Vísbending


Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 26

Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 26
VISBENDING au mál, sem ég hef helzt látið til mín taka í skrifum mínum um íslenzk efnahagsmál, eru þannig vaxin - hér á ég einkum við hagstjóm í vfðum skilningi og hagskipulag: ríkisfjármál, peninga- mál, gengismál, vinnumarkaðsmál, landbúnaðar- og sjávarútvegs- mál, Evrópumál, menntamál - að mér hefur ekki fundizt ég hafa ástæðu til að skipta um skoðun á þeim. Astand landsins hefur að ýmsu leyti lagazt að sjónarmiðum mínum með tímanum, eins og ég stefndi að, ekki öfugt. Það reynir að vísu svolítið á þolinmæðina, þegar framfaramálin þokast áleiðis á hraða snigilsins, en þá er bara að bfta á jaxlinn, bretta upp ermamar og halda áfram að ýta. Sumir virtust misskilja bókarheitið Síðustu forvöð, sem ég nefndi áðan: þeir ályktuðu ranglega, að ég væri að spá því, þetta var árið 1995, að efnahagslífið í landinu væri á Ieiðinni norður og niður. Ég hef þó aldrei litið svo á, heldur þvert á móti sagt og skrifað, að lýð- ræðisþjóðir fari sér næstum aldrei að voða. Og við búum við lýð- ræði á Islandi, þótt það haltri að vísu af völdum ranglátrar kjör- dæmaskipanar. Heltið mun að vísu minnka svolítið eftir næstu al- þingiskosningar, en það hverfur ekki, fjarri því. Kjördæmabreyting- ar á Islandi eiga það sammerkt með flestum öðrunt brýnum umbót- um, að þær koma nær alltaf of seint og ganga of skammt af tillits- semi eða ótta við varðmenn óbreytts ástands. Tímabundin upp- sveifla í efnahagslífi lands eins og gerðist hér heima árin 1996-2000 breytir í sjálfri sér engu um hagvaxtargetu þjóðarbúsins til langs tíma litið: hér er um tvö nær óskyld fyrirbæri að tefla. Uppsveifla getur þvert á móti dregið úr hagvaxtargetunni til langframa, einkum ef hún er knúin áfram með erlendum lántökum og leiðir til verð- bólgu og dregur auk þess úr áhuga almennings og stjómvalda á um- bótum, sem myndu styrkja undirstöður efnahagslífsins og hagvaxt- argetuna til langs tíma litið. Þannig sýnist mér uppsveiflan 1996- 2000 hafa hægt á þeim umbótum, sem áttu sér stað árin næst á und- an, en þau ár gerði langvarandi stöðnun atvinnulífsins allar götur frá 1987 sitt til að sannfæra menn um nauðsyn þess að ráðast í mikil- vægar skipulagsbreytingar. Fjármagnsflutningar að og frá landinu voru gefnir frjálsir á þeim ámm, og Islendingar gerðust aðilar að EES-samningnum. Niðursveiflan í efnahagslífmu síðustu misseri hefur með líku lagi gert sitt til að sannfæra stjórnvöld um nauðsyn þess að koma ríkisbönkunum nú loksins í einkaeign. John Maynard Keynes sagði að athafnir og afstaða ráðamanna vœri lítið annað en afsprengi hugmyndafrœðinga sem voru upp á sittbesta nokkrum árum áður. Friedrich Hayek kallaði ráðamenn „sölumenn notaðra hugmynda“. Að live rniklu leyti finnst þér efnahagsumrœðan síðustu tuttugu árin hafa skilað sérinn í efna- hagsstjórnunina hér á landi? Hvar hefur vel til tekist og livaða umrœða og hugmyndir hafa ekki náð verðskuldaðri atliygli? s Eg tel umræðuna hafa borið dágóðan árangur, þegar á heildina er litið. Ég tel íslenzka hagfræðinga því hafa gert talsvert gagn eftir á að hyggja, en þó minna gagn en við hefðum getað gert eða helzt kosið sjálfir. Þessu veldur meðal annars viðvarandi slagsíða í skólakerli landsins og raunar Evrópu allrar. Hagfræði lesa þeir ein- ir, sem ætla sér að verða hagfræðingar eða viðskiptafræðingar. Ég er þeirrar skoðunar, að hagfræði ætti að vera snar þáttur í námsefni framhaldsskóla til jafns við til að mynda eðlisfræði og efnafræði. Svo er ekki nú. Ur þessu er brýnt að bæta. Ekki vantar áhugann meðal æskufólks, ef reynsla Bandaríkjamanna er höfð til marks, því að þar í landi eiga háskólanemar við átján ára aldur kost á að kynnast undirstöðum hagfræðinnar, og yfirgnæfandi hluti þeirra tekur boðinu fegins hendi. Hagfræði er eða getur að minnsta kosti