Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Page 9

Frjáls verslun - 01.08.1955, Page 9
vörur dragi úr sölunni. Þetta má gera með því að aíhenda afrit af augiýsingunni í hendur allra þeirra sölumanna, sem eitthvað koma nærri sölu hins augiýsta varnings. Látið þá vita, að verzl- unin leggi áherzlu á sölu þess varnings og gera þurfi átak til að koma houum á framfæri. En biðjið starfsfólkið að halda nákvæma skrá yfir vörur þessar til að geta notað hana síðar, þannig að sjá megi, hve mikið magn selst. Að því loknu ber að rita magnið á auglýsinguna, beint fyrir ofan heiti hverrar vörutegundar um sig og setja auglýsinguna í bréfamöppu, þannig að auðvelt sé að athuga hana í næsta, mánuði eða á næsta ári. Yfirgripsmiklar athuganir á auglýsingastarf- semi í Ameríku leiða í ljós, að nær 50% af aug- lýsingum fer forgörðum og peningar, sem varið er til þeirra, tapast vegna þess að rangar vör- ur eru valdar og ekki er gætt að því að skipu- leggja framtíðar vöruval verzlunarinnar, sem síðan á að auglýsa. Þið getið' lært af reynslu okk- ar eins og aðrir vakandi kaupmenn hafa gert. Koma má í veg fyrir þessa sóun eða a. m. k. má draga úr henni með því einfaldlega að nota þetta kerfi. Allt of oft rekumst við á kaupmenn, sem eyða stórfé í auglýsingar, sem gera ekki annað en að fylla rúm, án þess að starfsemin hafi verið nægilega skipulögð. Annað atriði lé- legrar auglýsingastarfsemi er hin algenga villa að álíta, að auglýsingar hjálpi mönnum til að losna við vörur, sem ekki hafa. selzt eða seljast mjög illa. Eins og ég hef áður sagt, eru auglýs- ingar engin töfrabrögð. Auglýsingar eru til að segja almenningi frá því, að við höfum hluti, sem hann þarfnast. Auglýsingastarfsemi ykkar verður að bernast að því að notfæra eftirspurn, sem þegar er fyrir hendi. Auglýsingar þvinga við- skiptavin ekki til að kaupa rangar eða lélegar vörur. Notfærið ykkur óskir manna og gerið peninga úr þeim. Það er vegna slæmra og rangra auglýsinga, sem menn kunna að segja: „Auglýsingar mínar bera ekki árangur lengur og ég býst við, að fólk hafi allt, sem það þarfnast“. Eða: „Það er lítið um peninga hér um slóðir, og fólk er hreinlega hætt að eyða þeim“. Þetta eru ekkert annað en veikburða afsakanir hirðulausra kaupmanna á aðgerðarleysi þeirra eða skorti á skipulagshæfni. Hins vegar heyrist til áhugasamra manna, sem auka viðskipti sín á sama markaðnum ár frá ári. Ef þið viljið iélega verzlun, getið þið gert það, sem skapar hana. Aðalatriðin í góðri auglýsinga- starfsemi eru gott bókhald og gott skipulag. Nú skulum við taka saman það, sem sagt hef- ur verið: 1. Ilvers vegna á að auglýsa? — Fyrir því eru 6 góðar og gildar ástæður: a. Segið gömlum og nýjum viðskiptavin- um frá þjónustu verzlunarinnar. b. Óskið eftir aukinni umferð. c. Finnið þörfina fyrir að láta orðróm ber- ast um nýjar vörur, nýjar hugmyndir og nýtt notagildi. d. Verið jafnan fyrst með það nýjasta og það bezta. e. Alltaf þarf eitthvað að vera að gerast — segið frá því til að komast í álit. f. Látið hugsa til verzlunar ykkar fyrst, þegar fólk þarfnast einhvers. 2. Fjögur atriði varðandi up'pbyggingu við- skipta: a. (Blaða)auglýsingar ná til allra bæjar- búa. b. Sýningargluggar ná til vegfarenda. c. Innanbúðarsýningar ná til þeirra, sem í verzlunina koma. d. Sölumenn ná til áhugasamra viðskipta- manna. 8. Aðalatriðið í allri verzlun er skipulagið — í jjórum liðum: a. Setjið sölumark. b. Ákveðið upphæð, sem festa á í auglýs- ingum. c. Ákveðið, hvaða vörur á að auglýsa. d. Komið upp dagatalsskrá. 4- Skipulag þetta leysir sex viðskiptaleyndar- mál úr læðingi: a. Dagleg og mánaðarleg viðskipti. b. Ákveðinn tima til aðgerða. c. Varanlegar upplýsingar um störf keppi- nauta. d. Daglegar upplýsingar um sölu hinna ýmsu deilda gerir kleift að koma því, sem bezt selst, á framfæri. e. Sjá má, hvaða daga viðskiptin verða, þannig að samstilla megi aðgerðir og sölu. f. Sjá má hvaða varningi er óskað eftir hvem dag, svo að nýta megi innkaupa- venjur viðskiptavina. Þannig sjáið þið, að jafnan er un'nt að auka viðslriptin — og það skulum við gera. FRJALS VERZLUN 121

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.