Vísbending


Vísbending - 20.12.2002, Qupperneq 31

Vísbending - 20.12.2002, Qupperneq 31
VISBENDING hyggju 40 árum of seint eða þar um bil. Nú eru enn önnur 40 ár lið- in, og mér fmnst eðlilegt að líta svo á, að tími virkjana og orkufreks iðnaðar sé liðinn í okkar heimshluta. Suma hluti gera menn annað- hvort á réttum tíma - í samræmi við kall og kröfur tímans - eða Iáta þá eiga sig. Við hlupum yfir jámbrautarlagningu um Suðurland og norður yfir heiðar, þegar hún var tímabær, og engum dettur í hug að reyna að bæta skaðann nú, ef það var þá skaðlegt að hlaupa yfir þenn- an áfanga í iðnþróun landsins, með því að leggja jámbrautir á okkar dögum: það er einfaldlega of seint. Með líku lagi tel ég, að nú sé of seint í rassinn gripið í orkumálun- urn: það em of mikil áhöld um hagkvæmnina, og nútíminn gerir aðr- ar og meiri kröfur í umhverfismálum en gert var fyrir hálfri öld. Auk þess er Landsvirkjun öðmm þræði pólitískt fyrirtæki nú orðið, og þá er ég ekki aðeins að tala um yfirstjóm íyrirtækisins, heldur einnig yfir- bragð framkvæmdastjómarinnar. Það er nú orðið þannig, að menn hafa ástæðu til að velta því fyrir sér, hvort Landsvirkjun sé í aðra röndina orðin að ffamlengdum armi byggðastefnunntu- með svipuð- urn hætti og ríkisbankamir hafa löngum verið og ýmis rfidsfyrirtæki. Reynslan varðar veginn: þegar fyrirhuguðum virkjunarframkvæmd- unt er lýst sem mesta hagsmunamáli tiltekins byggðarlags um margra áratuga skeið, þá ættu skattgreiðendur - og orkunotendur! - að grípa um veskið sitt. Vandinn hér er sá, sýnist mér, að við höfum vanrækt menntamál. Ef við hefðum hugsað meira um menntun fólksins í landinu, þá stæð- um við ekki í þessum sporunt nú: þá væri landsbyggðin nú full af fyrirtækjum, þar sem góður og vel menntaður vinnukraftur með góð laun væri í óðaönn að búa til hugbúnað handa heimsbyggðinni og þess háttar. Þá þyrftu byggðarlögin ekki að bíða eftir bjargráðum að sunnan: jarðgöngum hér, virkjunum þar og þannig áfram. Við þurf- um að hætta að einblína á göng og vegi, virkjanir og brýr sem allra meina bót á landsbyggðinni. Mér finnst við ættum heldur að keppa að þvf að efla menntun fólksins sem allra mest, og þá kemur fjöl- breytt og öflugt atvinnulíf af sjálfu sér. Það er bezta byggðastefnan. Enn sem áður skipa hagfrœðingar sér ífylkingar og virðast varla sammála um nokkurn skapaðan lilut. Hvar stendur hagfrœði sem frœðigrein núna? Hagfræði stendur vel sem fræðigrein og greiningartæki; ég fer ekki ofan af því. Hún ber af öðrum félagsvísindum að því leyti, að hún hefur í miklu ríkari mæli en þau tekið tölfræði og stærðfræði í þjónustu sína. Aðrir félagsvísindamenn hafa auðvitað tekið eftir þessu og freista þess nú að feta svipaða slóð, einkum stjómmálafTæð- ingar. Hitt er rétt, að hagfræðingum gengur misvel að halda mörgum kylfurn á lofti í einu og halda hagfræði aðgreindri frá einkaskoðunum sínum. Hvaða hagfrœðilegu vaiidamál er brýnast að leysa á komandi ánimfyrir heimsbyggðina og afhverju? Eitt skiptir meira máli en næstum allt annað eftir mínu höfði, og það er ör hagvöxtur urn heiminn í skjóli skynsamlegrar hag- stjómar og góðs hagskipulags. Höfuðvandi heimsins er þrúgandi fá- tækt og fáfræði. Þetla á auðvitað í fyrsta lagi við unt fátækrarflci þriðja heimsins, en einnig að nokkm leyti um allsnægtaþjóðfélögin í okkar heimshluta. Ör hagvöxtur, góð hagstjóm og gott hagskipulag - það er heilbrigður markaðsbúskapur - em eina færa leiðin út úr vand- anum, en hagvöxtur er samt engin allsherjarlausn, engin allra meina bót, því að ömm vexti þarf að fylgja sanngjöm skipting ávaxtanna milli þjóðfélagsþegnanna. Misskipting getur sundrað samfélagsfriðn- um og spillt hagvextinum með því móti. Það hefur orðið bylting í hagvaxtarfræðum síðast liðin 15-20 ár. Fram að þeim tíma litu hagvaxtarfræðingar yfirleitt svo á, að hag- vöxtur sprytti