Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 2
Gunnar Gunnarsson: Ríkið í miðið Einhver hinn gagnmenntaðasti maður sem sögur fara af, djúpsær og langslcyggn svo af bar, þýzki skáldjöfurinn Johann Wolfgang Goethe, var eitt sinn að því spurður, hverja þýðing aðrir menn, fólkið í kringum hann, almúginn, hefði haft fyrir hann, og svaraði hann því eindregið og afdráttarlaust: „Þeir voru mér allt í ölhi“. Þannig hugsar, finnur til og talar af einlægni hjartans mannvinur, sem um leið er mannvitr- ingur, og þó meira: alheimsvitundur, maður sem á sér guðdómsgneistann sílýsandi í blóði og taugum, veit sig samstilltan, samábyrgan, sam- Gunnar Gunnarsson. sekan gervöllu mannkyni, heimskringlu og höf- uðskepnunum öllum með tölu. Orð af því tagi mættu vel lifa þegar önnur ummæli skáldsins góða eru gengin fyrir ættern- isstapa. fjartíðar og gleymsku, enda þótt oft og tíðum meitluð í minnisverðar setningar eða felld fagurlega í stuðla. Vonandi á það sér langan aldur. Svarið ógleymanlega er sem sé ekki neitt einkasvar. Það er runnið af rótum kynstofnsins, þýzkt svo um munar: samábyrgð hvernig sem veltur og hvað sem á bjátar, lofsverð og allt að því yfirmannleg þegar andinn mikli fær að ráða — sem of sjaldan vill verða; himingnæf í göfugri tónlist, heimspeki og háleitum skáldtöfrum; en nái hið illa undirtökunum, komizt Kölskþ með í spilið svo að betri hluti þjóðarinnar fái ekki við ráðið getur samheldnin, samábyrgðin snúizt í glæfraleik og orðið djöfulleg, sem raun gefur vitni. Sjálfur hefur Goethe skálda bezt Jýst skylmingabrögoum góðs og ills. Höfuðrit hans, Fást, fjallar varla um annað. Fjallar um hvað af því hlýzt, að gera sér leik að því að losa Fenrisúlf girndar og græðgi úr böndum, fórna mannlegum tilfinningum og heiðarleik á stalli valds og vegsemdar, vel að merkja sýndarvalds og sýndarvegsemdar. Vald og vegsemd hjarta og hugar sem sé annarrar tegundar, er af Guði gefið og þegið, og engum til miska. Þjóðverjar eiga sér þá einstöðu, að þeim hefur lengi verið þjappað saman á landspildu í miðri Norðurálfu, fagurt land, með afbrigðum fjöl- breytilegt og flestum kostum búið, sums staðar sér ekki út yfir akurlendið, en inn á milli víð- feðmir nytjaskógar, vínekrur upp og ofan enda- lausar dalbrekkur að lygnum fljótum, skipgeng-. um til hægðarauka, og sjaldan langt til fjalla, þekk bóndabýli á víð og dreif um unaðsdali, umleikna léttum andvara hálendisins. Eru þá ónefndar borgir, oft fagurlega settar og auðugar af öndvegisstórhýsum og háreistum tumum, 102 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.