Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 1
FllJÁLS VERZLUN Útg.: Frjáls Verzlun Útgáfufélag h/f Ritstjóri: Valdimar Krislinsson Ritncjnd: Birgir Kjaran, formaður Gísli Einarsson Gunuar Magnússon í ÞESSU HEFTI: Ríkisrekstur og einkasólur — fró umræðum ó Varðarfundi ★ ÓLAFUR HAUKUR ÁRNASON: Akranes ★ HAUKUR HELGASON: Almenningshlutafélög ★ Athafnamenn og frjálst framtak: Haraldur Böðvarsson ★ OSCAR CLAUSEN: Frá grosseraverzluninni í Reykjavík ★ o. m. fl. Stjóm útgáfufélags FRJÁLSRAR VERZLUNAR Birgir Kjaran, forinaður Gunnar Magnússon Ilelgi Olafsson Sigurliði Kristjánsson Þorvarður J. Júlíusson Skrifstofa: Vonarstrœti 4, 1. hœð Sími 1-Q0-8S — Pósthólf 1193 VÍKINGSPRENT H.F. PHKNTMÓT iif FRJÁLS VERZLUN 22. ÁRGANGUR — 1. HEFTI — 1962 Þess ber að geta, sem gert er Þar sem nú eru liðin rösk tvö ár, síðan brotið var í blað í efnahagssögu þjóðarinnar, ber að líta yfir þenna áfanga og gera sér grein fyiir því, sem unnizt hefir, og live breytt við- horfin eru, miðað við aðkomu núverandi rikisstjórnar. A þessum tima hefir tekizt að vinna aðalstarfið, sem brýn- ust nauðsyn var að hrinda í framkvœmd. Verðbólgan hefir verið stöðvuð og þar með sköpuð skilyrði fyrir þeim fram- farasporum, sem síðan hafa verið stigin í beinu framhaldi. Um leið og girt var fyrir áframhald verðbólgunnar, sem hefði faríð eldi um efnahag landsmanna, liefir tekizt að stöðva skuldasöfnun erlendis, og um leið hcfir gjaldeyrísstaða þjóðarínnar verið bœtt um meira en milljarð frá því að við- reisnarstarfið var hafið. Þótt aðeins sé litið á þessa tölti eina, sést hversu gífurlegu Grettistaki þjóðin hefir lyft á skömm- um tíma. Um leið hefir sparíféð aukizt hröðum skrefum, og sparífjármyndun, undirstaða efnalegs jafnvœgis og framfara i landinu, hefir aldrei veríð örarí en á þessu tímabili. Jafnframt hefir verið ráðizt í lækkun skatta og þarf ekki að fara út í þá sálma hér, hversu navðsynlegt skref það var orðið. Skattpíningin var orðin svo mikil, að hún stóð fyrír þrífum starfsáhuga einstaklinga og vaxtarmöguleikum fyrir- tœkja af flestu tagi. Verzlunarfrelsi hefir einnig veríð rýmkað til mikilla muna og vöruval bœtt svo, að nú geta íslenzkar verzlanir boðið jafngóðar og fjölskrúðugar vörur og vandlátar verzlanir er- lendar. Hér eru ekki tölc á að fara öllu fleirí orðum um þær breyt- ingar, sem núverandi ríkisstjórn hefir hrundið í framkvœmd, en um eitt eru allir sáttar, sem líta raunhœfum augwm á þessi afdrifaríku mál: Stefnan var tekin rétt í upphafi og hrakspár andstœðinga frelsis í verzlun og atvinnulífi hafa elcki rœtzt. Islendingar búa því við blómlegri efnahag en flesta mun hafa dreymt um fyrir aðeins fáum árum.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.