fyrst og fremst af tækniframförum. Þessi hugmynd var reist á glæsilegri kenningu, sem Robert Solow var að verðleikum sæmdur Nóbelsverðlaunum fyrir á sínum tíma, og hún rann eins og rauður þráður í gegnunt alla hagvaxtarfræði í heilan mannsaldur fram undir 1990. Um það leyti kom það á daginn, að menn höfðu túlkað gömlu hagvaxtarfræði Solows of þröngt, og þá rann það upp fyrir hagfræðingum, að hægt væri að túlka gömlu kenninguna með öðrum hætti og fella að nýrri og víðfeðmari kenningum um hagvöxt. Niður- staðan varð sú, þegar öllu var á botninn hvolft, að hagræðing - það er aukin hagkvæmni í hvaða mynd sem er - geti ekki síður en tækni- framfarir knúið hagvöxtinn áfram yfir löng tímabil. Þetta var bylting eins og þær gerast beztar í vísindum. Þetta sjónarhom gerir mönnurn kleift að leysa hagvöxtinn úr viðjum tækninnar og byggja brýr til ýmissa átta, til dæmis til að skoða og skýra sambandið á milli hag- stjómar og hagvaxtar, því að efnahagsumbætur, sem auka hag- kværnni í búskap þjóðanna, korna í sama stað niður og tæknifram- farir og örva því hagvöxtinn. Þessum augum lítur nýja hagvaxtar- fræðin einnig sambandið á milli hagvaxtar og erlendra viðskipta, verðbólgu, einkavæðingar, menntunar, náttúmauðlinda og atvinnu- leysis, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Það er hægt að lýsa höfuð- inntaki nýju hagvaxtarfræðinnar með einni setningu: Allt, sem eykur hagkvæmni, eykur einnig hagvöxt til langs tíma litið. Þetta vissu menn ekki fyrir. Og þó: það er ekki alveg rétt, því að Adam Smith skildi þetta og einnig Alfred Marshall, sem ég nefndi líka lýrr í þessu spjalli - þeirn dugði dómgreindin og innsæið til að átta sig á því út- reikningalaust, að þannig hlaut þetta að vera. Og þannig er það. Að lokum, hver œttu að vera mikilvœgustu verkefnin í efnahags- stjórnun landsins nœstu tíu árin og hvaða árangri er hœgt að ná? Skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar 1999 lýsti ég þeirri skoð- un í Vísbendingu, að nýrrar ríkisstjómar biðu þrjú brýn verk í efnahags- og utanríkismálum: hún þyrfti að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu, hetja innheimtu veiðigjalds og koma ríkisbönkunum í einkaeign. Hvað hefur gerzt? Utanríkisráðherra hef- ur skipt um skoðun í Evrópumálinu og virðist nú líklegur til að beita sér fýrir umsókn um aðild á næsta kjörtímabili. Það lofar góðu. Báð- ir stjómarflokkamir em búnir að setja veiðigjald á stefnuskrá sína og leiða í landslög, þótt við eigurn enn eftir að þjarka svolítið um verð- ið. Og ríkisstjómin em einnig búin að taka stórt skref í átt að einka- væðingu ríkisbankanna. Þetta kalla ég nokkuð gott, þótt við séurn ekki enn komin á leiðarenda. Við sjáum til lands. Mikilvægasta verkefnið næstu árin er að minni hyggju að halda áfram á þeirri braut, sem búið er að ntarka: reyna að rétta og styrkja innviði hagkerfisins og auka hagkvæmni og samkeppni á ýmsum sviðurn til að treysta hagvöxtinn til langs tíma litið. Aukin viðskipti við útlönd em einn lykillinn að batnandi lífkjömm í litlu landi - og lífsnauðsynleg í ljósi þeirra erlendu skulda, sem þjóðin er búin að steypa sér í. Það er ekki sízt í þessu skyni nauðsynlegt að koma fisk- veiðistjóminni í varanlegt horf með vel útfærðu veiðigjaldi, sem rnyndi auk annars auðvelda okkur inngöngu í Evrópusambandið, því að við gætum boðið öðmm aðildarþjóðunt aðgang að uppboðsntark- aði fyrir aflakvóta og sloppið þannig undan óskurn þeirra eftir að- gangi að fiskimiðunum. Við þurfum einnig að gera róttækar skipu- lagsbreytingar - umbera meiri markaðsbúskap! - í menntamálum og heilbrigðismálum til að tryggja nægt fé til þessara ntikilvægu mála- tlokka. Mannauðurinn er dýrmætasta auðlind hvers lands. Þess vegna gegna menntun, menning og heilbrigði lykilhlutverki í efnahags- lífinu. 31

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.