Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 7
Æskuárin i Reykjavík Úr bókinni um Pétur Jónsson, óperusöngvara í bókaflóðinu nú fyrir jólin kom út á vegum Helgafells bók, sem ætla má að margan fýsi að kynnast. Bók þessi heitir Pétur Jónsson, óperusöngvari, samin af Björgúlfi Olafssyni lækni, eftir frásögn Péturs sjálfs. Pétur Jóns- son var m. a. einn fremsti Wagnersöngvari sinnar tíðar og bar hróður þjóðernis síns víða um Norðurálfu. I bókinni er sagt frá æsku- árunum í Reykjavík, námsárunum í Kaup- mannahöfn og hinni þyrnistráðu sigurgöngu mikils söngvara, svo og starfi hans við helztu söngleikahús Þýzkalands um nær tuttugu ára skeið. Starfaði hann með mörgum heimskunn- um söngvurum og hljómsveitarstjórum. Voru vinsældir hans þar í landi svo miklar, að Þjóðverjar kölluðu hann sín á milli „Unser Peter". Hér á eftir birtast, með leyfi útgefanda, þættir úr fyrsta kafla bókarinnar, er fjalla um æsku- og námsárin i Reykjavík. Pétur sem Walther Stolzing í „Mcistarasöngvurunum“. Pétur Árni Jónsson er fæddur í Reykjavík 21. desember 1884. Foreldrar hans voru Jón Árna- son kaupmað'ur og kona hans, Júlíana Sigríður Margrét Bjarnasen. Foreldrar Jóns kaupmanns voi-u Árni Einarsson á Vilborgarstöðum í Vest- mannaeyjum, nafnkunnur atorkumaður og al- þingismaður, og kona hans, Guðfinna dóttir séra Jóns Austmanns, en hann var dóttursonur séra Jóns Steingrímssonar á Prestsbakka. Foreldrar Júlíönu, móður Péturs, voru Pétur Bjarnasen, verzlunarstjóri í Vestmannaeyjum og kona lians Jóhanne Rasmussen, dóttir dansks skipstjóra. Eru þessar ættir alkunnar og annars staðar rakt- ar. í föðurætt Péturs hafa verið margir söngelskir menn og söngmenn góðir á sinnar tíðar liátt. Er honum að líkindum þaðan komin söngnáttúran. Vesturbæingur jcdnt í kotbæ sem keisaraborg. Pétur fæddist í Skólastræti í húsi Björns Guð- mundssonar múrara og síðar kaupmanns. Skóla- stræti var þá, og er enn, merkileg gata, og hefur gert hvort tveggja, að standa í stað og endur- nýjast, því sum hús eru þar enn með nítjándu aldar sniði, ósnertu af umhirðu og útliti; en svo hefur gatan látið asfalterast og alveg nýlega hefur verið lögleiddur einstefnuakstur um göt- una, og er hún þannig komin í tölu fárra, en útvalinna stræta í borginni. Annars hefur Pétur ekki hátt um veru sína í Skólastræti, bæði vegna þess, að' hann fluttist þaðan fárra mánaða gamall og eins af því, að hann kærir sig ekki um að vera bendlaður um of við Austurbæiim. Úr Skólastræti fluttist Pétur með foreldrum FRJÁI.S VERZLUN 107

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.