Frjáls verslun - 01.12.1954, Side 13
Lappavölvan.
Uin haust kvaddi ég hin heilögu fjöll Lapp-
lands, tárhrein vötn með kaldbláa fleti, tjöld og
torfi þakin hús við Inarivatn. Þá var laufskóg-
nrinn sem logandi litahaf, en barrskógana, dökk-
græna, bar við snæviþakin fjöll. Eg hvarf frá
þessu æfintýralandi með trega, því þar var hver
dagur heillandi fagur og áhyggjulaus. Hreindýra-
hjarðirnar voru nú komnar af fjöllum, dýr þau,
er setjast skyldu á vetur, mörkuð, sleðarnir
teknir fram til athugunar og bátar í naustum.
Tenoáin niðaði í fjarska, en við fjallabrúnir
hnitaði örninn hringa og skógarbjörninn bjóst
fyrir í híði sínu. Erfiðast var þó að kveðja hið
góða og gestrisna fólk, því marga vini hafði ég
eignazt meðal lappanna á veiðiferðum og við
h rei ndýrasmöl u n.
Hreindýrakóngurinn Thuri, synir hans Atti og
Amul, ráðskonan Sosolo og einkadóttirin Aikia
báðu mig vera. og dvelja þar vetrarlangt. „Svo
ég gæti lært að aka hreinasleða og elta úlfa um
fjöllin“. Á jólunum skyldi farið í kynnisferðir
um dali og spegilsléttan ís ánna og vatnanna
„þegar norðurljósin dansa og IJldarnir (náttúru-
andar) kasta glóandi steinum um himinhvolfið“.
Þá gæti ég hlustað á spakmæli NIIA einsetu-
manns og sopið seyði með völfunni LABBA og
talað við feðurna, sem farnir voru til Odáins-
akurs.
Þetta var lokkandi eins og huldufólksbænir.
Félagi minn og leiðsögumaður spáði því, að svo
myndi fara, ef ég yrði kyrr, að ég gæti að lokum
ekki yfirgeíið Lappland. Þa.nnig hafi farið fyrir
honum fyrir 7 árum, þó átti hann þá vísan frama
og virðuleg embætti í einu mesta menntalandi
álfunnar.
Hann byggði sér bjálkahús við Tenoána, á-
samt konu sinni, sem fórst af slysförum síð'ar.
Þannig fór fleiri menntamönnum, frönskum
FR.TÁLS YERZLUN
113