verið ofboðslega skemmtileg námsgrein, ef menn hafa á annað borð áhuga á lífinu í kringum sig. Umburðarlyndi almennings á íslandi gagnvait margvíslegri verðmætasóun, sem hefur viðgengizt hér all- an lýðveldistímann og lengur og íþyngt þjóðinni mjög, hefur verið meira en það hefði verið, ef næg hagfræði væri kennd í framhalds- skólum. Andstaða gegn frjálsri verzlun stafar yfirleitt af því, að menn skilja ekki til fulls þau rösklega 200 ára gömlu rök, sem liggja að baki frí- verzlunarhugmyndinni. Ef venjulegt fólk hefði fengið tækifæri í skóla til að tileinka sér grundvallaratriði alþjóðaviðskiptafræðinnar, þá myndi lífseig tortryggni gegn viðskiptafrelsi sem almennri við- miðun í hagstjóm hverfa nánast eins og dögg fyrir sólu nema nátt- úrulega í hópi þeirra, sem hafa beinan hag af viðskiptahömlum. Við hefðum þá gengið fyrr inn i' EFTA en við gerðuin, að ég held, og við væmm lengra komin áleiðis inn í Evrópusambandið, því að höf- uðrökin fyrir aðild að því eru viðskiptarök. Eigi að síður leikur eng- inn vafi á því í mínum huga, að íslenzkt efnahagslíf hefur í ýmsum greinum tekið miklum framförum á síðustu ámm, og hagfræðingar Iandsins eiga ýmsir talsverðan þátt í því, bæði embættishagfræðing- ar innan stjómkerfisins og aðrir, sem hafa tekið sér stöðu annars staðar í framleiðslukeðjunni, fjær vettvangi stjómmálanna. Þjóð- hagsstofriun gerði til að mynda mikið gagn um sína daga undir for- ustu Jóns Sigurðssonar og síðan Þórðar Friðjónssonar. Það var í mínum augum skemmdarverk að leggja stofnunina niður íyrr á þessu ári og tvístra starfsliði hennar. Faðir þinn Gylfi F. Gíslason er hámenntaður hagfrœðingur sem kenndi lengi við niennta- og háskóla landsins og skrifaði margar bœkur um viðskipti og hagfrœðileg efni. Hann var um langt skeið bœði menntamála- og viðskiptaráðlierra, ásamt því að vera for- maður Alþýðuflokksins frá 1968 til 1974 og hefur þannig haftgíf- urleg áhrif á þróun menntamála og viðskiptalífsins á Islandi. Að hve miklu leyti hefur hann haft álirif á feril þinn sem hagfrœð- ingur og hugmyndafrœðingur? Um það verða aðrir að dæma. Eitt er víst: hann hefur aldrei reynt að hafa áhrif á skoðanir mínar. Hitt er jafnvíst, að við höfum talað mikið santan um dagana og erum enn að - og þá ekki aðeins um hagfræði og stjómmál, heldur bókstaflega um allt milli himins og jarðar. Okkur hefur alla tíð lynt ákaflega vel, og hugðar- efnum okkar helur svipað mjög saman. Ég hlaut að vísu uppeldi mitt sem hagfræðingur á Bretlandi og í Bandaríkjunum, hann er þýzkmenntaður. Ég hef haldið mig víðs fjarri vettvangi stjómmál- anna, hann var stjómmálamaður drjúgan hluta starfsævinnar. Af þessu kann að hafa leitt svolítið ólíkar áherzlur, en upplagið er áþekkt, þykist ég vita. Hugmyndir mínar um réttlæti og ranglæti hef ég frá foreldrum mínum báðum, býst ég við, og foreldrum þeirra. Afar mínir skiptu sér báðir af stjórnmálum: annar var skáld og rit- stjóri og samherji Hannesar Hafstein og skrifaði mikið um stjórn- mál og margt annað, en hætti stjómmálaafskiptum skömmu eftir að núverandi flokkaskipan var sett á laggimar; hinn var læknir og sat á þingi í nokkur ár fyrir Alþýðuflokkinn. Ég var kominn á fertugsaldur og hafði starfað erlendis í nær ára- tug, þegar ég flutti heim til lslands árið 1983, eins og ég sagði áðan, og þá urðum við faðir minn starfsbræður í viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla Islands, en þá deild byggði hann upp frá gmnni á sín- um tíma ásamt Olafi Björnssyni. Fáeinum árum eftir heimkomu mína hætti Gylfi í Háskólanum fyrir aldurs sakir, svo að samstarfs- ár okkar þar urðu ekki mörg. Eftir að þú laukst doktorsprófi við Princetonháskólann árið 1976 þá starfaðir þá um fimm ára skeið sem hagfrœðingur við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn í Washington. Hvað lœrðir þá af þeirri vist? 26

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.