Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 18
En hvernig var með V. R. böllin og aðrar skemmtanir í þá daga? Eg man ekki eftir því að hafa nokkurn tíma þurft að fjarlægja mann aí samkvæmum V. R. Böllin í „Gúttó“ voru einna erfiðust. Á þess- um tíma voru eingöngu úti-náðhús hér í bæ og var þvi ekki hægt að loka samkomustöðunum, því að fólk þurfti að ganga á milli skemmtistað- anna og náðhúsanna. Dansleikimir stóðu oft til kl. 6 að morgninum, og þegar þeim Iauk, var oft- ast allt annað fólk þar saman komið, en var þar í byrjun. Fólk annað hvort gaf miða sína eða sekli þá, þegar það fór heim, og virtust allar klær úti af ýmsum til þess að setja blett á „Gúttó“. Svo var það nú stundum svart í Bár- unni og má það merkilegt heita, hvernig við hreinsuðum til á skemmtistöðunum, þótt við værum ekki nerna tveir eða þrír. Annars höfðum við heimild til að ryðja samkomuhúsin, þegar við vorum kallaðir þangað’ í þriðja sinn sama kvöldið. Hvernig var aðbúnaðurinn hjá yklmr? Engin vaktstöð var hér fyrir næturverðina fyrr en Spánska veikin herjaði 1918. Þá var opnuð slík stöð í barnaskólanum, sem þá hafði verið gerð'ur að sjúkrahúsi. Fram að þeim tíma höfð- um við engan samástað. Við urðum að skrifa skýrslurnar heima og meira að segja leggja papp- írinn til sjálfir. Skýrsluformið kom ekki fyrr en síðar. Hvernig höguðu þið starfi ykkar? Við skiptum bænmn milli okkar og lögðum upp í eftirlitsferðirnar upp úr miðnætti. Guð- mundur Arnason liafði Miðbæinn, Runólfur Pét- ursson og Guðmundur Stefánsson skiptu með sér Austurbænum, en ég fór í Vesturbæinn. Upp úr kl. 2 komurn við svo saman til skrafs og ráða- gerða og var samkomustaður okkar undir veggj- um Landsbankans. Ef við höfðum svo eitthvað til frægðar unnið, þá urðum við að mæta í réttinum daginn eftir í okkar hvíldartíma og án endurgjalds. Sakborn- ingarnir sögðu vanalega, að skýrslur okkar væru ósannar, en við vorum undir það búnir. Við sem sagt geymdum oftast verstu punktana þar til í réttinn kom. Hafði þetta sín áhrif. Þegar bæjar- fógetaembættinu var svo skipt og lögreglustjóra- embættið stofnað, þá varð sú breyting á, að skýrslurnar voru látnar nægja. Ef skip leitaði hafnar hér að nóttu til, þá fór lögregluþjónn alltaf um borð ásamt lækninum. Okkar starf var að' taka farmskrár, mælibréf og lista yfir áhöfn og láta útfvlla lögboðnar skýrsl- ur um birgðir af tollvöru og innsigla þær, en síð- an komu tollverðirnir og hófu leit sína. Þótt við Þórður Geirsson. værum á næturvakt, vorum við oft kallaðir til þessa starfs að deginum til án sérstaks endur- gjalds. Þetta breyttist þó til hins betra, eins og svo margt annað, þegar Jón Hermannsson tók við lögreglu- og tollmálum. Finnst þér ekki hafa orðið mikil breyting á yfirstjórn þessara mála jrá því þú vatrðst lög- regluþjónn? Jú, svo sannarlega, og er það nú ekki að furða, þegar tekið er tillit til íbúafjöldans þá og nú. Halldór Daníelsson hafði á sínum tíma með höndum störf þau, er nú heyra undir borgar- dómara, borgarfógeta, sakadómara, lögreglu- stjóra og tollstjóra, auk þess sem hann fór með fátækramál, þar sem enginn var borgarstjórinn. Vinnutími hans var líka nokkuð langur. Halldór var vanur að segja við okkur, að ef eitthvað sérstakt væri á seyði og við þyrftum á honum að halda, þá væri hægt að hitta hann á skrif- stofunni til miðnættis og svo myndi hann verða mættur þar kl. 6 morguninn eftir. Brást þetta aldrei. 118 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.