Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Side 19

Frjáls verslun - 01.04.1962, Side 19
Akranes er ein mesto ver- stöð landsins, og það eru fyrst og fremst vélbátarnir og mið þeirra skammt und- an, sem staðurinn á gengi sitt að þakka. Það eru veð- ur- og sæbarin skip, sem hér liggja á hátíðisdegi, meðan skipverjar njéta verð- skuldaðrar hvíldar. Það var á orði haft áður fyrr, að þrír væru þeir hlutir, sem beztir þættu á Akranesi. Voru það dugn- aður sjómanna, fegurð stúlknanna og hinar ágætu kartöflur. Mikil kartöflurækt var löngum á Akra- nesi, og er nokkur enn, þótt kartöflusjúkdómar ein- hverjir hafi gengið af hinum góðfræga stofni, Akra- neskartöflunum sjálfum, nær aldauða. Fár mun nú treystast til að þekkja stúlkur á Akranesi frá dætr- um Reykjavíkur á fegurðinni einni, en enn í dag munu sjómenn á Akranesi standa í fylkingarbrjósti, hvað dugnað snertir, harðfylgi og aflasæld. Nú eru gerðir út frá Akranesi 24 vélbátar stærri en 12 lestir. Þar að auki eiga Akurnesingar 2 togara og fjölmarga smærri báta (trillur, 40—50). Helztu út- gerðarfyrirtæki eru: Haraldur Röðvarsson & Co., Fiskiver hf., Ásmundur hf. og Sigurður Hallbjarnar- son hf. í sambandi við útgerðina hefir risið á legg all- mikill iðnaður, og er saga hans löng orðin. Þegar á árinu 1863 stofnar enskur maður, James Ritchie, niðursuðuverksmiðju á Akranesi. Ekki var hún lengi við lýði, en nú starfrækir Iíaraldur Böðvars- son & Co. niðursuðuverksmiðju, og eru Heklu- niðursuðuvörur velþekktar. Ishús er reist árið 1910, en nú eru þrjú hraðfrystihús starfrækt: Hraðfrysti- hús II. B. & Co., Heimaskagi hf. og Fiskiver hf. Þetta er göinul mynd af Akranesi — tekin áður en staðurinn varð aðsetur stór- iðiu bæði á sviði iðnaðar og sjávarútvegs. Byggðin er þéttari nú, því að landrým- ið er dýrmætt á slíkum upp- gangsstöðum. Myndin var tekin úr vitanum fremst á Skaganum. FRJÁLS VERZLUN 10

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.