Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 29
Gunnar Dal: Betlari í París Borgin sveipast skuggaskikkju nætur. Skýla votir múrar auðum garði. Þar forn og máður friðarminnisvarði fátækling í skuggann hverfa lætur. Hjá varða þessum næturhæli hefur hermaður, sem fyrir land sitt barðist og meðan limir heilir voru varðist. — Nú vesæll, einn hjá staf og hækju sefur. Við Sigurbogann lifir logi rauður, þar land þitt reisti honum sali merka, sem barðist fyrir burgeisa og klerka. — En bróðir þinn á Stjörnutorgi er dauður. -----—^.(Sj)»M------ Verzlunarskýrslur fyrir 1952 Verzlunarskýrshir fyrir árið 1953 eru nýkomn- ar út. Eru þær mjöff síðbúnar að þessu sinni, og ferð grein fyrir þeim drætti í formálsorðum. Ástæða dráttarins er sú, að nú eru vörumar í fyrsta sinn flokkaðar eftir hinni nviu alþióð'iegu vöruskrá Sameinuðu þjóðanna. Kostaði þessi brevting mikla vinnu, bæði við samningu hand- ritsins og í prentsmiðju, m. a. vesrna þess að setja þurfti að nýju allt meginmál í töflum o. fl. Tala vörugreina í vöruskránni nýju er 570 og eiga allar vörur í milliríkjaviðskintum bar sinn stað. I>essum 570 númerum er svo skint á 150 vöruflokka, sem ganga upp í 52 vörudeildir, sem svo aftur mynda 10 vömbálka. Tollskráin íslenzka er allmiklu meira sundur- greind heldur en alþjóðlega vöruskráin. T hinni fvrmefndu eru (1952') um 1600 vörunúmer. bar af komu um 1180 fvrir í innflutningi ársins 1952. Nauðsvnlegt er að útkomu verzlunarskýrslna verði hraðað eins og föng eru á, vegna þess að innflytjendur, útflvtjendur og aðrir notendur þessaar skýrslna hafa miklu minni not af þeim en skyldi, ef útkoma þeirra dregst á langinn, eins og réttilega er á minnzt í formálsorðum verzl- unarskýrslna fyrir 1952. T>ar er og þess getið, að áherzla verði lögð á að flýta útkomu verzlunar- skýrslna ársins 1953. Ur myndasafni V. R. XLIII. Nýtt fjármálatímarit Hagfræðideild Landsbanka íslands hefur haf- ið útgáfu á tímariti, er á að hafa það hlutverk, að birta aðgengilegar upplýsingar og greinar um efnaliag þjóðarinnar og fjámiál. Tímarit þetta nefnist Fjármálatíðindi og er ritstjóri þess dr. -Tóhannes Nordal hagfræðingur. Er ráðgert, að tímaritið komi út fjórum sinnum á ári. Telur þjóðbankinn heppilegra að geta snúið sér til þjóðarinnar í eigin riti en í pólitískum dagblöð- um. Af efni fyrsta heftis má m. a. nefna hinar merku tillögur Landsbankans í peningamálum; Bankarnir og lánsfjárkreppan, eftir Ólaf Björns- son, prófessor; Lánsféð og skipting þess; TJtan- ríkisviðskipti 1953; Fréttaþættir, töflur o. fl. Er mikill fengur að tímariti sem þessu og stefnt á rétta braut með því að gefa almenningi fræðslu og aukinn skilning á grundvallarlögmálum ís- lenzks efnahagslífs. Fn.TÁT.S vpazpuN 129

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.