Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 19
Eru þér ehki minnisstœð einhver handalögmál jrá þessum tíma? Ég veit nú ekki hvað skal segja. Einu sinni tor björgunarskipið Geir vestur í Jökulfirði til að sækja þýzkan togara, sem var þar ósjálfbjarga. Komið var með togarann hingað og honum lagt hér fyrir utan. Öll áhöfnin fór í land, að undan- skildum stýrimanni og kokkinum. Skipverjar voru við skál, og þegar þeir ætluðu um borð aftur, þá var bátur þeirra úti við skipið. Norð- an stormur var og illt í sjó. Nokkrir bátar lágu uppi í fjörunni og ætluðu Þjóðverjarnir að taka einn þeirra traustataki og fara á honum til skips. Við Sighvatur Brynjólfsson vorum þarna staddir og aðvöruðum sjómennina, sem voru vel dönsku- talandi, létum þá vita, að báturinn væri ónot- hæfui, þar sem báðar kjölsíðurnar væru rifnar. En Þjóðverjarnir létu ekki segjast; þeir ætluðu sér að taka bát og það sem meira var, ætluðu að taka. þennan bát. Ur þessu urðu svo handa- lögmál. Við vorum þarna tveir á móti níu. Ejór- ir þeirra lágu fljótlega, en einum tókst að halda fótum mínum föstum. Skipstjórinn kom nú þarna að við annan mann og' hljóp Sighvatur til iians til að fá hann til að róa sína menn. I þessu fékk ég stein mikinn á ennið fyrir ofan hægra augað og mun hin margfalda loðhúfa mín hafa bjargað því, að meiðslin urðu ekki meiri en raun varð á. I sömu svifum og þetta gerðist gat ég losað um fætur mína og straulcst hæliinn á öðrum skónum svo harkalega í andlit eins sjó- mannsins, að ég sá ekki betur en að nefið lægi út á kinn. Eg náði mér í lurk og barði á handlegg, sem réttur var að mér, og mun hann hafa brotn- að. Síðan fór ég upp á brvggjuna og sá þá hvar skipstjórinn og félagi hans héldu Sighvati á milli sín, og lafndi sjómaðurinn Sighvat i höfuðið, en Sighvatur hafði hjálm, svo að höggið kom ekki að sök. Þeir slepptu honum nú og fórum við að' sækja aðstoð. Við vöktum upp þá lögregluþjóna, sem voru á dagvakt og bjuggu næst höfninni. Voru það þeir Þorvaldur Björnsson, er bjó í Að- alstræti, Páll Arnason á Skólavörðustíg og Olaf- ur Jónsson í Garðastræti. Er við komum aftur niður á bryggjuna hafði lygnt það' mikið, að skipsbáturinn var kominn og sjómennirnir um borð í liann og mátti ekki tæpara standa fyrir þá, því að svo litlu munaði, að við næðum til þeirra, að við gátum klórað í afturendann á tveimur. A meðan við Sighvatur vorum að' ná í hjálpina, þá komu þarna að í mesta grandaleysi þeir Guðmundur Stefánsson lögregluþjónn og Haf'Iiði Hafliðason næturvörður, og urðu þeir báðir fyrir skapofsa Þjóðverjanna, sérstaklega Guðmundur. Daginn eftir voru allir kallaðir fyrir Jón Magn- ússon bæjaríógeta. Aður en rétturinn var settur bað ég um að fá að segja nokkur orð og var það leyft. Ellefu Þjóðverjar voru þarna saman- komnir, svo að talan passaði, en ég sagði, að það vantaði þarna tvö andlit; þann er ég hafði sleikt með skóhælnum og þann handleggsbrotna. Ég meðgekk að hafa orðið valdur að þeim á- verka, er nefið varð fyrir og benti jafnframt á andlit mitt, þótt það væri í rauninni óþarft, því helmingur þess var bólginn og marinn og annað augað sokkið. Þessar athugasemdir mínar voru ekki teknar til greina. Tíu Þjóðverjanna hlutu sektir og mótmæltu tveir af þeim, sem ekki var heldur nema von, því þar voru komnir stýri- maðurinn og kokkurinn, sem hvergi höfðu ná- lægt bardaganum komið. Ekki var minnzt á skipstjórann í réttarhöldunum, þótt þátttöku hans væri getið í skýrslum okkar. Þegar þessu var lokið, bað ég réttarvottana tvo um að ganga með mér niður á Hótel Reykja- vík. Fór ég með þá niður í kjallara, þar sem kallað vaa- „Svínastía“, og það fór eins og mig hafði grunað. Þar sátu að drykkju maður með hendi í fatla og annar með miklar umbúðir um nefið. Ég sagði réttarvottunum, að þarna væru andlitin, sem ég hefði saknað, og skyldu þeir segja bæjariogeta frá þessu. Kanntu ekki einliverja aðra sögu að segja frá þessum tímum? Ja, ég veit nú ekki, það væri þá einna helzt ein hreinsunin í Breiðfjörðsluisi eða „Fjalakett- inum“ eins og sá ’.staður var oft kallað'ur. ITppi á lofti í þessu húsi var selt kaffi. 17. maí eitt, árið voru nokkrir útJendingar, aðallega Norðmenn, þar samankomnir og voru Jieir eitthvað við skál. Ég var beðinn um að hreinsa til þarna, og fékk ég við það góða aðstoð frá Guðbjarti Jónssyni í Króki. Þetta gekk ágætlega. Við' settum 10—11 menn niður stigann og út. Hvernig þeir fóru niður stigann skipti minnstu máli, bara ef þeir fóru niður. Ég notaði kylfu mína við þessar að- farir og eitt sinn, er ég ætlaði að nota hana og teygði hendina aftur fyrir mig, slóst kylfan í beljaka mikinn. Hann gerði sér lítið fyrir og FRJÁT/S VERZLUN 119

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.