Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Side 24

Frjáls verslun - 01.08.1955, Side 24
Björn Ólafsson: 4 Minni Reykjavíkur Eftirfarandi ræða var flutt í Ríkisútvarpinu 1. apríl s.l. í tilefni af 100 óra afmæli verzlunarfrelsisins Ekki vegna þess, að ég hef lifað hér og starfað frá barnæsku. Ekki vegna þess, að ég telji mig hafa átt mi'kinn þátt í þeirri uppbyggingu, sem hér hefur orð'ið á hálfri öld. Heldur vegna þess, að ég hef í 50 ár horft á þennan bæ breytast og vaxa, frá ári til árs, frá einum áratug til annars, — séð hann breytast úr lágreistu, frumstæðu sjávarþorpi með torfbæjum og moldargötum — í borg, sem í hlutfalli við fólksfjölda á engan sinn líka í Norðurálfu. Slíkt hið sama munu margir geta sagt, sem hér hafa lifað, verið áhorfendur og þátttakendur í æfintýrinu, er hér hefur gerzt á einum manns- aldri. Við höfum mótast í deiglunni. Við' erum orðin hluti af bænum og hann af okkur. Hans vegur er orðið okkar gengi. Okkar þörf er orðin hans vandi. Hans sómi er okkar æra. En sá er munurinn á honum og okkur, að þroski hans rís með ánmum meðan okkar fellur. Hans skeið er að hefjast, þegar okkar er runnið’ á enda. En aldrei mun Reykjavík aftur skipta um svip á svo æfintýralegan hátt og hún hefur gert um ævidaga þeirra, sem slitu barnaskónum hér í byrjun aldarinnaar. Reykjavík stendur öðrum fæti í fornöldinni en hinum í nútíðinni. Eg hvgg, að engin önnur höfuðborg muni eiga þá furðulegu sögu, að vera byggð upp á þeim stað, er fyrsti landnámsmað’- urinn reisti bæ sinn. Á þessum degi horfum við aftur í tírnann og þökkum forsjóninni fyrir atburð', sem gerðist fyrir 100 árum, er þjóðin öðlaðist frelsi, sem hún hafði lengi þráð — verzlunarfrelsið. Áfanginn, sem þá náðist, verður jafnan talinn einn sá merk- asti í hinni löngu baráttusögu þjóðarinnar gegn kúgun og áþján. Til þess tíma háði þjóðin vonlitla baráttu. Það, sem skorti, var trúin á eigin mátt. „Hve verður sú orka öreigasnauð, sem aldrei af trú var til dáða kvödd“. En með frelsinu fékk hún trúna og með trúnni orkuna til að rísa úr örbirgðinni. Aldarafmælis frjálsrar verzlunar á Islandi er erfitt að minnast án þess að einnig sé minnzt Reykjavíkur. Þróun frjálsrar verzlunar og vöxt- ur höfuðborgarinnar hafa að verulegu leyti haldizt í hendur og átt svipað þroskaskeið, sem að mörgu leyti hefur verið frábært. Verzlunin þurfti lengi að berjast við' erlend áhrif og erlenda íhlutun. Reykjavík þurfti þess ekki síður. Verzlunin varð algerlega innlend að lokum. Reykjavík þvoði einnig af sér erlenda svipinn og reis með festu og þjóðlegu stolti til forystu sem höfuðstað'ur þjóðarinnar, að hætti hins nýja tíma. Áður hafði þjóðin átt höfuðstaði sunnanlands og norðan, þar sem voru menntasetur hennar og andleg leiðsaga. Reykjavík tók við' forystunni í þeirri efna- hagslegu viðreisn, sem hófst í byrjun aldarinn- ar, og þeirri forystu hefur hún síðan haldið i veraldlegum og andlegum efnum. Þessi bær á viðkvæman streng í margra brjósti. Ég er einn af þeim, sem finna blóðið renna til frændseminnar, þegar hann á í hlut. „Þar fornar súlur flutu á landi við fjarðarsund og eyjaiband, þeir reistu Reykjavík“. Ég trúi því, að ekki sízt þess vegna hafi holl- vættir landsins haldið verndarhendi yfir þess- um stað. Gifta. hins fyrsta landnámsmanns hef- ur vakað yfir honum — og níu öldum eftir að Ingólfur gaf honum nafn, hófst saga. Reykja- 136 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.