Frjáls verslun - 01.04.1962, Qupperneq 15
inga hingað til lands hafa að vísn aukizt á undan-
förnum árum og má segja að það hendi í rétta átt,
en sú aukning er ekki tilkomin vegna Fcrðaskrif-
stofu ríkisins, heldur þrátt fyrir tilveru hennar. Eitt
sinn var spurt: Hvað má nú til varnar verða vorum
sóma? í þessu máli aðeins eitt: afnám Ferðaskrif-
stofu ríkisins, en í hennar stað kæmi stofnun, Ferða-
málaráð, sem hefði á hendi yfirumsjón allra ferða-
mála, en öll fyrirgreiðsla við erlenda ferðamenn
væri í höndum einstaklinga sem til þess eru taldir
hæfir. Þannig er málum skipað í dag í öllum Norð-
urlöndum og víðar. Frumvarp um slíka stofnun
var flutt á Alþingi 1954 af fjórum Sjálfstæðismönn-
um. Þetta frumvarp hcfur mikið verið rætt af
áhugamönnum um ferðamál, og að því er ég bezt
veit, telja allir það beztu lausn á málinu sem hingað
til hefur verið sett fram. En það fór um þetta frum-
varp eins og allt sem fram hefur komið á Alþingi
og snertir afnám eða skerðingu einokunar Ferða-
skrifstofunnar — jafnaðarmenn brugðu fæti fyrir
það.
1 dag stöndum við enn í sporunum frá 1936 um
allt sem viðkemur ferðamálum. Þau spor hræddu
þá — þau hræða enn. Meðan svo heldur fram sem
nú er, er ein atvinnugrein, sem gæti gefið arð þjóð
og landi, í fjötrum — það dregur kjark úr mönnum
að hugsa með hengingaról um hálsinn. Ég hcf farið
fljótt yfir sögu, ég hef ekki viljað þreyta ykkur
með löngu máli, ég hef sett málið fram þannig að
verið gæti umræðugrundvöllur.
Niðurstaða mín verður þessi:
Við liöfum tækifæri til að fá hingað crlenda
ferðamenn sem færa erlendan gjaldeyri í þjóðarbú-
ið, til þess að svo megi verða þarf margt að bæta,
en umfram allt verða einstaklingarnir að fá svig-
rúm til athafna. Einokun Ferðaskrifstofu ríkisins
er fjötur um fót einstaklingunum, en hún er einnig
að öðru leyti til skaða og álitshnekkis út á við.
Þess vegna: leggjum Ferðaskrifstofuna niður. Byggj-
um frá grunni öll ferðamál landsins, komum á lagg-
irnar Ferðamálaráði samkvæmt frumvarpi Sjálf-
stæðismanna frá júni 1954.
Ljósapera og borðplata eru eitt og hið sama ó borðinu, sem
sýnt er ó myndinni, en hún er tekin í veitingasal, sem er í
nýrri byggingu stórblaðanna bandarísku, Time og Liie.
Glerþynna, sem er borðplatan, er iyrst þakin himnu af
eíni, sem leiðir ralmagn, en síðan cr hún roðin fosióri. Þegar
rafmagn er leitt í borðplötuna, tekur hún að lýsa. eins og
sjó mó ó myndinni. Það er einn kosturinn við þessa skemmti-
legu lýsingu, að rafmagnsnotkunin er lítil, og ekki er um neina
þræði að ræða. sívalninga eða gastegundir, og mjög litill hiti
myndast.
Slíkar glerþynnur þykja tilvaldar í hillur, veggplötur og til
ýmissa annarra nota. Þær fóst í ýmsum litum og endost 750
klukkustundir.
FllJALS VERZLUN
15