Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 6
búinn til að mola hvað sem fyrir verður til full- nægingar fýsna og valdagirndar, en frelsast ófyr- irsynju af englum og fyrir Guðs náð. A mann- kynið sér aðra von? Hvar mundi þeirrar að leita? Spyr sá, er ekki veit. Annars er athugavert, að það var enginn bein- ingamaður, er gaf löndum sínum og öllu mann- kyni þann vitnisburð', að aðrir menn hefðu verið sér allt í öllu. Goethe var af góðu íólki kom- inn, sem kallað er: aðalsmað'ur á tímum, þegar aðalstign var annað en nafnið tómt, embættis- maður á embættisöld, jafnvel hirðgæðingur og hollur fursta sínum. Andansmaðurinn taldi sér ekki til niðrunar að lúta veraldlegu valdi og jafnvel þjóna því. Þetta gat farið saman vegna þess eins, að hann var það sem meira er en allt, sem á undan var talið: var frjáls inaður og vitringur, óvillugjarn: hrævareldar heims- mennsku og norðurljósalog nákaldrar frægðar voru honum dægurtöfrar, annað ekki. Það voru mennirnir í kring um hann: almúginn frá kóngi til karls (í ríki skáldskaparins nær hugtakið al- múgi til allra og er heiðursheitið mesta, svo sem í Himnaríki): almúginn frá kóngi til karls, óvinir jafnt sem vinir (óvinirnir taka ósjaldan vinunum fram um gagnsemi): það var mannkynið', að svo miklu leyti sem hann hafði af því sögur, en þó einkum nágrannarnir, menn af ólíkustu þjóðum og sálarsýn, sem voru honum allt í öllu. Þýzka þjóðin er elcki einráð og því síður ein- ábyrg orða sinna og gerða. Það er engin þjóð. Mannkynið er heild í hönd skapara síns, örlítil deild ómælanlegs kerfis, en hefur þegið trúnað öð'rum oss kunnum lífverum fremur, enda svo komið, góðu heilli eða illu, að það haslar jafnvel höfuðskepnum völl, dvergur gagnvart risa svo sem Davíð Golíati, og enn ósýnt, hvernig oss muni af reiða á vegum heims og heljar. Margir líta svo á, að vér ófyrirsynju höfum stýrt í örð- ugleystan vanda. Hitt mun sanni nær, að um eðlilega framþróun og jafnvel óhjákvæmilega sé að ræða. Að himnaföðurnum hafi sýnzt mál til komið að staðið yrði við stóru orðin um frelsi, jafnrétti, bræðralag. Enginn skyldi lá honum það. Og að minnsta kosti er engrar undankomu auðið: þangað' liggur leiðin, eða í regindjúp út- þurrkunar alls gróðurlífs að kroppaðri steingrind hnattar, er síðan mun steðja öldum saman ör- deyða um áttalausar álfur heltómra himinvídda. Þetta eru kjörin. Nú er að duga eða drepast. Undankomu er ekki auðið. Víðbrögð' þýzku þjóðarinnar, þá er hun verður aftur fær um að láta geð stjórna gerðum, mættu vel úrslitum ráða um örlög allra vor. Eftir heims- styrjöldina fyrri virtist enn ekki örgrannt um að friðsamlegar ríkjaheildir, svo sem Norðurlönd, kynnu að geta komið sér saman um að láta eitt yfir alla ganga og tryggt á þann hátt sjálfgefið hlutleysi sitt. Hér heima voru menn meira að segja svo bjartsýnir, að' lýsa yfir ævarandi hlut- leysi í öllum hugsanlegum væringum erlendra þjóða. Þetta var óskadraumur. Raunverulegt ldutleysi var þá þegar úr sögunni, nema al- veg sérstaklega stæði á: hlutleysinginn ekki á spennusvæðinu eða einhverra hluta vegna ekki árennilegur. Aðaldæmið er Svissland. Og aðal- vonin einmitt byggð á þeirri staðreynd, að þar liafa þrjár þjóðir stað'ið af sér styrjaldir, hverja af annarri, án þess að hnika frá hugsjónum hlut- leysis og friðar. En ein þessara þjóða er einmitt Þjóðverjar, önnur fjandmaðurinn sjálfgefni til þessa, Frakkar. Hvers vegna slcyklu báðar þess- ar þjóðir ekki reynast jafn öruggar í víðara og valdameira ríkjasambandi? Þao er von margra, að nú megi fara um Norðurálíuna í heild sem áður um Svissland, að' með öðrum orðum þjóð- arbrotin í Alpadölunum megi verða frændþjóð- unum í suður, vestur, norður og austur fyrir- dæmi og um leið friðarkjarni álfu, sem sannar- lega þarf á að halda að niður leggist að fullu og öllu blóðhefnd og bróðurvíg. Það' er tími til kominn. Og enginn skyldi örvænta um, að ein- mitt þjóðin í miðið, sem mest á veltur, megi bera gæfu til að fylgja göfugum leiðtogum sín- um af festu og trúnaði og gerast forgöngul um að fólklönd álfunnar, „leyst undan Iögmálinu“, eins og þar stendur, þjóni um alla framtíð göf- ugum hugsjónum frelsis og friðar „í nýung anda, en ekki í fyrnzku bókstafs“. Hver einasti maður, sem íæoist, lifir og deyr, þyrfti að geta sagt á banadægri um samferða- menn sína, sáttur og heils hugar: Þeir voru mér allt í öllu. Þá er vel lifað og vel dáið, enda þá fyrst. En þau orð viðhafði, eins og áður er getið, einn göfugasti sonur þjóðarinnar í miðið. 106 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.