Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Síða 7

Frjáls verslun - 01.08.1955, Síða 7
Hverju svörum við svona skammsýnum kaup- manni? Margar ástæður eru fyrir því, að kaupmaður, sem er vakandi í dag, verður happasæll á morg- un, ef hann notfærir sér fjórar öflugar auglýs- ingaleiðir til fullnustu. Valcandi kaupmaður, sem er framsækinn, mun t. d. segja við ykkur: — Eg vil segja viðskiptavinum mínum frá verzluninni minni, vörunum og þjónustunni, sem ég býð þeim. — Ég vil fá fleira fólk, nýtt fólk til að koma í verzlunina á hverjum degi, og ég vil, að það sé ánægt með það, sem það sér og kaupir og að það segi nágrönnum og vinum sínum frá því. — Það er margt nýtt og skennntilegt í smá- söluverzhminni — nýir lilutir, nýjar hugmyndir, nýtt notagildi og ný tækni. Viðskiptavinir mínir vilja fá að vita um þetta og reið'a sig á, að ég segi þeim frá því. — Verzlunin mín gengur vel. Veltan eykst á hverjum mánuði. Þetta er bezta búðin í bænum, og ég vii, að hún haldi áfram að vera það. Ailtaf fyrst með það nýjasta og bezta. — Það er alltaf eitthvað að gerast í verzlun minni — verið að sýna nýja vél — kynna nýtt efni — bjóða eldri vörur við sérstöku verði. Aldrei það sarna, en alltaf eitthvað — ég vil, að vinir mínir viti, hvað er á seyði. — Raunar vil ég, að þegar einhver í bænum þarfnast einhvers hlutar, sem ég sei, þá verði fyrst hugsað til xninnar verzlunar og talið ör- uggt, að þar fáist hluturinn við hæfilegu verði. — Að lokum vil ég selja meiri vörur og auka veltuna . I dag er það svo í heiminum, að kaupmaður, sem vill komast áfram, getur ekki fremur hætt að auglýsa eða að reyna að auka viðskiptin, en hann getur hætt að kaupa vörur. Starfsvið auglýsinganna er stórt og nær til margra þátta smásölureksturs. Við skulum reyna að gera okkur grein fyrir og athuga, hvernig augiýsingar geta skapað viðskipti og leitast við að skilja. tilganginn. 1) Mikilsverður þáttur augiýsingastarfsins er sölutækni með prentuðu máli. Það er ódýrasta og bezta leiðin, sem fundin hefur verið til að ná til sem flestra vðiskiptavina. Fjöldinn takmark- ast eingöngu við upplag blaðsins eða það, hversu mörg nöfn eru á póstlistanum. Þannig er hægt að ná sambandi við fólk í fjarlægð, á heimilun- um og víðar. A þessu sviði er hægt að segja lesendunum, hvað er á boðstólum og sýna þeim mynd. 2) Næsta auglýsingatækið eru sýningarglugg- arnir, sem ná til allra þeiri*a, er fara fram hjá verzluninni dag og nótt og jafnt á sunnudögum og öðrum hátíðisdögum. I þeim er hægt að sýna sjálfar vörurnar og segja frá gæðum þeirra og verðleikum á raunverulegum sö'luspjöldum. Góð- ir kaupmenn vita, „að smekldega sýndar vörur eru hálfvegis seldar“. 3) Að lokum er væntanlegur viðskiptavinur kominn inn í verzlunina og raunar í deildina, þar sem vörur eru seldar, sem hann kann að kaupa. Kemur þá að þriðja sjónarmiðinu, en það er sýning va.mingsins inni í verzluninni. Þar getur viðskiptavinurinn bæði séð vörurnar og þreifað á þeim, en vörunum ber að hagræða þannig, að kostir þeiiTa komi í ljós. Bráðnauð- synlegt er að hafa aðlaðandi söluspjöld. Segja má, að spjöld þessi tali sínu máli um notagildi og verðgildi auk verðlagsins sjálfs. Þegar rétt er stillt upp, getur viðskiptavinurinn auðveldlega valið sér vörur, en það sparar honum tíma, auk þess hve þægilegt það er. 4) Þegar viðskiptavinurinn er 'þannig búinn að fá áhuga fyrir vörunum, kemur afgreiðslu- maðurinn til skjalanna og gengur frá kaupun- um. Og* þá megið þið hér ekki vanrækja að nota öflugasta verkfærið — auglýsinguna — sem er alltaf til staðar til að hjálpa ykkur til að auka söluna, livenær sem er og hvernig sem er. Annað kvöld munum við reyna að sýna ykkur, hvernig við gerum framtíðaráætlanir og notum til hlít- ar sérhvert sjónarmið auglýsingatækninnar, til þess að byggja upp síaukna Sölu í verzlunum ykkar 1) Setjið sölumark. Gerið heiðarlega áætlun um þa;u viðskipti, sem þið ætlið að' reyna að ná á mánuði hverjum næsta ár. Verið ekki of lin við sjálf ykkur, en setjið ykkur að marki upphæð, sem þið þurfið að leggja mikið' á ykkur til að ná og njótið siíð- an ánægjunnar yfir að hafa náð takmarkinu. Verið liins vegar raunsæ og setjið ykkur ekki takmark, sem ógerningur er að ná, því að þá verðið þið fyrir vonbrigð'um. 2) Genð fjárhagsáætlun mn auglýsingastarf- semi. Akveðið fjárfestinguna í auglýsingastarfsem- inni, því að góð auglýsingastarfsemi er ekkert annað en fjárfesting í framtíð'arviðskiptum. I FHiTALS VERZLUN 119

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.