Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Page 18

Frjáls verslun - 01.08.1955, Page 18
Oscar Clausen: INNLENDIR KAUPMENN í REYKJAVÍK Framh. aj bls. 27. „Ilann var útsjónarsamur, atorku- og aðdrátta- maður, gáfumaður mikill til hvers, sem vera skyldi. Drykkfelldur var hann kallaður og ógæt- inn við öl og skammyrtur, en þó talinn merkis- prestur, — en madama Jórunn var gáfuð kona og skáldmælt“. — Þorsteinn kaupmaður Jónsson Kúld, var mað- ur glæsilegur ásýndum og gáfaður, kátur og kíminn, og hafði því erft ýmsa góða kosti frá foreldrum sínum og forfeðrum. Hann var þrek- vaxinn meðalmaður á hæð og svo sterkur, að hann lyfti þyngstu kvenmönnum á stífum örm- um upp í söðulinn.2) Hann hafði mikla tilhneig- ingu til bókmennta, en var þó um leið duglegur kaupmaður. — Systkini átti hann sjö, sem upp komust. Bróðir hans var síra Jón á Barði í Fljót- um, en ein systra hans var Guðríður, kona Eiríks smiðs í Höfn í Melasveit, Jakobssonar smiðs, Snorrasonar prests á Ilúsafelli, en einkadóttir þeirra var hin merka kona, Margrét á Lækja- móti, kona Sigurðar Jónssonar bónda þar. Þorsteinn ólst upp hjá foreldrum sínum norð- ur á Auðkúlu, og þaðan dró hann því ættarnafn- ið Kúld, en á þeim tímum vildu sem flestir eiga ættarnafn. Honum var kennt undir skóla, og úr Bessastaðaskóla útskrifaðist hann árið 1831. — Það lá þá næst fyrir honum, eins og öðrum Bessastaðastúdentum, að verða prestur, en ör- lögin höguðu því samt svo, að hann gaf sig að verzlunarstörfum. En svona var þetta um fleiri mæta menn, sem útskrifuðust úr Bessastaða- skóla á þessum árum, t. d. hina þekktu Vest- fjarðakaupmenn, bræðurna Árna og Bjarna Sandholt, sem gjörðúst umsvifamiklir kaup- sýslumenn, en fóru aldrei í hempuna, þó að þeir ættu réttinn til hennar. Eftir að Þorsteinn útskrifaðist úr skóla, mun hann hafa, verið verzlunarmaður í Reykjavík næsta áratuginn, en árið 1843 kaupir hann verzlunarhús og byrjar sjálfstæða verzlun. Það var hið svokallaða Józkahús („Jydens Hus“), sem hann keypti, en það var áður kallað Fan- eyjarhúsið, og stóð í Hafnarstræti nr. 16, og var kallað hótel „Alexandra“ síðast á öldinni sem leið. Þetta hús hafði danskur skipstjóri, Röd- 2) Sbr. B. Gr.: Dægradvöl bls, 201, gaard að nafni, byggt í byrjun 19. aldar, og rek- ið þar verzlun með félögum sínum, sem voru frá Fanöe. — I þessum húsum bjó svo Þorsteinn og rak þar verzlun til dauðadags. Þorsteinn rak verzlun sína með festu og forsjá, svo að hann efnaðist vel á lienni, en var samt mjög vinsæll kaupmaður. I eftirmælum eftir Þorstein er þess getið,3) „að hinum mörgu skiptavinum hans muni þykja að honum mikill sjónarsviptir, en þó einkum hinum snauðari, því að ótal margir þeirra áttu skipti við hann, enda var hann ævin- lega manna fúsastur til að lána og hjálpa í við- lögum“. — Þegar Þorsteinn hafði rekið verzlun sína noklc- ur ár í bænum, hafði liann unnið sér mikils álits í bænum sem kaupsýslumaður vegna orðheldni og heiðarleiks. Því var hann kosinn í bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1853, og falin forsjá fátækra- málanna, sem hann svo annaðist til dauðadags. — Það má með sanni segja, að Þorsteinn hafi verið „að mörgu valinkunnur heiðursmaður“,4 *) — enda er þess getið í fyrrnefndum eftirmælum, að hann hafi gegnt störfum sínum í þágu bæjar- félagsins „með miklum áhuga fyrir framför og viðgangi staðarins, er hann í öllu lét sér hug- haldið flestum fremur en öðrum“.ð) Þess er áður getið, að Þorsteinn kaupmaður hafi haft mikinn áhuga fyrir bókmenntum, enda va,r hann í mikilli vináttu við lærðasta mann landsins á þeim tímum, dr. Sveinbjörn rektor Egilsson, og handgenginn fjölskyldu hans. Hann hafði verið mörg ár á heimili dr. Sveinbjarnar, á Eyvindarstöðum á Alftanesi, og kennt börnum hans, þ. á. m. Benedikt Gröndal, sem hann kenndi að skrifa, en svo sem kunnugt er, var Gröndal mesti listaskrifari þessa lands, og með Þorsteini og í skjóli hans sigldi Gröndal, þegar hann fór fyrst út fyrir landsteinana, til Hafnar.6) — En það var ekki aðeins í orði, sem kaupmað- urinn sýndi áhuga sinn fyrir vísindum og bók- menntum. Ilann sýndi hann einnig á borði. Ilann gaf út margar góðár bækur, sem almenningi var mikill fengur að, í hinni miklu bókafæð, sem á þeim árum var. Hann lét prenta þær flestar í Kaupmannahöfn. — Þorsteinn kaupmaður gaf t. d. út: Lækningabók Jóns Péturssonar, Khöfn 1834, Postulasögur 1836, Fingrarím, Khöfn 3) Þjóðólfur XII, 5. 4) Sbr. Præ. Sighv. XIII, 1340. ,5) Sbr. Þjóðólfur XII, 5. 6) Sbr. B. Gr.: Dægradvöl bls. 26 og 140. 4 130 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.