Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 10
urðu fljótt áfjáðir í þennan leik, en ekki voru pabbi og mamma alltaf jafn ánægð, þegar dreng- urinn þeirra kom heim með skósólana gapandi frá yíirleðrinu, hversu vel sem hann hafði gengið fram á vellinum. Matthías Einarsson var um þessar mundir orð- inn „einn af gömlu kynslóðinni“, því að hann var stúdent og sigldur maður íyrir aldamót. Hann var manna fræknastur og íþróttamaður mikill, oft í fótbolta. Þegar árin liðu fóru menn að taka eftir því, að Matthías var öðru vísi bú- inn en aðrir menn'á vellinum, að því leyti, að' hann hafði hanzka á höndum. En þannig stóð á því, að á vellinum voru menn „alltaf á hausn- um“, bæði vegna staðhátta og árekstra á aðra leikendur. Þegar svo vill til, eru menn vanir að bera fyrir sig hendúrnar, en völlurinn ekki ætíð sem þrifalegastur. Matthías var þá orðinn sam- verkamaður Guðmundar Magnússonar læknis, en honum kom betur að' menn væru hreinir um hendurnar við uppskurðina, og jafnvel einnig engu síður á milli þeirra. Matthías var til sóma á vellinum, eins og annars staðar, bæði vettling- aður og vettlingalaus. I þá daga voru útlenzk herskip tíðir gestir hér við land, einkum frönsk og ensk. Eitt hinna ensku herskipa hét „BeIlona“, mikið skip og fag- urt með þrem eða fjórum reykháfum. Það bar oft við, þegar hermenn feng-u landgönguleyfi, að þeir komu út á mela. og léku íótbolta við þá, sem þa.r voru fyrir. Meðal þeirra voru stundum ágætir fótboltamenn, og mátti margt af þeim læra. Englendingar höfðu oftast betur, og reyndu Reykvíkingar þá sem rnest að sp’ara sig og hljóp þá kapp í leikinn. Pétur minnist þess, að eitt sinn áttu Reykvíkingar mjög í vök að verjast. Einkum var kappi einn í liði Englendinga, sem gekk svo hart fram, að lítið viðnám varð veitt. Pétur gat brugðið fyrir hann fæti, auðvitað óvilj- andi, svo hann datt. Hann stóð upp og ygldi sig eitthvað framan í Pétur, og varð svo ekki meira af því. En nokkrum dögum seinna sá Pétur þennan sama mann skemmta mönnum í Fjala- kettinum, og varð þess þá vís, að' hann var efld- ur hnefaleikamaður. Meðal annarra lista barði hann svo óþyrmilega á knetti hnefaleikamanna, að knötturinn slitnaði úr böndunum og þeyttist út í horn. Skildi þá Pétur að honum var ætlað lengra líf, þegar ofureflismaðurinn stillti skap sitt á fótboltavellinum. Tók fimm krónur fram yfir silfurmedalíu. Eftir því sem tognaði úr Pétri fór honum að leika hugur á að vinna sér eitthvað inn. Það' þótti honum góð atvinna, að fara um bæinn með kjötlista og fá tvær krónur fyrir. Þegar naut- grip var slátrað, en það voru vanalega kaup- mennirnr, sem það gjörðu, var kjötlisti borinn um bæinn og skrifuðu húsmæður sig fyrir til- teknum pundafjölda af kjötinu. Pétur tók eftir því, að yfirgnæfandi fjöldi húsmæðra valdi sér kjöt úr mið'ju læri og hafði áhyggjur af því, hvort læri skepnunnar myndu geta enzt þeim öllum. — Eitt sinn réð hann sig hjá Fiseher fyrir tíu krónur um sumarið, til sendiferða og snún- inga, en rauf þann samning þegar hann gat feng- ið vinnu hjá Jóni Magnússyni, pakkhúsmanni Fischers, við fiskþurrkun fyrir tímakaup, 25 aura um tímann, því upp úr því var meira að hafa. A þessum árum héldu Reykx-íkingar þjóðhátíð sína 2. ágúst á Landakotstúni. Var þar jafnan fjölmenni mikið, ef vel tókst til með veður, og öllu tjaldað, sem til skemmtunar mátti verða, og séð fyrir æskunni ekki síður en hinum fullorðnu. Þar var sungið, ræður haldnar, sýndar íþróttir, þótt bæði söngur og íþróttir væru þá á öðru og ófullkomnara stigi en nú er. Einu sinni varð Pétur sigurvegari í hraðhlaupi á þjóðhátíðinni, og voru fyrstu verðlaun annað hvort silfurmedalía með áletrun eftir Áma let- urgrafara, eða finnn krónur í peningum. Það var mikið fé, en Pétur peningastuttur í þá daga og kaus því fimm krónumar. En mikið sá hann eftir því á eftir, því gaman hefði verið að því síðar meir að eiga silfurmedalíu til minningar um íþróttaafrek unnið fyrir fermingu. Á þeirri þjóðhátið varð Siggi í Brunahúsum sigurvegari í pokahlaupi. Hann var á líkum aldri og Pétur, hraustur og ótrauður Vesturbæ- ingur og meðal annars frægur af framgöngu sinni í bardaganum við Skólavörðuna, rétt fyrir aldamótin, þar sem Austur- og Vesturbæingar börðust, svo seni frægt var og hrósuðu báðir sigri. Siggi var þunghöggur í áflogum og barði með vinstri hendinni, því að hann var örvhent- ur. Þótti Pétri óhægt að verjast þeim höggum og gerði þann samning við Sigga, að Pétur kenndi honum að fara á skautum gegn því. að Siggi berði hann ekki með vinstri hendi. Hélzt sú sætt meðan þeir þekktust. Pétur fermdist í Suðurgötunni, en skömmu síðar eða rétt fyrir aldamótin, fluttist hann með 110 FU 'T kLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.