Vísbending


Vísbending - 20.12.2002, Qupperneq 25

Vísbending - 20.12.2002, Qupperneq 25
VISBENDING ast ekki í lag, fyrr en við göngum í Evrópusambandið - og kalla þeir í Brussel þó ekki allt ömmu sína í þessum efnum. Svo er eitt verk enn óunnið, og það er að tryggja næga sveigju á vinnumarkaði. Við búum enn við það, að fámenn sveit forustu- manna launþega og vinnuveitenda hefur launamyndunina að miklu leyti í hendi sér svo sem tíðkast enn sem endranær víðast hvar í Evrópu. Þetta fyrirkomulag er óheppilegt og hefur átt tals- verðan þátt í miklu atvinnuleysi í Evrópu undangengin ár og átti löngum drjúgan þátt í mikilli verðbólgu og skuldasöfnun hér heima, eða svo sýnist mér. Margt benti til þess, að áhugi manna á vinnumarkaðsumbótum væri að vakna á erfiðleikaárunum 1987-1996, en uppsveiflan síðan 1996 virðist hafa svæft áhugann á ný. Vinnumarkaðslöggjöfinni var að vísu breytt lítils háttar fyr- ir fáeinum árum, en breytingin gekk of skammt. Reyndar hefur friðurinn á vinnumarkaði hangið á bláþræði nokkrum sinnum síðustu ár og litlu munað, að efnahagslífmu væri hleypt í bál og brand með gantla laginu, en atvinnulífíð hefur með naumindum sloppið fyrir horn. Hugtakið „friður á vinnumarkaði" segir í rauninni allt, sem segja þarf unt þetta mál: hættan, sem stafar af núverandi skipan, er fólgin í því, að fáeinum forustumönnum samtaka launþega og vinnuveitenda er falið vald til að stilla til friðar á vinnumarkaði eða stofna til ófriðar og lama þá allt efna- hagslífið, ef þeim sýnist svo. „Friður á vörumarkaði" er óþekkt hugtak af þeirri einföldu ástæðu, að vörumarkaðurinn er eins og markaðir eiga að vera, engin miðstýring þar. Margar af greinum þínum í Vísbendiitgu hafa vakið mikla at- hygli og umtal og oft kynt undir heitum umrœðum á meðal liagfrœðinga. Eru einhverjar slíkar greinar þér sérstaklega minnisstœðar vegna þeirrar umrœðu sem varð íkjölfarið? Nei, eiginlega ekki. Oft fæ ég engin viðbrögð. Mér þykir auðvit- að fengur í því, þegar ég verð þess var, að menn - hagfræðing- ar eða aðrir - taka eftir því, sem ég skrifa, en ég hugsa ekki mikið um það. Mér þykir vænt um það, að alls konar fólk alls staðar að hefur stundum samband við mig vegna þessara skrifa. Ég hef gert mér far um að fíytja mál mitt eins varlega og eins rólega og rök mín hafa leyft til að gefa helzt ekki höggstað á mér. Sumum kann að finnast mál- flutningur minn vera í bragðdaufara lagi fyrir vikið. Ég lýsi þessu nánar í formálanum að einu ritgerðasafnanna minna, Síðustuforvöð- um. Orð eru dýr: eitt óvarlegt orð - og allt getur farið f háaloft af litlu tilefni. Þessu hef ég reynt að komast hjá í lengstu lög. Ég birti aldrei svo grein í blaði, að menn úr ýmsum áttum hafi ekki lesið hana yfir fyrir fram og bent mér á hluti, sem betur mættu fara. Þessum mönn- um öllum - þetta er ijölmenn sveit! - er ég afar þakklátur. Þessi aðferð hefur borið þann árangur, eða svo hefur mér sýnzt, að ég hef aldrei fengið yfir ntig holskeflu mótmæla, enda þótt ég hafi stundum fjall- að um viðkvænt ntál og stuggað við miklum hagsmunum. Ég hef því aldrei þurft að eyða tíma mínum í að draga í land eða svara andbár- um eða útskýra, við hvað ég átti með þessu eða hinu. Bændur og aðr- ir hafa surnir kvartað undan gagnrýni minni á búvemdarstefnuna eins og eðlilegt er, en það hafa aðrir hagfræðingar ekki gert, enda skárra væri það nú. Útvegsmenn og fáeinir hagfræðingar ásamt þeim hafa andmælt sjónarmiðum mínum og annarra veiðigjaldsmanna í fisk- veiðistjómarmálinu; það er einnig skiljanlegt og ekkert við því að segja. Stjómmálamenn hafa stundum sent mér tóninn, en ég kippi mér ekki heldur upp við það. Þegarþú líturyfirþað sem þú liefur skrifað á síðustu tuttugu árum, er eitthvað af því sem þér finnst hafa verið betur lieppitað en ann- að, þ.e. hvaða rök og skoðanir liafa elst vel og hvað illa? SpKef Sparisjóðurinn í Keflavík Tjarnargata 12 230 Keílavík Sími 421 6600 Fax 421 5899 Grundarvcgur 23 260 Njarðvík Sími 421 6680 Fax 421 5833 Sunnubraut 4 250 Garði Sími 422 7100 Fax 422 7931 Víkurbraut 62 240 Grindavík Sími 426 9000 Fax 426 8811 I Vogar Iðndal 2 Sími 424-6400 l Fax 424-6401 í 25

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.