Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 16
þá dó Niia gamli. Við ókum út í eyju með mat fyrir hann og fundum hann á bálknum frosinn. Við vorum ekkert hrædd, því hann sat upp við dogg og andlitið var svo hvítt og fallegt, eins og hann væri sofandi. A hnjám hans lá töfra- stafurinn og leðurpyngjan með verndargripun- um, sem hann faldi alltaf bak við rúmbálkinn. Nú er gamli „faðir“ farinn til feðranna og ég er svo ánægð yfir því, að hann blessaði mig skömmu áður en hann dó, þá gaf hann mér hamingju- stein og hringjalás úr silfri. Við jarðsettum vin okkar að kristnum sið, þótt hann leitaði heldur á náðir feðranna, og talaði við þá eins og Labba völva. Þegar ekið var til grafarsöngs, þá var sleða- lestin óslitin fram allt vatn og bjölluhljómurinn eins og í himnunum. Gamli presturinn sagði, að einstæðingurinn hafi verið góður og vitur bróðir. Allar konurnar grétu, og jafnvel Aratti frændi sneri sér undan. Vinur þinn, sem fór með okkur í réttirnar, á nú aftur konu. Hann er alltaf að skrifa og mála myndir, og er búinn að láta stækka húsið sitt. Um jólin komu þau bæði — á skíðum — yíir fjallið. Þau voru svo hamingjusöm! Þá var skemmtilegt í Gammanum okkar, og við sungum heilt kvöld bæði Lappa- og Suomilög. Baróninn spilaði á litlu tréflautuna sína svo undur fallega og frúin söng lög, sem við höfum aldrei heyrt fyrr. Franski maðurinn hefur líka komið til okkar; hann kann nú að tala við hreindýrin, er að læra hjá Kolt-löppunum. Við getum ekki skilið, að svona gamall maður skuli alltaf vera að læra og skrifa upp það, sem aðrir segja og allir vita. Það er gaman hér í Ivallo þótt ég hafi ekki „Austanvind“ hér. Það eru dansleikir og spilað á mörg hljóðfæri. Pabbi bannaði mér að dansa þar, og ég hlíði því. Þó eru margir dansmenn hér. Eftir 3 vikur kemur Atti að sækja mig, ég hlakka til; ef til vill kemur bjarndýraskyttan með honum. Hann selur alla feldina sína á hót- elinu hér og fékk í fyrravor 35 þúsund finnsk mörk fyrir stóran grábjarnarfeld, en feldir lappa- bjarnanna kosta helmingi minna. Ef þú kemur í sumar, þá ættir þú að veiða, lax með Atta bróður í Tenoánni og fara með okkur til Lobmusvatns! Friður sé með þér. Teikningarnar eru eftir Guðmund Einarsson. Gunnar Dal: Jörð Ógnaheimur, ægiveldi dauða, eldahafrót, bylting, stjarnan rauða, heimskringla, sem brann í eldi öll. — Svo hófstu, jörð mín, för á vetrarvegi, vígð í eldi móti nýjum degL Rauðu leiftri sló á logafjöll. Skírð til stríðs og stórra verka varstu, veröld dýrs og manns á örmum barstu, — og blóðug fæddist bylting þeirra hver. Hærra gervi hverju lífi bjóstu. úr hverjum neista reginelda slóstu, því birting guðsins bíður eftir þér. í smiðju þinni glóir gullið rauða, þar gervi ný þú slærð úr eldi og dauða, og skapar nýjan kynstofn — nýja menn. I rústum týnast rauðir minnisvarðar, rísa af grunni bandaríki jarðar. — En mannkyn þitt, ó jörð, er ófætt enn. 116 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.