Vísbending


Vísbending - 20.12.2002, Síða 38

Vísbending - 20.12.2002, Síða 38
VISBENDING bending væri tímaskekkja. Upphaflega var hugmynd mín sú að skrúfa næstum alveg fyrir hagfræðiumíjöllun og fjalla næstum eingöngu um viðskipti enda taldi ég mig ólíkt betur í stakk búinn til þess. Eg taldi þó skynsamlegast að reyna að sigla milli skers og báru á markaðinum og taka upp umræðuefni sem þörfnuðust ítarlegri umfjöllunar og mikilvæg mál sem orðið hefðu útundan. Ég held að það hafi stundum tekist nokkuð vel. Þegar útgáfa íslensks at- vinnulífs, sent fólst í greining- um á einstökum fyrirtækjum, var orðin nokkuð grisjótt bauðst ég til þess að taka yfír þá útgáfu í byrjun árs 2000 enda taldi ég það henta ágæt- lega, vegna þess hve Vísbend- ingarformið er knappt, að gefa út aukablöð sem fjölluðu um ákveðinn markað eða afmörk- uð efni. Þar með var útgáfa Vísbendingar orðin ekki ósvip- uð og hún var í upphafi en þá var geftð út aukablað með hag- tölum. Reyndar ætlaði ég mér aldrei að sitja lengi í ritstjórastólnum þar sem ég hafði hug á að flytj- ast til útlanda árið 2000. Ég fékk hins vegar þá hugmynd að ég gæti vel ritstýrt Vísbend- ingu að utan þar sem það væri tæknilega mögulegt og að- gangur að upplýsingaveitum nægilegur. Útgefandinn taldi það af og frá en samþykkti loks með semingi að prófa það til reynslu í skamman tíma. Það reynslutímabil hefur meira og minna verið síðustu þrjú ár og Vísbending hefur síðan verið skrifuð í þremur öðrurn Evrópulöndum. Þetta tímabil verður sennilega kallað út- rásartímabilið í sögu Vísbendingar í takt við tíðarandann í viðskiptasögu íslands. Hvaða atburðir eða málefni risu hœst í viðskipta- og efnahagsumrœðunni? Ákveðið brjálæði var hlaupið á menn á þessum tíma, hálfgerður múgæsingur, þar sem mat á verðmæti fyrirtækja var komið úr öllu samhengi og menn töluðu um „nýtt hagkerfi“ sem lausn allra vandamála. Að- alverkefnið var að ráðast á margar þær mýtur í viðskiptum og efnahagsmálum sem höfðu skapast í kringum þessa tíma en það hefur komið í Ijós að það voru orð í tíma töluð. Fékkstu einhverjar athugasemdir við störf þín? Mér var fljótlega hótað málssókn fyrir að gefa í skyn að ákveðnir viðskipta- menn væru eigendur að skemmtistað þar sem konur hefðu að atvinnu að fækka fötum en slíkir staðir voru þá að komast í tísku. Ég benti á að það myndi hafa í för með sér mikla kjarabót fyrir íslenska karlmenn að þeir kæmu inn í Eyþór Ivar Jónsson. þessa atvinnugrein. Þetta fannst þeim ekki fyndið. I byrjun árs 2000 barst útgefanda bréf frá prófessor við Háskóla íslands þar sem farið var fram á að ritstjóranum yrði sagt upp störfum, ekki þó fyrir eig- in skrif heldur fyrir að hafa birt grein eftir annan hagfræðing sem gagnrýndi störf þess fyrri. Bréfið var einstaklega ófyrirleitið á margan hátt svo að ég bauð bréfritara að birta það óbreytt í Vísbendingu. Hann þáði ekki boðið og hefur ekki skrifað f blaðið síðan. I lok árs 2000 skrifaði ég í greiningu á rekstri á Eimskipum og Flugleiðum að áhrif þeirra myndu fara jafnt og þétt minnkandi í íslensku atvinnulífi. Þetta fannst mér í sjálfu sér augljós ályktun og ekki mikið fréttaefni. Hins vegar tók fréttastofa Stöðvar 2 þetta mál upp og tengdi þessi orð við Benedikt, sem þá hafði nýverið tekið sæti í stjórn Eim- skipa, og fannst það jafnframt „fyndið“ þegar hann sagðist ekki hafa lesið þessa greiningu áður en hún kom út. Frétta- mennirnir hafa sennilega ekki áttað sig á hvað þeir voru óbeint að saka Bene- dikt um þar sem hann er innherji hjá Eimskipum. Benedikt las hins vegar ekki þennan texta fyrir út- gáfu frekar en annan texta en það mátti vera ljóst sér í lagi þar sem þarna var um að ræða greiningu á fyrirtæki sem hann tengdist. Ég held að slíkt sjálfstæði Vísbend- ingar hafi alltaf verið eitt af aðalmarkmiðum þeirra sem hafa ritstýrt blaðinu og er óhætt að segja að það hafi ekki verið farið einhverjum sérstökum vettlingatökum um fyrirtæki sem tengjast Talnakönnun með einum eða öðrum hætti. Reyndar fór þessi hagsmunatengslaum- ræða einhvern tímann svo í taugarnar á mér að ég skrif- aði grein um samsæriskenn- ingar sem endaði á orðunum: „En það skal þó haft í huga að það sem hér er ritað getur vissulega verið hluti af víð- tæku og vel ígrunduðu sam- særi þar sem ritstjórinn er leir í höndum kolkrabbans." Hvernig hefur „ Vísbending“ reynst þér sem skóli? Ég læri best með því að skrifa og þess vegna liafa síðustu fjögur ár verið gífurlega lærdómsrík enda grein- arnar orðnar vel á fjórða hundrað. Það fer líka ótrúlegur tími í að setja sig inn í málefni svo hægt sé að fjalla um þau á þeim vísindalega grunni sem alla tíð hefur einkennt Vísbendingu. Ég hef líka haft aðstöðu til og verið óhræddur við að leita til helstu sérfræðinga landsins í þeint málefnum sem ég fjalla um hverju sinni sem hefur gefið mér innblástur og vafalaust betrumbætt umfjöllunina. Einnig hef ég fengið marga þeirra til að skrifa athyglisverðar greinar. Vísbend- ing hefur vissulega verið góður skóli og ferðafélagi fyrir mig en það er þó mikil- vægast að blaðið sé góður skóli fyrir lesendur. 38

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.