Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 4
hefur þótt á skorta frá upphafi og skortir enn á, en þó einkum það þolgæði og þann velvilja, sem er fyrsta skrefið til friðsamlegrar lausnar vandamálum. Meginland Norðurálfu er tvístrað vegna þess eins, að nauðsynlegt jafnvægi er ófundið. Hefur þess þó verið leitað um aldir, en varla nokkru sinni af nógu mikilli auðmýkt andans og tilhliðrunarsemi. Þess hefur verið leit- að' meira og minna vitandi vits allt frá dögum þjóðflutninganna miklu, er umbyltu gervallri ábúð þjóðlanda þeirra, er álfan saman stendur af. Vonin um, að viðunandi Jausn megi finnast án nýrra friðrofa, kann að vera veik, en enginn skyldi vanmeta hana: hún er aleina huggunin sem þjóðir, flalcandi í sárum eiga sér. Þjóðin í miðið á að sjálfsögðu mikla sök á því, hvernig komið' er, — mikJa sök, en ekki alla. Sökin er sameign, og það sem verra er: Hún er til þcssa dags eina órjúfanlega bandið, og mætti vel eiga eftir að verða fleirum, en orðið er, hel- hlekkur, sem sé ef svo raunalega skyldi til takast, að lausnin enn dragist úr hömlu. Það er í sjálfu sér virðingarvert að Bretar, allt frá dögum Filippusar af Spáni hafa barið niður hvern meg- inlandseinvaldinn á fætur öðrum, og er þó vand- dæmt um hvort t. d. veldi Napóleons mikla, sem Goethe ræddi við bróðurlega og Beethoven helg- aði eina af sínum ódauðlegustu hljómkviðum, liefði elcki rnátt leiða til Bandaríkja Norðurálfu undir lýðræðisskipulagi. Areiðanlega hefur það verið álfunni mikill og ef til vill óbætanlegur hnekkir, að ÍBretar hafa liingað til ekki talið sér henta, að eiga aðild að neins konar samveldi austanvert við Ermarsund, þvert á móti jafnað- arlega alið á úlfúð, talið vopnað „jafnvægi“ á meginlandinu æskilegast til öryggis eylands síns — þangað til ef þeim hefur snúizt liugur alveg nýverið. Sé það ekki um seinan, ber að heilsa því með fögnuði. Framvinda næstu ára mun leiða hvoi-t tveggja í ljós. Bandaríki Norðurálfu, stofnuð heilhuga og rekin undirhyggjulaust, eru að sjálfsögðu eini trausti grundvöllurinn undir friðsamlega lifnað- arhætti, hvað það landsvæði snertir. Þau verða og hljóta að koma. Ella mun sjálfstæði álfunnar líða undir lok og vestræn menning bíða hnekki, sem hún vart fær undir risið. Þetta mun því að- eins lánazt, að ágengni hvers konar við aðrar þjóðir sé um leið fyrirbyggð, og búi hver að sínu. En alþjóðabandalag, er sé meira en nafnið tómt, skipi víðtækari milliríkjadeilum hlutlægt og ill- indalaust. Má þar enginn einn aðili geta lcomið við neitunarvaldi, er nái til allra og geri sam- kunduna að sýndarfyrirtælci, afllausum ómerk- ingi og ef til vill skaðlegum, sem sé við að villa á sér heimildir og með sýndartilveru girða fyrir gagnlegri og áhrifameiri samvinnu, samvinnu, sem framtíð vor allra veltur á að eklci bregðist. Að Ríkið í miðið eigi sér ábyrgð framundan, ekki síður en að baki, verð'ur eigi um deilt. Enda mun það sameiginleg von allra hugsandi manna og velviljaðra, að sjálfskaparvítin — þau eru frá fornu fari talin sárust — megi leiða til alþjóða- samábyrgðar en eklci biturleika eða hefnigirni. Samábyrgðartilfinning er ómetanleg en vand- meðfarin eign reginþjóð, sem á það sameiginlegt öðrum fólklöndum að hafa ekki öðlazt þá heill, að skynja til fulls, að sambúð mannkynsins á hnetti vorum takmarkast engan veginn, enda getur aldrei og iná aldrei takmarkast af meira og minna tilviljunarkenndum, oft valdboðnum landamærum, línum, dregnum af geðþótta á stundum eða í sviphending milli ríkja og þjóð- flokka. Hversu lengi sambúð vitvera muni háð verða hnattmörkum, er enn óséð. En af ginn- ungagapi því, er í milli skilur lífs og dauða, tak- markast sambúðin og samábyrgð'in áreiðanlega ekki. Samábyrgð sálna lifandi manna og liðinna á sér víðara veldi í tíma og rúmi. Vér sjáum það í öllu, smáu jafnt sem stóru. Atvik líðandi stundar lúta að verulegu leyti áhrifum framan úr öldum. En fyrir hvern trúaðan mann — hann þarf elcki endilega að vera kristinnar trúar — er samábyrgð mannkvnsins eilíf og endalaus, nær til yztu stjarnhverfa, og lengra þó, nær til goða og guða á örmörkum vitundar og verundar: á sér engin takmörlc önnur en sköpunarmáttarins. Jafnvel þeim, sem eklci trúa, er hollt að hug- leið'a þetta og hegða sér eftir því. Annars skyldi engan furða þótt nágrannar, ný- verið hart leiknir, kasti fram þeirri spurningu, hverja von sé vitlegt við að tengja samfylgd fyrri óvina, en í því efni er á margt að líta. Tor- tryggni er eðlileg, traustið þó oftast endingar- betra; en engum má treysta í blindni. Þeir eru þó nokkuð margir, sem spyrja, hvort noklcur ræna sé í að treysta Ríkinu í miðið? Eða hversu langt sé hægt að treysta þjóð', fullvalda á ný, en sundurfleygaðri? Um slíkt má endalaust deila. Að sjálfsögðu getur brugðið til beggja vona um framvindu mála á meginlandi Evrópu, enn sem fyrr. Enda Þjóðverjar ekki einir um nú frekar 104 rR.TÁT.S VERZI.UN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.