Frjáls verslun - 01.08.1955, Síða 25
víkur á ný, er Skúli Magnússon hóf baráttu
sína hér fyrir iðnaðarstofnununum og kaupstað-
urinn á þessum stað var við Reykjavík kenndur.
Þegar svo landsmenn fengu verzlunarfrelsið
fyrir réttum 100 árum, hófst sú þróun, er síðan
hefur gert Reykjavík að höfuðstað þjóðarinnar,
miðstöð allra viðskipta, aðsetri fjölbreyttra
menntastofnana og heimili löggjafar og fram-
kvæmdai’valds landsins.
An frjálsrar verzlunar hefði landið að líkind-
um aldrei eignazt höfuðborg og án frjálsrar verzl-
unar hefði þjóðin ekki endurheimt frelsi sitt.
Við værum þá enn í dag bundin hér á klafa og
lítils megandi. Þótt mörg öfl hafi verið að verki
við hina furðulegu endurreisn á liögum íslenzku
þjóðarinnar frá síðustu aldamótum, leikur það
ekki á tveim tungum, að írelsið var sá voldugi
máttur, sem lyfti fólkinu upp úr öldudal fátækt-
ar og vonleysis.
Verzlunarfrelsið gaf þjóðinni trúna á sjálfa
sig. Þjóðfrelsið leysti úr læðingi framtak, mann-
dóm og bjartsýni, sem mun skipa tímabilinu frá
1944 sérstakan sess í sögu landsins.
í skini þessa frelsis hefur Reykjavík vaxið
og þróast. Hún hefur tekið svip þess. Hún hefur
setið við þess borð. liún hefur teygað þess veig-
ar. Frá frelsinu hefur hún fengið kraftinn til
þeirra framfara, sem hér hafa gerbreytt lífskjör-
um fólksins til batnaðar á fáum áratugum.
Frelsið hefur orðið brauð íolksins og salt jarð-
arinnar.
Því er stundum lialdið fram, að Reýkjavík
sé stórt höfuð í litlu landi. Þetta er röng álykt-
un. Reykjavík er lijarta landsins. Það er kannski
stórt. En það hefur ekki verið talinn löstur að
hafa stórt hjarta á réttum stað. Hjartsláttur
höfuðborgarinnar berst um allar 'byggðir lands-
ins. Ef hann truflast, gætir þess út til nesja og
inn til dala.
Höfuðborgin hefur því slcyldur við þjóðina
alla, enda er hún meginþáttur í efnahags- og
menningarkerfi hennar. Hennar hlutverk er því
að vera fyrirmynd um manndóm og framtak og
halda vörð um frelsi og réttindi einstaklingsins.
En maðurinn lifir ekki af brauði einu saman.
Framleiðsla og lífsþægindi gera enga borg að
höfuðstað í orðsins réttu merkingu, ef þar er
ekki einnig skipað í öndvegi, máli og menningu,
listum og vMndum.
Reykjavík hefur ekki bognað undir þessu
hlutverki.
Allt, sem hér hefur verið gert, ber fyrst og'
fremst vitni um fólkið, sem byggt hefur þenna
bæ, fyrr og síðar. Af þessu fólki hefur saga
Reykjavíkur verið skráð. Þess er lofið. Þess er
sóminn og þess er sagan.
An fólksins, sem ekki vildi halda áfram að
troða moldargötur aldamótanna, hefði höfuð-
borgin aldrei skipað þann sess, sem hún skipar
nú. Þetta íólk hefur reist Reykjavík — og það
hefur unnið mikið dagsverk.
Eg vil að lokum bera fram þá ósk, að gifta
fortíðarinnar fylgi Reýkjavík í framtíðinni, að
forysta hennar megi verða þjóðinni til blessun-
ar — og að hér megi drengilegt og dugandi fólk
halda áfram að starfa ánægt og lifa í friði.
Scxmið við Tékka
Samkomulag um viðskipti milli íslands og
Tékkóslóvakíu á tímabilinu 1. september 1955
til 31. ágúst 1956 var undirritað í Prag 24. sept.
s.l. Samkomulagið undimtaði fyrir Islands hönd
Bjarni Asgeirsson, sendiherra.
Samkomulag þetta er gert í samræmi við
ákvæði viðskpitasamningsins milli Islands og
Tékkóslóvakíu, sem undirritaður var í Reykja-
vík hinn 31. ágúst 1954.
Samkvæmt nýjum vörulistum, sem samkomu-
laginu fylgja, er gert ráð fyrir, að íslendingar
selji til Tékkóslóvakíu á tímabilinu allt að 8000
tonnum af frystum fiski, 1000 tonnum af síld,
frystri og/eða saltaðri, og auk þess ýmsar land-
búnaðarafurðir og niðursoðnar fiskafurðir.
A móti er gert ráð fyrir kaupum á ýmsum
vörutegundum frá Tékkóslóvakíu, svo sem: járn-
og stálvörum, vefnaðarvörum, leður- og gúmmí-
skófatnaði, asbesti, vírneti og gaddavír, bifreið-
um, vélum, gleri og glervörum, sykri, sementi,
pappírsvörum, rafmagnsvörum o. fl.
Samkvæmt vörulistum er heildarverðmæti
viðskiptanna áætlað um 68 miljónir króna á
hvora hlið.
rilJÁLS VERZLUN
137