Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Síða 2

Frjáls verslun - 01.08.1955, Síða 2
Heimsókn banda- rísku Talið frá vinstri: Glenn II. Bridgeman, Walter II. Channing, Jay D. Runlcle, Cresslyn L. Tilley, og Maurice L. Nee, jorm. sendinefndannnar. sérfræðinganna í smásöludreifingu Iðnaðarmálastoínun íslands gekkst íyrir því í samráði við verzlunarsamtökin í landinu, að hing- að komu fimm bandarískir sérfræðingar í við- slciptaaðferðum smásöluverzlana. Héldu þeir nám- skeið með kaupmönnum og verzlunarfólki í rekstri nútíma-smásöluverzlunar og heimsóttu verzlunar- fyrirtæki og létu í té góð ráð og leiðbeiningar. Hér í Reykjavík var fyrra námskeiðið haldið í Iðnó kvöldin 6., 7. og 8. september og voru þátttakend- ur um 350 að tölu. Að deginum til voru svo haldnir sérfundir til þess að gera betri skil sérstökum áhugamálum, sem ekki vannst tími til að ræða á kvöldnámskeiðinu. Færri en vildu komust að á fynra námskeiðinu, og var því horfið að því ráði að endurtaka þau dagana 14. og 15. september, ör- lítið stytt. Var síðara námskeiðið haldið í salar- kynnum V.R. í Vonarstræti 4, og var það einnig fullskipað, en Verzlunarmannafélag Reykjavíkur var aðili að heimsókn þessari. Sérfræðingarnir brugðu sér einnig til Akureyrar og héldu þar námskeið með kaupmönnum og verzlunarfólki. Var hvarvetna mikill áhugi fyrir komu þeirra, og má eindregið vænta, að þau hafi komið að góðu gagni, enda fyrirlestrarnir allir hinir athyglisverðustu. Er vel, þegar sérfræðingar eru fengnir hingað til að kenna okkur betri og hag- nýtari starfsaðferðir á sem flestum sviðum, og mun mega vænta áframhalds á þeirri braut. I fyrirlestrum sérfræðinganna var einkum lögð áherzla á stjórn smásöluverzlana, sölu, innkaup, birgðaskráningu og birgðaeftirlit, kostnaðaraætl- anir, söluþjálfun, söluaðlögun, auglýsingatækni og gluggaútstillingar. FRJÁLS VERZLUN birtir hér á eftir útdrætti úr þremur fyrirlestrum, sem haldnir voru á námskeið- uniun, svo að þeir, sem ekki gátu komið því við að hlýða á fyririlestrana, geti kynnt sér efni þeirra. 114 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.