Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Síða 33

Frjáls verslun - 01.04.1962, Síða 33
ÚR GÖMLUM RITUM SKATTAMAL á Alþingi íyrir 39 árum Ur rteðu, er Björn Kristjánsson, alþm., flulli við afgreiðslu laga um tekjuskatt og eignarskatt á Alþingi árið 1923 Um leið og þetta mál fer héðan úr deildinni vil ég fara um það nokkrum orðum, í samræmi við það, sem ég hefi fyrr á þingum haldið fram, er um beina skatta hefir vcrið að ræða. Mín skoðun hefir verið sú, að beinir atvinnuskattar séu bæði ótryggur og óhollur gjaldstofn, nema þar sem vcrulegt auðsafn hefir myndazt. En verulegt auðsafn hefir ekki getað myndazt hér á landi, þar sem íbúatalan er tæpar 100 þús- undir. Auðsafn getur aðeins myndazt í stóru löndunum, þar sem íbúa- talan nemur mörgum milljónum, og því stærra verður auðsafnið, sem íbúatalan er stærri. En það er eins og ]jví hafi ver- ið komið inn hjá þjóð vorri að skoða það skaðlegt þjóðfélaginu, að einstakir menn komist í nokk- ur efni — og mcira getur það aldrei orðið — og að einstakir menn reki stærri atvinnurekstur en t. d. búskap á jörð eða útveg á opnum bátum. Ef fyrirtækin eru stærri, þá verði að hegna þeim með háum, beinum sköttum, og það alveg eins, þótt stórreksturinn sé rekinn með litlum efnum og geipilegri áhættu. Fjármálamenn munu þó líta svo á, að því meira sem þjóðarauð- urinn getur vaxið, eftir því verði afkoma almennings betri. Þess vegna verður hvert land að reyna að stefna að því að koma fyrir sig þessum þjóðarauði, en það get- ur það ekki með því að taka nauð- synlegt veltufé og tryggingarfé af fyrirtækjunum, jafnótt og það aflast. Þjóðarauðurinn getur aðeins vaxið með jiví móti: 1) að fara sparlega með fengið fé. 2) að forðast að veikja vilja- þrek, vinnugleði og fjársöfn- unarlöngun einstakra dugn- aðarmanna og félaga með há- um, beinum sköttum. Þegar höfuðstóll vex sárlítið ár- lega, seinkar öllum framkvæmdum að sama skapi. Þannig þarf cf til vill mörg ár til jicss að geta bætt við sig einu fiskiskipi eða einu dýru búsáhaldi o. s. frv. En af því leiðir, að minna verður lim vinnu í landinu. Nú er j)að vitanlegt öllum rétt- sýnum mönnum, að allur svo- ncfndur stórrekstur í þessu landi er á frumbýlingsskeiði og að hann byrjaði mestmegnis mcð lánsfé. Hann á því langt í land að geta komizt á það stig, að hann standi á eigin fótum og hafi nauðsynlegt rekstrarfé. Það má sennilega full- yrða, að ekkert af slíkum innlend- um fyrirtækjum eigi sig sjálft. Það liggur því í augum uppi, að því meir sem tafið er fvrir því með háum beinum sköttum, að jictta bráðnauðsynlegasta auðsafn myndist, því lengri tími fer til þess að gera þjóðina efnalega sjálf- bjarga. Og það nauðsynlega auðsafn er j>etta, að hvert fyrirtæki verði efnalega sjálfstætt, svo að það geti veitt þeim trygga atvinnu, sem við það vinna, og ríkissjóðnum sem tryggastar vaxandi tekjur. Á meðan fyrirtækjunum eru að aukast efni, eins og ég nú hefi sagt, má helzt ekki leggja iillu meira á þau en venjulega bjarg- álnamenn, enda má telja þau í þeirra tölu á meðan fjárhagur þeirra er ekki betri en hann er, því að ávallt verður jjessi rekstur líka áhættumikill, og miklu áhættumeiri en t. d. iðnaður í út- löndum. Aðaltryggingin fyrir lánsstofn- anirnar, sem vcita fyrirtækjunum lán, felst og í því, að þeim sé hlíft við óhæfilega háum beinum skiitt- í stórum dráttum frá eðli og' markmiðum almenn- ingshlutafélaga og stuðzt við fyrirmyndir í Vestur- Þýzkalandi og Austurríki. Lita ber á almennings- hlutafélögin sem eina leið af mörgum, er reyndar hafa verið á seinni tímum og stefna að því að bera klæði á vopnin í stéttabaráttunni, sætta hin „ólíku“ sjónarmið með því að draga úr andstæðunum. í jjjóðfélagi, þar sem lýðræði er í hávegum liaft, verður ekki umflúið, að stundum kastist í kekki, en látlaust styrjaldarástand milli stétta þjóðfélags- ins er þjóðarböl, sem afstýra verður, áður en í óefni er komið. (Janúar 1902.) FRJÁLS VERZLUN 33

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.