Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 22
VISBENDING
Heiðarlegir ribbaldar
r
Ienskum og frönskum annálum er víkingum jafnan lýst sem of-
stopafullum grimmdarseggjum en í norrænum sögum eru þeir
hetjur. Það kemur reyndar heim og saman við Islendingasögur þar
sem hetjumar eru sjaldan mikil ljúfmenni. Bardagar og blóðbað
voru hins vegar tímanna tákn og Englendingar og Frakkar voru
allra síst til fyrirmyndar sem einhver góðmenni þeirra tíma. Vfk-
ingarnir vom hins vegar vinir vina sinna, voru heiðarlegir og þóttu
hreinskilnir en lygar og þjófnaður voru með verstu glæpum í sam-
félaginu. Stundum er kannski erfitt að heimfæra slíkar siðareglur
upp á Island um þessar mundir en þó leikur enginn vafi á því að í
samanburði við aðrar þjóðir eru þessar reglur í meiri heiðri hafð-
ar hér á landi en víðast hvar annars staðar. Það skýtur reyndar
skökku við að um leið og þjófnaður var fyrirlitinn í samfélaginu
þá var aukabúgrein víkinganna að fara rænandi og ruplandi um
önnur lönd, oft í kirkjur guðsmönnum til mikillar armæðu. Það er
ágætt dæmi um það að aðrir siðir giltu innan vfkingasamfélagsins
en utan þess og kannski þess vegna sem guðsmenn reyndu að
kenna þeim nýja siði.
Blótað í hljóði
Víkingaöldin stóð frá 789 til 1100 en þegar hundrað ámm fyrr
hafði Þorgeir ljósvetningagoði sannfært íslenska víkinga um
að skynsamlegast væri að taka upp kristna trú og snúa baki við
heiðingjahættinum. Eitthvað stálust þó menn til að bölva hinum
norrænu guðum til heiðurs eftir það. Þvf hefur verið haldið fram
Gutenberg var upphafsmaður prentlistar
í hinum vestræna heimi, hann var persónan
sem byrjaði að raða saman lausu letri.
Við hjá Gutenberg erum ekki
lengur að raða saman lausu letri
en við röðum saman mörgum verkþáttum
svo úr verði góð þjónusta.
Síðumúla 16 I 108 Reykjavík I Sími 545 4400 I Fax 545 4401 I www.gutenberg.is
að víkingatímabilið hafi ekki haft nein langtímamenningaráhrif,
norrænar byggðir á Bretlandseyjum og í Frakklandi hafi að lokum
samlagast öðrum byggðum þó að enn megi finna fornleifar á þess-
um slóðum og nýjustu erfðarannsóknir hafi sýnt að víða rennur
víkingablóðið enn í æðum margra Breta. Islendingar misstu Iljót-
lega sjálfstæði sitt og gengu undir vald Noregskonungs á þrett-
ándu öldinni. Það var svo í raun ekki fyrr en á tuttugustu öldinni
sem Islendingar endurheimtu sjálfstæði sitt að fullu. I kjölfarið
urðu þeir svo á meðal ríkustu þjóða heims þegar reiknað er með
höfðatölu. Þó erfitt sé að rekja auðsæld Islendinga til víkinganna
er ekki ósennilegt að sumir af þeim eiginleikum sem þeir skildu
eftir sig í arf hafi hjálpað Islendingum að sigrast á erfiðum að-
stæðum.
Útrás í blóð borin
Oft vill gleymast að víkingarnir voru sennilega fyrst og fremst
verslunarmenn, iðnaðarmenn og bændur ránin voru meira
aukabúgrein. Þeir ráku verslunarstaði eins og Kaupang við Ósló-
arfjörð, Birka í Svíþjóð og jafnvel á íslandi, við Eyjafjörðinn, á
níundu og tíundu öldinni. Kaupang var vel skipulagt verslunar-
þorp ætlað fyrir íbúa nærliggjandi héraða og víkinga. Þessi þorp
voru eins og stórmarkaður sem skipt er upp í deildir þar sem mis-
munandi vörur og þjónusta voru á boðstólnum, útlenskir eðal-
gripir, skinn, pottar og pönnur eða handunnir listmunir. Á tíundu
og elleftu öldinni fór verslunin meira að færast vestur á bóginn og
mátti t.d. finna víkingaverslunarþorp í York og Dyflinni á Bret-
landseyjum. Víkingamir sigldu einnig langar vegalengdir til þess
að versla við útlendinga, en þeir versluðu mikið með feldi,
hunang, vax, vopn og þræla og fengu glitrandi silfrið í staðinn. Þó
fluttu þeir einnig með heim í farteskinu tækni og þekkingu, t.d.
byggingartækni. Utrás víkinganna var því ekki einungis fólgin í
landafundum og ránsferðum heldur einnig bæði í útflutningi og
fjárfestingum á erlendri grundu og þóttu þeir harðir en sann-
gjarnir í verslunarviðskiptum. Víkingarnir áttu þátt í auknum við-
skiptum í Evrópu og stuðluðu þannig óbeint að friðsamlegri sam-
skiptum milli ríkja og þjóða. Víkingarnirgeta því talist ágæt fyrir-
mynd íslendinga í útrás.
✓
I vfking
Hinar norrænu þjóðir stunda allar mikil alþjóðaviðskipti enn í
dag. Hlutur útflutnings af vergri landsframleiðslu er 51% í
Svíþjóð, 43% í Danmörku og 41 % í Noregi (og 47% í Finnlandi).
Þetta er mun hærra hlutfall en víðast hvar annars staðar. Á íslandi
er þetta hlutfall talsvert lægra en á hinum Norðurlöndunum eða
33% og það meira og minna verið hið sama í yfir hundrað ár. Það
er þó ýmislegt sem bendir til þess að útrásarhæfni Islendinga sé að
styrkjast þar sem áræði þeirra og þekking virðast jafnt og þétt vera
að aukast. Þó er verðugt að vanda vel til hvað gert er við ágóðann
af útrásinni en þá eru víkingarnir ekki alltaf góð fyrirmynd þar
sem þeir áttu það til að eyða fjármunum sínum í skínandi skart-
gripi og stundum grafa fjársjóðinn í jörðu þar sem þeir fundu hann
ekki aftur.
íslendingum ætti hins vegar að vera óhætt að horfa meira til
upphafsins, leyfa víkingahjartanu að slá örlítið hraðar og leggja
óhræddir í víking. Þó má víkingablóðið ekki ólga af slíkum ofsa
að þeir taki upp á því að lumbra óhóflega á þcim sem fyrir eru en
þó nægilega til þess að menn gleymi seint að þar sigldu sanngjam-
ir, heiðarlegir en harðsnúnir íslenskir víkingar.
22