Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 5
en verið hefur. I‘að þarf mikið og sameiginlegt átak allra friðelskandi þjóða, — en allar þjóðir eru raunar frið'elskandi, þótt annað vilji stund- um verða ofan á um leiðtogana. Það þarf sem sagt mikið og sameiginlegt átak til að girða fyrir voða, sem er jafnvís og morgundagurinn, verði ekki í tæka tíð fundin viðunanlegri lausn en sú, sem þegar hefur verið ger, eða er í gerð, — að' sjálfsögðu aðeins til bráðabirgða. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá í hendi sér. Sé gengið út frá menningarlegum afköstum þýzku þjóðarinnar, mæla þau eindregið með því, að hún ætti ekki að þurfa að bregðast á örlagastund. A sviði skáldskapar og tónlistar eru andlegu afrekin nær einstæð, enda þakkar mann- kynið þau daglega og stundlega í hljómsölum og á öllum öldulengdum útvarpskerfis veraldar, — raunar oft án þess að vita um annað en unað sinn. Væri þó vel við eigandi, að' göfugri nautn fylgdi 'þótt ekki væri nema stöku sinnum ofur- lítill hlýhugur til gjafarans, þjóoar, er ratað hef- ur — og því miður einnig hrinnt öðrum — í fleiri raunir en eðlilegt virðist, sjálfratað, munu margir segja, en sjálfratað er sjaldan nema hálf- ratað: — raunir svo nýafstaðnar, að þær grúfa enn geigvænlega yfir sjálfum þeim og öllum oss. Vér skulum vona: til varnaðar. Síðgleymdar raunir, nema ef vera skyldi af því að mannkyn- ið á nú aðeins um tvær leiðir að velja: leiðina til sigurs — eða leiðina til endanlegs falls og tortímingar. Hvorug sú leið verður farin án sam- fylgdar, samábyrgð'ar og — ef illa skyldi til tak- ast enn einu sinni — samsektar þeirrar þjóðar, er byggir magni þrungin miðdepil álfu vorrar og sem vér hljótum að setja traust vort til, og ættum að geta gert það út frá þeim forsendum, að liún i listum og speki ómótmælanlega liefur snúið einn snarastan þátt þeirrar menningar, sem ennþá ber ægishjálm yfir sólnærðum linetti vor- um, menningar, sem er oss jafngild Ijósi og lífs- anda. En hrasanir fornar og nýar er þýzka þjóð- in ekki ein um. Hið góða, sem ég vil, geri ég ekki, en hið illa, sem ég vil ekki, það geri ég, er gamalt orð' byggt á ævafornri reynslu. Einhver albezta sagan, sem færð hefur verið í letur, er Micliael Kohlhaas eftir þýzka skáldið Heinrich von Kleist. Þeirri sögu var snarað á ís- lenzka tungu á styrjaldarárunum undir heitinu Miklcjáll frá Kolbeinsbní, — þýðanda þótti hún dagskráratriði fullkomlega á borð við hernaðar- fréttir og á ýmsan hátt girnileg til fróðleiks og Forn kastali við' JRín. glöggvunar. Þetta er fremur stutt saga, efninu samanþjappað, hún minnir á fljót í hroða með jakaburð'i. Það er í raun réttri mannkynssaga. Segir hún þó aðeins frá æviferli og grimmdarör- lögum einstaklings, heiðarlegs hrossaprangara, sem borinn er óvænt lognum sökum og harðrétti beittur, en veit ekki á sig né vill vita hvorki vömm né víti, snýst því til varnar af alefli. Hon- um er vorkunn og meira en það. Samt er það vörn, í sjálfu sér réttmæt, sem leiðir hann til sektar, síðan æ ofan í æ aukinnar sektar, þang- að til hann endar dauðadæmdur, sæmdur aðals- tign að verðleikum á aftökustað, en verður að láta. höfuð sitt eigi að síður fyrir sverði rétt- lætisins. Þetta er átakanleg saga og ætti að vera árlegur skyldulestur hverjum þeim, er fer með völd. En hver sá, sem er eða telur sig valdi eða misrétti beittan, hefði áreiðanlega gott af að miða viðbrögð sín við reynslu og örlög höfuð- persónunnar. — Þess má geta, að höfundur sög- unnar framdi sjálfsmorð. En sjálfsmorð er engin lausn á vandamálum einstaklings eða. þjóða, og mætti þó svo fara, að sú yrð'i útkoman í heimi liér ef andvaraleysi, þröngsýni og afneitun göfgi sálarinnar og' guðdómseðlis verður ofan á. Framtíð vor allra, framtíð mannkynsins gæti vel oltið á því, 'hvort Þjóðverjar í tæka tíð átta sig á 'þeirri ógnarábyrgð, er á þeim hvílir sem Ríkinu í miðið; en það eru þeir, hvort heldur þeim sjálfum og oss hinum líkar það' betur eða verr. Átta sig á hlutverki sínu sem þjóð meðal þjóða, ásækin til góðs eins, óáleitin til vandræða, fús til ekki aðeins að lesa og dýrka heldur og læra af skáldinu góða, er reit aðalaðvörunina gegn efnishyggjunni góðri stund áður en lýsa tók svo um munaði af öld tækni og hnefaréttar í algleymingi, skáldritið' um dr. Fást, sem þýðir hnefi. Sorgarsönginn um hnefann lærða, reiðu- FR.TÁI.S VEKZLUN 105

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.