Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 25
<r
I
BÓKADÁLKUR
„Facts about Reykjavík".
Bókaútg'áfa Menningarsjóðs hefur nýlega sent
frá sér nýja bók um Reykjavík, á ensku, og er
hún í mörgu lík bókinni „Facts about Iceland“,
sem Menningarsjóður gaf út fyrir nokkrum ár-
um, en sú bók hefur verið mjög vinsæl og náð
mikilli útbreiðslu.
Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri er höf-
undur hinnar nýju Reykjavíkurbókar, sem nefn-
ist „Facts about Reykjavík“. Guðlaugur Þor-
valdsson hefur aðstoðað við samningu bókar-
innar, en Peter G. Foote hefur snúið efninu yfir
á enska tungu. Bókinni er skpit í 16 kafla, og
er óhætt. að segja, að höfundi hafi tekizt vel
hvað snertir val og niðuiTÖðun efnis. Margar
myndir prýða bókina, og eru þær yfirleitt vel
valdar.
Mikill fengur er að slíkri bók sem „Facts
about Reykjavik“, þar sem tilfinnanleg vöntun
hefur verið á handhægum bækling á ensku um
höfuðborgina. Vafalaust munu fjölmörg fyrir-
tæki jafnt sem einstaklingar fagna útgáfu þess-
arar bókar, sem er tilvalin gjöf handa. erlendum
gestum, er bera að garði.
„ICELAND".
Sænski ljósmyndarinn Hans Malmberg er fyr-
ir löngu orðinn kunnur hér á landi fyrir hinar
fallegu Ijósmyndir, sem hann hefur tekið á ferða-
lögum sínum um ísland. Árið 1951 kom út bók
hjá forlaginu Nordisk Rotogravyr í Stokkhólmi,
sem nefndist „ISLAND“, en í henni voru ein-
göngu ljósmyndir frá Íslandi, er Mahnberg hafði
tekið. Formála og myndatexta hafði Helgi P.
Briem, sendiherra í Stokkhólmi, tekið saman; en
hvort tveggja var á sænsku. Bókin seldist vel,
bæði á Norðurlöndum og eins hér heima, og
mun hún nú vera uppseld.
I vor kom svo út ensk útgáfa af Islandsbók
Malmbergs hjá sama forlagi, og hefur Helgi P.
Briem ritað formála og texta eins og að fyrri
útgáfunni. Myndirnar í bókinni eru 125 talsins,
og sýna þær jafnt náttúru og landslag sem fólk
að störfum til lands og sjávar. Ljósmyndarinn
bregður víða upp mjög skemmtilegum og lifandi
„motivum“, sem eru frábrugðin því, er við eig-
Hans Mahnberg
um að venjast í öðrum myndabókum um Island.
Prentun og frágangur hinnar nýju bókar Malm-
bergs, „ICELAND“, er mjög til fyrinnyndar.
Söluumboð bókarinnar á Islandi hefur Bóka-
verzlun Isafoldarprentsmiðj u.
Enda þótt Hans Malmberg sé enn ungur að
árum, þá er hann þó þegar orðinn þekktur ljós-
myndari á Norðurlöndum. Hann hefur ferðazt
víða um heirn og tekið ógrynni ljósmynda fyrir
blöð og tímarit. M. a. var hann sendur til Kóreu
meðan styrjöldin geysaði þar, til að taka myndir
í fremstu víglínu. Þá hefur Malmberg einnig
tekið myndir af ýmsum heimsfrægum persón-
um, svo sem Bernhard Shaw, Farúk, fyrrverandi
Egyptalandskonungi, Mossadek, Ingrid Berg-
mann o. fl. Fyrir skömmu er hann kominn úr
ferðalagi frá Kúbu, en þangað fór hann til þess
að mynda Nóbelsverðlaunaskáldið Hemingway.
Hans Malmberg hefur tekið miklu ástfóstri
við fsland, og hefur ávallt orð á því, að gaman
sé að vera kominn „heim“, þegar hann stígur
hér á land. Malmberg er kvæntur Margréti Guð-
mundsdóttur, sem um tíma var flugfreyja hjá
Loftleiðum og síðar hjá Scandinavian Airlines
System.
FliJALS VERZLUN
125