Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 8
sínum vestur á Hlíðarhúsastíg og var þá kom- inn í sitt element, því þar með var hann kom- inn í Vesturbæinn, og Vesturbæingur hefur hann síðan verið frá hvirfli til ilja, hvar sem liann hefur farið, jafnt í kotbæ sem keisaraborg. Hlíð'arhúsastígur var á þeim tíma annað nafn á Vesturgötunni og bæði nöfnin notuð jöfnum höndum. Ekki átti Pétur svo lengi heima á Hlíð- arhúsastígnum, að hann eigi nokkrar endur- minningar þaðan. En hann átti eftir að koma við á Vesturgötunni og standa þar lengi við síð- ar á lífsins langferðalagi. Eftir tveggja eða þriggja ára dvöl á Hlíðar- húsastígnum fluttist Pétur með foreldrum sín- um að' Suðurgötu 8, og þar átti hann heima fram um fermingu. A Suðurgötunni fer hann fyrst að muna til sín. Var eins um hann og önnur börn, að fyrst eru það einstök og sundurlaus atvik, sem festast í minninu, ólík og úr ýmsum áttum, og þykja oftast ósköp smávægileg síðar meir. Eitt hið fyrsta slíkra fyrirburða var það, að kvöld eitt í myrkri sá Pétur undarlega ljósglætu í skúrnum, sem var við bakhlið hússins. Þetta var furðulegt og óskiljanlegt og allgeigvænlegt, því hvað getur ekki verið í myrkrínu? Það veit enginn á þeim aldri. En Pétur lét sér skiljast af fortölum móður sinnar, að ýsur hengju á þili frammi í skúrnum og væri maurildi í ýsunum, en maurildi hefði þá náttúru, að það lýsti í myrlcri og gerði börnum ekkert mein. Gat nú Pétur gengið óhræddur um skúrinn, þótt dimmt væri orðið. Annað æfintýri komst Pétur í á fyrstu árum sínum á Suðurgötunni. Þá lágu tún alla leið nið- ur undir húsaröðina við götuna vestanverða. Eitt sinn var hann einn að róla uppi á Hólavalla- túni í rökkrinu. Þá varð honum allt í einu star- sýnt á tunglið og þótti það fjarska hátíðlegt. Hann hafði ekkert merkilegra. séð í þessum heimi en Eirík Bjarnason járnsmið, þegar hann var að smíða hestajárn í smiðju sinni, skammt fyrir neðan Suðurgötuna, á móti húsinu, sem Pétur bjó í; hann hugsar því að tunglbúinn sé líklega að smíða hestajárn eins og Eiríkur, enda þóttist hann sjá á öllum tilburðum hans að svo myndi vera. Hann gat ekki líkt karlinum í tunglinu við neitt minna en Eirík í smiðjunni. Pétur lifði barnæsku sína í Suðurgötu 8, og man eftir mörgu þaðan. Húsið átti þá Halldór Þórðarson, bókbindari og prentsmiðjustjóri. For- eldrar Péturs bjuggu á neðri hæðinni í suður- enda hússins, en það var og er eiginlega tvÖ hús sambyggð. Húsaleigan var 12 krónur á mánuði. Húsið var timburhús, eins og langflest hús í bænum voru þá, og þótti heldur kalt. Miðstöðv- arhitun var óþekkt og venjulega ekki ofn nema í einu herbergi, ef íbúðin var ekki því stærri. Fjölskyldan notaði því áðallega það herbergið, sem upphitað var. Svefnherbergi voru ekki upp- hituð. En oftast var hlýtt í eldhúsinu, út frá eldavélinni. Kol þóttu dýr, en mór var oft hafð- ur til þess að drýgja kolin, þótt hann ætti aldrei vel við eldavélarnar. Til ljósa voru steinolíu- lampar. Af þeim var ágætt ljós, og þar að auki hituðu þeir töluvert frá sér. Þeir voru oft út- flúraðir og fallegir, einkum hengilamparnir, sem mátti draga upp og niður. En mikið umstang var að hirða olíulampana, hreinsa þá daglega, láta á þá, hreinsa glösin, sem oft vildu sótast og voru brothætt, og steinolían kostaði líka pen- inga. A efri hæðinni í suðurendanum bjó Pálmi Pálsson, kennari við lærða skólann; hann var manna fríðastur og höfðinglegur, hvar sem hann fór. Pétur átti eftir að verða lærisveinn hans síðar meir og hafði mildar mætur á honum, og svo gerðu yfirleitt allir lærisveinar hans. I norðurenda hússins bjó séra Jóhann Þorkels- son. Aldrei segist Pétur gleyma því, hve fádæma barngóður hann hafi verið; hann vildi allt fyrir börnin gera, jafnvel lofa þeim að smáglettast við sig, ef hann fann, að þau höfðu ánægju af því. Hann skírði Pétur og fermdi síðar. Svellin urðu snemma tilvalinn leikvöllur. Snemma finna börnin það, af viti sjálfra sín og fordæmi annarra, að svellin eru tilvalinn leik- völlur á veturna. Og svo var fyrir að þakka, að víða mátti finna svell í Reykjavík í þá daga. Nærtækust voru þau á götunum; þar var vel séð fyrir þörfum Reykjavíkurbarna, því á götunum þurfti hvergi lengi að leita að pollum, sem sums staðar voru svo stórir, að fyrir börnin voru þeir tjarnir eða vötn. Einkum voru þeir óralangir meðfram gangstéttum og á opnum göturennum. Þar lærði margur Reykvíkingurinn í æsku að fara á leggjum og síðan að stíga sín fyrstu spor á skautum. Auðvitað var þess eleki langt að bíða, að Pétur fyndi sjálfa Reykjavíkurtjörn, enda náði hún að heita mátti alveg að Suðurgötunni neðanverðri, og um leið voru allir götupollar orðnir ómerki- 108 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.