Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 21
I Nígeríu þykir íslenzka skreiöin herramannsmatur Spjallað við Pál B. Melsted, stórkaupmann Útþráin hefur löngum verið' íslendingum í blóð borin. Þeir hafa frá fornu fari borið í brjósti löngun til að kanna ókunn lönd, og þá oft á tíð- um lent í hinum ótrúlegustu æfintýrum. Sagt er um Arna Magnússon frá Creitastekk, að hann hafi verið einn hinna víðförlustu Islendinga fram á síðustu mannsaldra. Um miðja 18. öld komst hann alla leið austur til Kínaveldis, og er ekki vitað, að nokkur Islendingur hafi þangað komið á undan honum. Breyttir tímar hafa valdið gjör- byltingu í samgöngum landa og álfa á milli. I dag finnst mönnum það ekki öllu merkilegra að heimsækja fjarlægar heimsálfur en það þótti fyr- ir mannsaldri að fara kaupstaðarferð hér norður á íslandi. Sú stétt manna hérlendis, sem víðreist- ust gerist nú til dags, er sennilega kaupsýslu- mannastéttin. Sökum hins mikla víðfeðmis í mörkuðum okkar og stöðugra breytinga, þá reynist það óhjákvæmilegt fyrir þann kaupsýslu- manri, sem fylgjast vill með nýjungum og öðrri því, er varðar aukið athafnasvið, að heimsækja fjarlægar þjóðir og kynnast markaðsmöguleik- um af eigin reynd. í febrúar s.l. lagði Páll B. Melsted stórkaup- maður í Reykjavík land undir fót í leit að nýj- um mörkuðum fyrir íslenzkar afurðir og þá að- allega skreið. Páll er með víðförlari Islending- um, og í þetta skiptið var ferðinni heitið á fiar- lægar slóðir — alla leið til Afríku. PRJÁLS VERZLIJN kom nýlega að máli við Pál og spurðist frétta af ferða.laginu. Hver var jyrsti áfangastadunnn i Afríku? Ég flaug fyrst til Dakar í norðvestur Afríku, en hafði þar aðeins skamma viðdvöl. Þaðan hélt ég svo til Monrovia, sem er höfuðborg negra- lýðveldisins Líberíu. Staldraði ég þar við í hálf- an mánuð. Ferðinni var svo haldið áfram til borgarinnar Accra á Gullströndinni, en þar hafði ég einnig nokkra viðstöðu. Flaug síðan til Lagos, höfuðborgar Nígeríu. Hvað gétið bér sagt ökkúr fra Nigeríu? Sumir tala um Nígeríu sem „gröf hvítra manna“. Loftslagið er mjög óheilnæmt og svo til óþolandi fyrir Vesturlandabúa. Þann tíma, sem ég var þar, í marz—apríl, var hitinn þetta 25—40 stig á Celsius. Verstur er þó rakinn í loftinu, sem ætlar alveg að gera útaf við mann. Strax og ég kom til Lagos fór ég til skraddara og lét hann sauma á mig ný föt, sem hæfðu betur hinu nýja loftslagi en þau, er ég kom í. Nýju fötin mín voru mjallhvít sem á bakara; stuttbuxur, sem ég hafði ekki komið í síðan ég var strákur, og hvít skyrta með hálfermum. Ákaflega þægilegur búningur í þessu umhverfi. Hissa var ég, þegar mér var sýndur reikningur- inn, því þa.u áttu að kosta 4 shillinga, eða sem svarar 9 krónum. Komst ég seinna að því, að þetta eru almenn daglaun innfæddra víðast hvar í Afríku, og það tók sem sagt elcki nema dag að fá fötin saumuð. Á kvöldin varð ég að klæð- FH.TÁTS VERZLUN 121

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.