Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 14
FisJclappi við hjallinn sinn. — Teno-áin. heimspeking og ungverskum háskólakennara, þeir gátu ekki yfirgefið hið hreinhjartaða fólk eða tigna ró norðursins. Þeir lærðu mál Lapp- anna og dýranna. Vildu ekki skipta við neinn jarðaíbúa. Þegar ég sneri heimleiðis, þá fylgdu mér yngstu börn hreinakóngsins Thuri á leið, reru með rnig yfir vatnið, hrímkaldan morgun, og kvöddu mig á lappavísu; þannig, að leggja hönd að' hjarta- stað og óska jriðar. „Duben“ sagði Atti og rétti mér beinskeptan lappahníf að gjöf. „Duben“ sagði Aikia og rétti mér haglega skorna skeið með 4 hringum (merkir éilífa vin- áttu í allar áttir). Hún sagði: „Mér finnst skóg- urinn litlaus, þegar þú ert farinn, ég skal skrifa þér, þó ég sé óvön að skrifa. Velkominn aftur stóri Islendingur“. Bréf Aikiu eru elskuleg og saklaus eins og hún er sjálf, og skrifuð á blendingsmáli norsku og sænsku. Birti ég hér tvö þeirra. Inari, Lapplandi, 14. nóv. 1953. Kæra tröll á Islandi! Við söknum þín öll, og hreinhundurinn mirin líka, hann þefar oft af skinnpokanum, sein þú svafst í, og stundum sezt hann undxr tréð' á hólnum og gólar vestur yfir vatn. Sosolo var ekki skapgóð eftir að þú fórst, lienni þykir svo gaman að gestunum, sem eru eins og þú. Við tókuni upp netin skömmu seinna, því pabbi bjóst við, að vatnið myndi leggja, við veiddum vel á staðnum, sem þú fannst út í vatn- inu og bleikjan var þar svo stór. Allir kaggar voru orðnir fullir. Það var íarið burt með (seld) svo mörg hreindýr í ár, að fáir geta talið svo hátt, þetta var gert af því að Labba völvan sagði að það myndi verða harður vetur, hún hefur oft sett pottinn á hlóðirnar í haust (.seyður), því margir hafa spurt hana. Eitt sinn sagði hún, að Amul muni festa sér brúði í vetur. — Eg held að hún fari nærri um það síðan við vorurn í rétt- unum í haust. — Hún hefur farið upp í Kleifar með offur og lagt á gömlu steinana, sem þú myndaðir, og tromman hennar hefur stundum verið barin, þegar tunglið' er kringlótt. — Þá er hún að tala við andana og spyrja frétta, hvort Stalo og Luttak hafi nokkuð illt í huga (Stalo og Luttak sama og djöflar hjá okkur). Stundum hef ég beðið LÖBBU að leita frétta frá Islandi, en hún er þá þögul og horfir undar- lega út undan sér. Það er aldrei víst, hvert hún horfir á rnenn eða út í buskann. Þega.r snjórinn kom, þá fórum við að temja hvíta hreininn, sem bræðurnir gáfu mér. Hann var voðalega baldinn og velti stundum okkur öllum og sleit aktygin, en að lokum gátum við spennt hann fyrir nýja sleðann minn og ekið eins og austanvindurinn fram dah Þá hefðir þú átt að vera kominn. Allir segja, að hann sé 'frá- asti unghreinninn hér við vatnið. Eg kalla hann Austanvind og hef bundið á rnilli horna hans silfurbjöllu, sem bjarndýraskyttan gaf mér þeg- ar ég varð 19 ára. Annars striðir hann mér alltaf, og segir, að ég sé klauíi að aka. Stundunx langar mig til að slá hann með ól. Það kornu fjöldamargir Koltlappar að austan (frá Kolaskaga), án þess að hafa nokkur hrein- dýr með sér, þeir búa. nú við Tvalo og eru hryggir. Pabbi segir að þeir hafi verið rændir og sumir settir í vinnugiroingar af því að horfið hafi rússneskir sýslumenn þar. Konur Kolt-lapp- anna kunna ýmislegt, sem við kunnum ekki — þær vefa betur og sauma svo falíega skó. Niia, einsetumaðurinn, er nú lasinn, en hann vill ekki láta flytja sig frá éyjunni. Eg held að hann deyi bráðurn; enginn veit hvað hann er 114 IUIJALS VIOUZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.