Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 20
kipptl svo liraustlega í hana, að ég hafði ólina eina eftir. Beljakinn ]ét kylfuna falla á gólfið, en ég tók hana upp hið snarasta og hélt starfi mínu áfram. Þegar þessu var lokið og við vorum komnir út, sagði ég útlendingunum, að gatan væri þeim frjáls, ef þeir höguðu sér eins og menn. Eg myndi þó ekkert gera í þessu máli, þar sem þetta væri nú þjóðhátíðardagur Norð- manna. Þó réðist einn útlendinganna, er reynd- ist vera Austurríkismaður, á mig. Eg kom hon- um út í Vallarstræti, skellti honum þar og setti á hann handjárn. A meðan á þessum látum stóð hafði einhver farið að sækja hjálp og voru nú þarna komnir þeir Hallgrímur Benediktsson, Jón Halldórsson og Guðmundur Stefánsson. Ég hélt upp í Stein með þann austurríska. Þar tók á móti okkur Sigurður Pétursson fangavörður. Hann ávarpaði þegar Austurríkismanninn, sem var vel klæddur, með þessum orðum: „Do you speak English?“ Sá útlendi svaraði þegar: „Keep your tongue“. „Keep your tongue, yourself“, hreytti Sigurður út úr sér og gaf þeim austur- ríska kinnhest á hvorn vanga. Þegar ég kom aftur niður í bæ var þar engan mann að sjá, en ég fann nokkra.r tennur, þar sem hópurinn hafði áður staðið og þar voru einn- ig blóðpollar. Síðar frétti ég, að þeir félagar hefðu rekið útlendingana á undan sér inn fyrir Völund. Þii segist hafa verið 13 ár á næturvakt. Hvað tók svo við? Þá fór ég á dagvakt og var við þau störf í 20 ár og 7 mánuðum betur. En svo bilaði heilsan. Eg var óvinnufær í tæp 3 ár. Heilsu eiginkonu minnar hrakaði einn- ig og varð ég því að vera mikið heima við. Ég tók þá að mér eftirlit með kirkjugarðinum við Suðurgötu, enda ekki langt að fara þangað. Við þetta starf var ég þar til fy,rír tveim árum. Er eklri eitthvað hœgt að segja frá því starfi? Það verður nú að teljast fremur lítið. Ung- lingar gerðu sér það oft að leik að klifra yfir vegginn eftir að ég lokaði, en það gerði ég kl. 10 á kvöldin. Oft er ég var að þessu starfi mínu kíktu unglingarnir yfir veggina, og er þeir sáu mig, gall ævinlega við í einhverjum: „Er eklci helvítis karlinn þá þarna“. Annars er það merkilegt, livað margir gera í því að leggja leið sína inn í kirkjugarðinn eftir að dimmt er orðið og almennri umferð um hann er lokið. Eg sé það, að ef ég held áfram að rabba við Þórð, þá verður útkoman önnur en tilgangurinn var í upphafi með þessari heimsókn minni, því þarna er hægt að fá efni í a. m. k. eina stóra bók, en ég ætlaði nú bara að birta smávegis í tímariti. Ég þakka því Þórði fyrir góða stund og kveð hann á hinu vinalega heimili hans að Suðurgötu 26. Ó. í. H. ------------------- Jólasvipurinn d bænum. Jólabjalla RajaJs, Vesturgötu 3. Reykjavík hefur aldrei fyrr íklæðst jafn tilkomumiklum jóla- búningi og í ár. Kaupmenn bæjarins hafa heldur ekki legið á liði sínu við að leggja til sinn skerf í þeim nndirbúningi. Sýn- ingargluggar verzlana hafa aldrei verið jafn góðir i desember- mánuði og nú. Verzlanirnar hafa hvergi til sparað við að skreyta húsnæði sín, enda verður heildarsvipurinn að teljast góður. Það sem sérstaklega vekur athygli vegfarenda, er hin snilld- arlega utanhússskreyting verzlana bæjarins. Byggingar og götur eru fagurlega skreyttar jólatrésvafningum og marglitmn ljósum. Allt þetta setur sérstakan hátíðarsvip á bæinn okkar, og er ]iað gleðilegt. 120 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.