 20.12.2002, Page 16
VISBENDING Jón Sigurðsson fyrsti hagfræðingurinn Guðjón Friðriksson. Haustið 1840 hófst í fyrsta sinn kennsla í hagfræði við Kaup- mannahafnarháskóla. Kennari var hinn þekkti Adolph Frederik Bergspe, höfundur Den danske Stats Statistik sem kom út í fjórum þykkum bindum á árun- um 1844 til 1853. Bergspe, sem aðhyllt- ist líberalisma í anda Adams Smiths og Ricardos, hefur verið kallaður faðir hag- fræðinnar í Danmörku. Þegar hann hóf kennsluna við Kaupmannahafnarháskóla 1840 var meðal þeirra sem sóttu tíma til hans 29 ára gamall íslendingur frá Rafns- eyri við Arnarfjörð. Hann hét Jón Sig- urðsson og var raunar í allt öðru námi við skólann, málfræðinámi, en hafði einmitt á þessu ári fyllst brennandi áhuga á stjórnmálum. Ekki er vitað um annan ís- lending sent fyrr hafði stundað nám í hagfræði og er því hægt að kalla Jón fyrsta íslenska hagfræðinginn þó ekki lyki hann prófi í greininni. Hann stundaði síðan miklar rannsóknir á hagsögu íslands. Arnljótur Ólafsson, sem stundaði nám í hag- fræði við Kaupmannahafnarháskóla rúmum líu árum seinna og samdi ritið Auðfrœði, hefur stundum verið kallaður fyrsti hag- fræðingurinn en hann lauk ekki heldur prófi þannig að Jón má eins bera þann titil. Þó að Jón Sigurðsson væri samtímamaður Fjölnismanna og uppi á tímum sem einkenndust mjög af rómantík verður ekki sagt að hann hafi verið rómantískur rnaður sjálfur. Hann ólst upp á fremur afskekktum slóðum, í innanverðum Arnarfirði. Fjörðurinn er einn af þeim stærstu og dýpstu á landinu, galopinn fyrir úfn- um útsæ og girtur þverhöggnum hamramúlum. Þar var fátt sem minnti á mildi og blíðu. Óvenjuhart var í ári á æskuárum Jóns Sigurðssonar og sigling löngunt erfið til landsins vegna styrjalda og bágrar stöðu Dana. Þeir höfðu misst flota sinn að verulegu leyti í árásum Englendinga á Kaupmannahöfn 1807 og danska ríkið varð gjaldþrota 1813. Sjálfur gekk Jón ekki í skóla heima á íslandi, eins og til dæmis Fjölnismenn sem voru árum saman í Bessastaðaskóla. Hann fór því á mis við þau áhrif sem samvera í glöðuni hópi skólapilta hefur í för með sér á þeirn árum sem ung- menni eru einna næmust fyrir áhrifum, straumum og stefnum. Þess í stað lærði hann undir stúdentspróf' hjá föður sínum sem var af allt annarri kynslóð en hann sjálfur, reri til fiskjar og vann alla algenga sveitavinnu. Rómantíkin fór því fram hjá Jóni á hans helstu mótunarárum. Rasjónalistínn Jón Að öllum líkindum hal'a á Rafnseyrarheimilinu verið til rit Lærdómslistafélagsins sem gefin voru úl í 15 bindum á ár- unum 1781 til 1798. I þeim birtust einkum ritgerðir um hagnýt efni í anda svokallaðra upplýsingarmanna. Þau hefur Jón Sig- urðsson drukkið í sig sem barn og unglingur. Þessi rit voru í dag- legu tali kölluð Félagsritin. Þegar Jón Sigurðsson hóf útgáfu á tímariti í Kaupmannahöfn árið 1841 kallaði hann það Nýfélags- rit og gefur þannig til kynna að það sé beint framhald af ritum Lærdómslistafélagsins. En hverjir voru þessir upplýsingarmenn? Ekki er með öllu ein- falt að skilgreina þá og svokallaða upplýsingarstefnu á 18. öld eða uppruna hennar. Þó má fullyrða að vísindabyltingin svokall- aða á 16. og 17. öld og sigurför þeirrar heimsmyndar sem kennd er við náttúrulögmálin hafi hér haft umtalsverða þýðingu. Trúin á skynsemi mannsins, svokallaður rasjónalismi, fór að svífa æ meira yfir vötnum og menn fóru að trúa því að vísindalegar að- gerðir og skynsemi gætu bætt mannfélagið til mikilla muna. í stað svartsýni og strangleika hins lúterska réttrúnaðar, sem ríkj- andi hafði verið um nærfellt tveggja alda skeið á íslandi, komu með upplýsingunni ákveðin bjartsýni, mannúð og framfarahugur. Meðal annars var þar boðað frelsi einstaklingsins. Upplýsingar- stefnan var því fyrst og fremst veraldleg stefna og í sumum lönd- um beindist hún gegn kirkjunni þó að ekki bæri mikið á því hér- lendis. Upplýsingarmennirnir lögðu ofuráherslu á fræðslu og ber hreyfingin nafn sitt af því. Segja má með nokkrum rétti að Jón Sigurðsson hafi verið upp- lýsingarmaður í eðli sínu alla ævi og rasjónalisti eða skynsemis- hyggjumaður. Hér má einnig geta þess að einn af helstu leiðtog- um upplýsingarstefnunnar á fslandi, Ólafur Olavíus, var ömmu- bróðir Jóns Sigurðssonar og hefur vitneskjan um það vafalausl haft sín áhrif. Ólafur Olavíus var aðalstofnandi Hrappseyjar- prentsmiðju árið 1773 en sú prentsmiðja var fyrsta veraldlega prentsmiðjan á Islandi og sú fyrsta í einkaeign. Tvenns konar hugmyndakerfi Aí fyrri hluta 19. aldar voru meðal framsækinna manna í Evr- ópu og víðar tvenns konar hugmyndakerfi efst á baugi. Ann- 16

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.