Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Page 10

Frjáls verslun - 01.08.1955, Page 10
Jay D. Runkle: Hvernig starfsmenn og starfsaðferðir geta bœtt verzlunarstjórnina JAY D. RUNKLE, varaforstjóri og aðalfram- kvæmdastjóri Crowley-Milner & Co., Detroit. Fyrri störf hans voru: ASalsölustjóri Marshall Field Company, fyrrverandi formaður og í stjórn National Retail Dry Goods Association, og fram- kvæmdastjóri Verzlunarróðs Bandaríkjanna. Fram- kvæmdastjóri félagasamtaka smákaupmanna í Bandaríkjunum. Hefur starfað í mörgum Evrópu- löndum á vegum framleiðniráðs. SÉRGREIN: SÖLUTÆKNI OG ÞJÁLFUN STARFS- FÓLKS (General Merchandising and Personnel Training). -----------------------------------------------' 1. Ný afstaða gagnvart nútíma stjóm: Nauðsyn ber til að viðhafa nýjan hugsun- arhátt um stjóm fyrirtækja, og skapa nýja ábyrgðartilfinningu. Menn þurfa að vera vakandi, opinskáir og taka afstöðu til breyt- inga. Framfarir verða ekki án breytinga. 2. Grundvallaratriði góðrœr stjómar: a. Sundurgreinið vandamálin. b. Skipuleggið aðferðirnar. e. Skipið menn til starfans. d. Lítið eftir framkvæmdunum. 3. Stjómendur bera ábyrgð á: a. Fólki. b. Efni, verzlunarvarningi. c. Aðferðum, kerfi. Jj. „Maðurinn", sem. stjómar: Það eruð þér, starfsmenn yðar og viðskipta- vinir. 5. Stjórrncndumir verða að auðvelda viðskipta- vinunum innJcaupin með einföldum. söluað- ferðum: a. Þetta er fyrst. og fremst ábyrgð stjórn- endanna. b. „Einfaldar söluaðferðir“ þýðir það, að útiloka ber alls kyns ónauðsynlegar tálm- anir og hindranir, sem vera kunna milli m viðskiptavina.nna og þeira vara, sem þeir vilja kaupa. c. Þetta nær til tálmana á vegi kerfa og þjónustu auk tæknilegra hindrana, en meðal þeirra má telja: — Falinn varn- ing, ónógt vöruval, birgðaskort, lélegt birgðafyrirkomulag, langan biðtíma eftir varningi úr varabirgðageymslum, sein- láta. söluþjónustu, ónógar upplýsingar sölumanna, langa bið eftir skiptimynt og umbúðum og seinláta söluskráningu. 6. Tœkniatriði einfaldra söluaðferða: a. Fyrirkomulag varnings: Raðið vörum eftir tegundum og flokk- um. Raðið skyldum vörutegundum saman. Raðið fljótseldum varningi framarlega. Raðið varabirgðúm nærri sölustað. Raðið vörunum þannig, að’ viðskipta- vinirnir nái auðveldlega til þeirra. b. Nota ber nýtízku útbúnað fyrir sjálfs- val: Vörur þurfa að sjást til að þær seljist. Nýr útbúnað'ur nægir ekki — vörurnar þarf að sýna vel með verðmiðum og auglýsingaspjöldum. Hillur og annar út- búnaður mega ekki vera fyrir viðskipta- vinunum. Utbúnaður má ekki vera hér á miðju gólfi, þannig að ha.nn skyggi á varning. Nauðsynlegt er, að' hægt. sé um vik að komast að vörunum. c. Rétt lýsing er nauðsynleg: Hafa. verður hugfast, að vörur verða að sjást til að seljast. Aðaltegundir lýsingar era: 1. Yfirlitsljós fyrir alla búðina. 2. Sérstök Ijós fyrir varninginn. OIl Ijós eiga að vera tendruð meðan verzl- unin er opin. Það er alls ekki sparnaður að slökkva Ijós í verzlunum eða gluggum þeirra meðan opið er. FR.TÁLS VERZI.UN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.