Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 11
foreklrum sinum að Vesturgötu 39 og átti þar heima síðan, þangað til hann fór af landi burt. Upp úr því var farið að hugsa til undirbún- ings undir lærða skólann. I flestu af því, sem heimtað' var til inntökuprófs í skólann, höfðu Reykjavíkurpiltar fengið nokkra tilsögn í barna- skólanum. I>að sem þeir þurftu að „læra undir •skóla“, var því aðallega latína, og auk þess skerpa á sér í hinum námsgreinunum, sem heimtaðar voru. I latínu þurftu piltar undir inn- tökupróf í fyrsta bekk að hafa „numið aðalat- riði hinnar latínsku mállýsingar og geta lagt út latínu á íslenzku úr lesnum kafla, sem svarar til hér um bil 100 bls. í 8 blaða broti“. Latínuna undir skóla lærði Pétur hjá séra Jóni Bjarnasyni, föður Bjarna frá Vogi, sem raunar átti að vera kennarinn, en lét föð'ur sinn annast kennsluna fyrir sig. Séra Jón Bjarnason var sið- ast prestur í Skarðsþingum, en orðinn gamall þegar hér var komið, fæddur 1823 og dó fáum árum síðar, kominn yfir áttrætt. Hann var góð- ur latínumaður, eins og fleiri samtíðarmenn hans. Pétur tók inntökupróf í lærða skólann sumarið 1900; gekk honum vel prófið og varð ofarlega. í miðjum bekk og svo var hann jafnan öll skólaárin. Snemma bsygist krókurinn. Þess má geta, að söngkennslu í skólanum var þannig hagað, að fyrsti og anna,r bekkur sungu saman, þeir sem til þess voru hæfir, en þar höfðu sumir barnaraddir, en aðrir voru í mútum eða nýkomnir úr þeim. Þóttu neðribekkingar fátt vinna sér til ágætis í sönglistinni. Fjórir efstu bekkirnir sungu saman, eða úr þeim voru valdir þeir, sem höfðu góðar raddir og gaman af því að syngja, og æfðir saman í söngflokk. Venju- lega voru ýmsir góðir söngmenn í skóla, og er óhætt að' segja, að það þótti alltaf góð skemrnt- un þegar söngflokkur skólapilta lét til sín heyra. Ekki hafði söngkennarinn fyrr heyrt Pétur taka undir í fyrsta bekk, en hann bauð lionum að syngja með efri bekkjunum, eða með öðrum orð- um: leiddi 16 vetra nýbakaðan busann inn í helgidóm sönglistarinnar í skólanum. Og snemma varð Pétur forsöngvari við morgunbænir í skól- anum. fslendingar hafa löngum haft mætur á söng og hljóðfæraslætti. En það var ekki auðfengin ánægja í þá daga, sem hér um ræðir, að hlusta á hljóðfæraslátt, sem svo gæti heitið, því hvort tveggja var, að lítið var um hljóðfæri í landinu og fáir kunnu með þau að fara. Slaghörpur voru til í Reykjavík eigi allfáar og í einstöku húsum í kaupstöðum úti um landið. En enginn píanó- leikari var þá til í þess orðs núverandi merk- ingu. Unga fólkið og einkum stúlkurnar lærðu að leika eitthvað á píanóin og komust það lengst flestar, að geta leikið sjálfum sér til gamáns og öðrum í heimahúsum. Þeir sem bezt. höfðu tökin á hljóðfærunum voru þeir örfáu menn, sem sér- staklega höfðu lagt listina fyrir sig, en þeir not- uðu þau aðallega við söngkennslu í skólum og við æfingu söngkóra. Harmónía, sem alltaf voru kölluð orgel, voru víða til, flest ósköp lítil og einföld, og gátu margir leikið smálög á þau og lífgað upp með þeim í heimahúsum. Gítarar voru FR.TÁl.S VERZI.UN 111

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.