Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.04.1962, Qupperneq 23
Athafnamenn og frjálst framtak J) Haraldur Böðvarsson Haraldur Böðvarsson er fœdd- ur 7. maí 188!) á Akranesi. Voru foreldrar hans Böðvar Þorvaldsson kaupmaður og útgerðarmaður þar, og kona hans Helga Guðbrands- dóttir, dóttir Guðbrands Stur- laugssonar bónda í Hvítadal. Ilug- ur Haralds snerist snemma að útgerð, og fór hann í róðra ung- ur að aldri með húskörlum föður síns. Fimmtán ára var hann á skozkum togara, sem fiskaði hér við land. Sautján ára hóf hann fyrst útgerðarrekstur með því að kaupa sexæring, og tveim árum síðar keypti hann fvrsta vélbát sinn. Var hann 8 lestir að stærð og hét Höfrungur. Gerði hann bát þennan fyrst út. frá Vogavík undir Stapa, en síðar frá Sandgerði. Því miður er of langt mál að rekja þróun fiskiskipanna, sem Ilaraldur Böðvarsson hefur gert út, allt upp í hin stóru glæsilegu skip, sem hann gerir nú út, þótt það gæfi betri mynd en annars er unnt að gefa af þróun þessa atvinnuvegar í höndum áræðins og framsýns manns. En það er ekki nóg að ná í aflann, cngu minna máli skiptir meðferð hans þar eftir. Til þess að nýta afla báta sinna byggði Haraldur fiskvinnslustöðv- ar á Akranesi og í Sandgerði. Fisk- vinnslustöðvarnar á Akranesi og í Sandgerði, en liina síðarnefndu keyptu tveir af starfsmönnum Haralds síðar, hafa nú vaxið í það að vera með þeim stærstu hér á landi. Fiskvinnslustöð Haralds á Haraldur BöSvarsson Akranesi er án efa sú fjölbreytt- asta og myndarlegasta sem hér er til. Þar er aflinn verkaður í fryst- ingu, söltun, herzlu og niðursuðu, þótt skilyrði fyrir síðastnefndu vinnslunni séu varla til hér á landi. Auk þess fylgir rekstrinum verkstæði, nótaverkstæði og fleira, því að „margs þarf búið með“. Á árunum 1910—1924 rak Har- aldur heildverzlun og skipaaf- greiðslu í Björgvin í Noregi í fé- lagi við Norðmenn þar í borg. Þcgar Bretar settu löndunar- bannið á íslenzku togarana 1952, brá Haraldur við, keypti 500 skreiðarhjalla, tók við afla fjölda togara og verkaði fyrsta árið 765 tonn af skreið. í mörg ár hefir Haraldur leitazt við að sannfæra landa sína um það, hvílík gullnáma Faxaflóa- síldin er. Hefir þetta verið þung- ur róður, en nú virðast þó augu manna vera að opnast fyrir því. Haraldur var forgöngumaður um vinnslu karfa í frystingu. 1 öllum þessum framkvæmdum hefir Ilaraldur notið öruggs stuðn- ings sonar síns Sturlaugs, og eins þeirra manna, sem til hans hafa valizt, en flestir þeirra hafa verið við fyrirtæki hans tugi ára. í dag gera þeir feðgar út 12 báta og eru flestir þeirra ný, stór skip, útbúin öllum beztu tækjum, sem í dag þekkjast. í Vinnslustöðinni vinna að jafn- aði 400—500 manns og er vert að geta þess, að á fáum stöðum mun sambúð atvinnurekenda og verkafólks betri en þar. Haraldur kvæntist 6. nóvember 1915 Ingunni Sveinsdóttur, Guð- mundssonar hreppstjóra og kaup- manns á Akranesi, og eiga þau tvö börn, Sturlaug og Ilelgu. Haraldur hefir gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Akranes- kaupstað. Hann hefir gefið kaup- staðnum bæði kvikmyndahús og aðrar stórgjafir. f > Til lesenda Frjálsrar Verzlunar Þetta tölublað Frjálsrar Verzlunar er síðbúnara en ætl- að hafði verið, og eru lesendur beðnir velvirðingar á þeim drætti, sem orðið hefir á út- komunni. Jafnframt því, scm þetta er bætt að nokkru með því, að þetta hefti er efnis- meira en ella hefði orðið, er óhætt að heita lesendum þvi, að útkoma næsta lieftis verði hraðað sem verða má. ^____________________________> FR.TÁI.S VERZLUN 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.