Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1951, Side 20

Frjáls verslun - 01.10.1951, Side 20
Kristjún Ólafsson Skag- fjör'8 stórkaupmaður and- aðist 26. sept. s. 1. Hann var fæddur 11. okt. 1883 í Flatey í Breiðafirði, son- ur hjónanna Ólafs Krist- jánssonar Skagfjörð verzl- i narstjóra og Jóhönnu Haf- liðadóttur, konu hans, ætt- aðri frá Svefneyjum. Hann byrjaði ungur að stunda rerzlunarstörf, bæði í Flatey og á Patreksfirði, og dvaldist þar fram undir þrítugsaldur. Þá tók hann sig upp frá æskustöðvum og hélt til Englands. Stundaði hann nám við verzlunarskóla í London og lauk námi 1913. Eftir það starfaði hann um skeið hjá brezkum verzlunarfyrirtækjum. Árið 1916 hvarf hann heim til íslands og stofnsetti umboðs- og heildverzlun þá, er hann starfrækti jafnan síðan. Kristján lét sig félags-og íþróttamál miklu skipta, og var hann fyrir löngu orðinn þjóðkunnur maður fyrir afskipti sín af Ferðafélagi íslands og Skíðafélagi Reykj'avikur. Má fullyrða, að bæði þessi félög eigi vöxt sinn og viðgang frábærum dugnaði og ósér- hlífni Kristjáns að þakka. Sjálfur notaði hann hvert tækifæri sem gafst til þess að njóta hins heilnæma útilofts, hvort heldur var í göngu- eða skíðaferðum. Kristján var maður þéttur á velli, fríður sínum og drengilegur. Hann var yfirlætislaus, en þó manna höfðinglegastur í framgöngu. Báru allir til hans ótak- markað traust, er honum kynntust. Kvæntur var hann Emilíu Hjörtþórsdóttur, verzlun- armanns á Eyrarbakka, er lifir mann sinn, og áttu þau eina dóttur barna. Jóhannes Gunnarsson kaupma'ður í Hafnarfirði and- aðist 28. sept. síðastl. Guðni Jóhannes Gunnarsson, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur í Vopnafirði 8. nóv. 1903, sonur hjónanna Gunnars Árnasonar skó- smiðs og kaupmanns og Hólmfríðar Hjartardóttur konu hans. Ungur að aldri flutt- ist hann með foreldrum sín- um til Keflavíkur og ólst þar upp. Vorið 1923 útskrif- aðist hann úr Flensborgar- skólanum, en stundaði eft- ir það einn vetur nám í Verzlunarskólanum. Vefn- aðarvöruverzlun selti hann á stofn í Hafnarfirði 1928 í félagi við tengdaföður sinn, sem þeir starfræktu saman um skeið, en Jóhann- es varð þó brátt einkaeigandi hennar. Það var niikið áræði fyrir félítinn og reynslulaus- an mann að stofna sérverzlun í ekki fólksfleiri stað en Hafnarfjörður var á þeim tíma. Verzlun Jóhann- esar dafnaði öruggum skrefum, enda vann hann öll- um stundum sjólfur við verzlunina og hlífði sér hvergi. Jóhannes var maður glaður og ljúfur í viðmóti, dug- legur og árvakur og prúðmenni hið meeta. Kvæntur var hann Sigurveigu Steingrímsdóttur, Torfasonar kauj)manns í Hafnarfirði, sem lifir mann sinn, og áttu þau fimm börn. Eggert Jónsson úlgerðar- mabur frá Nautabúi and- aðist 28. sept. s.l. Fæddur var hann 16. marz 1890 í Sölvanesi í Lýtingsstaðahr. í Skagafirði. Voru foreldr- ar hans þau hjónin Sólveig Eggertídóttir, Jónssonar prests á Mælifelli, og Jón Pétursson bóndi á Nauta- búi og síðar í Evhildar- holti í Skagafirði. Eggert stundaði nám við Verzlun- arskóla íslands og lauk þaðan prófi 1910, tvítugur að aldri. Hóf hann strax verzlunarstörf að námi loknu, 144 FRJÁ.LS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.