Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 15
gamall, hann hefur hugsað svo mikið og talað svo lítið. Geiturnar hans eru hjá okkur, en við Atti förum með mjólk og ost til hans, annars borðar hann sem áður þurrar rætur. Hann er nú bara bein og skinn og augun horfin inn í höfuðið. Eg þarf ekki að ganga í skóla í vetur, en á að lijálpa Sosolo við borðhaldið og að verka skinji. Eg hlakka til jólanna, því þá byrja ferð- irnar. Við ætlum að hafa veizlu, miklu fleira fólk en í réttaveizlunni; við höfum gert öl, og reykt mikið af hreindýrakjöti. I veizlunni á ég að bera silfurdjásn hennar móður minnar sáluðu í fyrsta sinn, en Atti verður í búningi, sem er dæmalaust skrautlegur. Eg veit að hann verður montinn eins og Kurorga (trana). Amul er ekki að hugsa um búninga, en hann á nú mörg hrein- dýr og er oftast hjá þeim uppi í fjalli. Forystu- dýrið hans, hún Muvno, er ótrúlega viturt og ratvíst. Svo, áður en jólin koma, þá fer ég með pabba og fóstru til Rovaniemi í fyrsta sinn, við förum í stóra áætlunarferðabílnum, ef fært verður; það er ennþá lítill snjór þar. Ég fer nú að -hætta þessu ljóta pári. Sosolo hefur hjálpað mér svolítið, en ekki mikið. Allir biðja þér hjartanlega frið'ar og' ég segi eins og Niia igamli: Þeir gleymast ei, sem geymdir eru í góðu hjarta. Þín Htla og einlæga Aikia. (E. S.) Eins og við hétum hvort öðru, þá horfi ég oft á pólstjörnuna og drekamerkið, svo að augu okkar mætist uppi í himninum, þegar stjörnurnar sjást svo skærar á kvöldin. Ivallo, Lapplandi, janúar 1954. Kæra tröll! Þakka þér ósköp mikið fyrir bréfið og mynd- irnar, litlu drengirnir þínir eru alveg eins og við í Koltunum okkar (lappakul‘1) og hún dóttir þín er svo stór, bara 10 ára! Og þú segir, að son- ur þinn sé miklu hærri en þú sjálfur. Eru eintóm tröll á íslandi? Við' sjáum stundum stóra sænska menn við ána og til Ivallo leoma stundum svona risar. Eg er nú hér að læra að sauma á vél, sem er stigin með fótunum. Mér þótti ekki gaman að fara að heiman og hefði heldur farið að ferð- ast með ættinni til Kargasniemi. Hann vinur þinn bauð okkur heim til sólarhátíðar og svo líka Eisklöppunum úr dalnum. Aika oy Atti við gerðið á hólunum. Jólin voru svo hátíðleg, að Sosolo sagðist ekki muna annað eins, það komu svo margir gestir, að sleðahreinarnir þeirra fylltu stóra gerðið á hólnum. Margir voru með fallega sleða. og silfur- slegin aktygi. Veizlan stóð í 3 daga og þá var jafnvel pabbi orðinn sifjaður. Við höfðum kapp- akstur á vatninu, því að ísinn var með hjarni. Hann „Austanvindur" minn sigraði í unghreina- keppninni og ég fékk fallegan feld fyrir sleðann minn. Mig langar til að keppa í allsherjarkeppn- inni, en pabbi og Atti segja að við „Austanvind- ur“ séum of ung. Þú segir, að jólin hafi verið góð á íslandi og ég sé á myndinni, að margt er fallegt í stofunni þinni, en ég held að þú og ætt þín hefði g'aman af að halda jól í Lapplandi einu sinni, og aka með okkur í skóginn og á vötnunum. Atti gæti kennt drengjunum þínum að kasta snöru og leggja gildrur, og ég skyldi kenna dóttur þinni að sauma í skinn. Sosolo myndi framreiða það bezta, sem til er í búrinu. Þú manst hvað pabbi sagði við þig, þegar hann kvaddi þig: („Kom þú aftur, mitt hús er þitt ■hús!), en ef til vill er erfitt að fara yfir hafið á veturna? Fyrst á nýja árinu vorum við sorgbitin, því FIiJÁl.S VEHZLUN 115

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.