Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 22
avst síðbuxum, ekki þó vegna þess, að loftið væri kaldara, heldur sökum þess, að flugurnar sóttu svo á mig. Yar því nokkur bó't í því að hylja sem mest af líkamanum. Ekki var viðiit annað en að sofa undir flugnaneti, því annars hefði maður allur verið sundurbitinn að morgni dags. Hvernig komu íbúamir yður fyrir sjónir? Ibúatala Nígeríu er talin vera um 3 milljónir, þar af búa um 1 milljón í höfuðborginni, Lagos. Þeir svörtu eru auðvitað í yfirgnæfandi meiri- hluta, en nokkuð er a-f Evrópumönnum, og þá aðallega Bretum. Nígería er annars brezk hjá- lenda þessa stundina, en búizt er við, að hún fái sjálfsstjórn innan Samveidisins eftir ei'tt til tvö ár, líkt og önnur samveldislönd. Eg átti tals- vert saman við þá innfæddu að sælda meðan ég dvaldi í landinu, og kunni ég yfirleitt vel við þá. Margir negrar eru þarna forríkir, eiga stóra búgarða og mikil fyrirtæki. Frétti ég af einum negra, sem átti 400 vörubíla, sem notaðir voru til vöruflutninga á langleiðum. Margir negrar spurðu mig að því, þegar þeir voru búnir að frétta, að ég væri frá íslandi, hvort það land tilheyrði Englandi eða Frakklandi. Sennilega ganga þeir út frá því sem vísu, að gömlu stór- veklin, England og Frakkland, ráði ríkjum víð- ar en í Afríku. Þér hafið víst sloppið frá öllum vittimönnum? Ég hafði lítil afskipti af þeim á þessu ferða- lagi mínu. í norðausturhorni Nígeríu eru stór svæði með öllu ókönnuð, og er talið, að þar muni enn hafast við þjóðflokkar, sem aldrei hafa komizt í tæri við okkar vestrænu siðmenningu. Fyrir tveimur árum hvarf brezkur landkönnun- arleiðangur á þessum slóðum, og hefur ekkert til hans spurzt síðan. í Calabar-héraðinu í Nígeríu eru vígaferli tíð meðal ættbálka, og er þá oft- ast deilt uin veiðirétt. Eru aðfarir heldur óhugn- anlegar, því líkunum er venjulega fleygt í ár og þau kviðrist áður svo þau sökkvi. Veldur þetta lögregluyfirvöldum miklum erfiðleikum við að upplýsa margskonar glæpi. Hvað er að segja um verzlunina? Nígería er langsamlega stærsta viðskiptaland okkar í Afríku, og kaupa þeir af okkur skreið. í sejitemíberlok í ár höfðum við flutt út skreið til Nígeríu að verðmæti röskar 50 milljónir króna, en heildarskreiðarútflutningur okkar nam þá um 70 millj. króna. Erum við fslendingar næstir á eftir Norðmönnum í útflutningi skreiðar til landsins, en þeir hafa á sama tíma í ár selt þang- að skreið fyrir um 117 milljónir króna. Sala ann- arra þjóða er hverfandi. Við munum fyrst hafa byrjað sölu á skreið til Nígeríu árið 19.51, og við- slcipti verið mikil ávallt síðan. Ekki er ósenni- legt, að auka megi markaðinn til muna eftir því, sem fleiri íbúar Nígeriu komast upp á lagið með að borða íslenzka skreið. Hvernig matbúa heir innfœddu skreiðina? Þeir saga hana fyrst niður í smá stykki og bleyta síðan í vatni yfir nótt. Síðan sjóða þeir skreiðina og krydda drjúgan. Þeir borða hana með beztu lyst — ásanrt beinum og roði, því ekkert er látið fara til spillis. Þykir íslenzka skreiðin hinn mesti herramannsmatur í Nígeríu. Flvert var svo haldið frá Nígeríu? Ég skrapp í stutta ferð til frönsku nýlend- unnar Kameron, sem áður laut Þjóðverjum. Þurfti ég svo að fara þaðan aftur til Accra til 122 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.