Frjáls verslun - 01.08.1955, Qupperneq 20
snúð, og virðist það lítil borgun fyrir alla fyrir-
höfn hans. — Alls var reikningur Sniiths kon-
súls rúmir 137 rd. — Hefur því kostnaður við
jarðarförina orðið alls upp undir 300 rd., sem
mundi samsvara allt að því 9 þúsundum króna
í vorra tíma verðmæti, og er það óneitanlega
allálitleg upphæð. —
-----o----
Tveim dögum eftir jarðarförina var svo dán-
arbúið skrifað upp og reyndust eignir þess all-
miklar. Samkvæmt virðingu voru allar eignir
'búsins 22.111 rd. 75 sk., sem væri ekki lítið fé
í nútíma verðmæti, líklega allt að því 1 miljón
krónur, og miklu hærri upphæð, ef tekið væri
tillit til þeirrar verðhækkunar, sem nú er orðin
á' þeim fasteignum og lóðum, sem Þorsteinn átti
í miðbænum. Það varð nú samt minna úr öllu
þessu verðmæti, en ætia mætti, því að illa gekk
að koma eignum búsins í peninga, þegar til kom,
og að lokum fengu víst erfingjarnir harla lítið',
en 'svona hefur oft farið um eignir ríkra dánar-
búa fyrr og síðar. — í peningum átti Þorsteinn
heima hjá sér, aðeins 95 rd. og 15 sk. — Þann
6. desember var tekið til að skrifa upp vörurnar
í sölubúð Þorsteins og innbú hans, sem var mjög
vandað, eins og áður var getið. Það var full-
komlega við hæfi stöðu hans og efnahags, en
hann hefur áreiðanlega haldið uppi risnu og
höfðingsskap, að sið efnaðra kaupmanna á þeim
árum. — Benedikt Gröndal segir t. d. frá því,
að á fæðingardegi Þorsteins 25. nóv.,1) „var ætíð
eitthvert hið mesta slark, sem hér varð, því að
þá komu allir og drukku hjá honum frá morgni
til kvölds, en annars var Þorsteinn enginn óreglu-
maður“, — eða m. ö. o. hefur kaupmaðurinn
haft „opið hús“ þennan dag, og veitt öllum, sem
bar að garði hans, einnig „setuliði“, sem eflaust
hefur þá verið í slíkum veizlum, engu síður en
nú, þó að Gröndal geti þess ekki sérstaklega. —
Virðingarverð vörulagers og innanstokksmuna
varð rúmir 8000 rd., og svo var uppskriftin ná-
kvæm, að henni var ekki lokið fyrr en rétt fyrir
jólin, eða 19. des. — Fas'teignir búsins vom mikl-
ar, allar í Miðbæjarkvosinni, og eru nú margra
miljóna verðmæti. — Hann átti: Verzlunarhús
sín (Handelsetablissementet — Varningshus,
Krambod og 3 Pakhuse) við Hafnarstræti 16,
og voru öll þau liús virt með lóðum á 6500 rd.
— Einn þriðja hluta Klúbbshússins, sem kallað
1) ]}. Gr.: Dægnwlvöl bls. 201.
var Skandinavien, og stóð þar sem Herkastalinn
er, átti Þorsteinn, en þessi eignarhluti var virt-
ur á 2000 rd. — Svo átti hann líka hálfa Bisk-
upsstofuna gömlu, en þ. e. verzlunarhús Silla og
Valda í Aðalstræti 8, og var sú eign.virt á 800
rd. — Loks átti Þorsteinn 4/9 hluta af „dr.
Egilsens Hus“, en það var hús Sveinbjamar
rektors, og stóð þar sem Veltan er við Austur-
stræti nr. 1, og var sú eign einnig virt á 800 rd.
Auk þess átti Þorsteinn þrjár jarðir í nágrenni
höfuðstaðarins. Hann átti Keldur í Mosfells-
sveit, sem voru virtar á 650 rd., Grafarkot í
sömu sveit, virt á 300 rd., og Bakkakot á Alfta-
nesi, sem einnig var virt á 300 rd., og loks var
eign hans 1/12 hluti Lauganess, sém hann, ásamt
Hannesi St. Johnsen, hafði haft forgöngu um
að kaupa, og sagt verður nánar frá í sambandi
við Hannes hér á eftir, en þessi eignarhluti Þor-
steins í Lauganesi var virtur á 178 rd. A upp-
skrift búsins er sýnilegt, að Þorsteinn hefur mátt
teljast ríkur maður á þeirra tíma mælikvarða,
ekki sízt ber það vott um útsjón hans og dugn-
að, þegar tekið er tillit til þess, að hann deyr,
eins og áður getur, aðeins miðaldra, eða þegar
hann stendur rétt á fimmtugu.
----—-----------
STARFSMANNADÁLKUR
2. ágúst síðastliðinn tók
til starfa hjá Iðnaðarmála-
stofnun Islands Loftur
Loftsson, efnaverkfræðing-
ur. Loftur er fæddur 2.
október 1923 í Reykjavík,
sonur Lofts Loftssonar út-
gerðarmanns og konu hans,
Ingveldar Olafsdóttur.
Loftur lauk stúdentsprófi 1945 frá Mennta-
skólanum í Reykjavík og haustið 1947 hélt hann
til Kanada til náms í efnaverkfræði. Vorið 1952
lauk hann B. Engineering prófi frá McGill há-
skólanum í Montreal, Kanada, og sama haust
byrjaði hann á framhaldsnámi í matvælaiðn-
fræði við Massachusetts Institute of Technology
(M.I.T.) í Massachusett, U. S. A. Vorið 1954
laulc hann þaðan Alaster of Science prófi.
Loftur er nýkominn til Islands eftir að hafa
ferðast víða um Bandaríkin og Kanada og skoð-
að þar verksmiðjur, vísindastofnanir o. s. frv.
132
FRJÁLS VERZLUN