Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Page 38

Frjáls verslun - 01.04.1962, Page 38
Fyrsti barnaskóli Reykjavíkur Austurvöll og gjöra við Austurstræti tók bæjar- stjórnin 5000 rdl. lán og var það mikið fc á þeim dögum, en það var líka mikil bæjarprýði að þeim umbótum, því að Austurstræti var breikkað mik- ið, einkum vestast. — Til þess varð að kaupa lóðir af verzlunum í Hafnarstræti og voru þær metnar af tilkvöddum matsmönnum, sem hér segir: 25 aura feralinin hjá P. C. Knudtzon og Itobb, enskum kaupmanni austast í strætinu (svarar til 38 aura fermeter); 33 aura hjá Simoni Johnsen og vestast á 58 aura (svarar til 50 aura og 87 aura fermeterinn). Þetta var verðgildi dýrustu lóða í Reykjavík fyrir 87 árum, en að vísu fékkst meira fyrir hvern eyri á þeim tímum. Hálfrar aldar verzlunarafmæli grosserans Árið 1864 hafði P. C. Knudtzon rekið verzlun hér á landi í hálfa öld, cða frá 1814, og birtist þá lofsamlcg grein um hann í Þjóðólfi, sem hér fer á eftird) „Mér finnst ekki ótilldýðilegt, að blöð vor geti um það kaupmanns-„jubilæum“, sem ber upp á þetta ár, eftir því sem ég veit sannast og líka mun vera hægt að sanna, og finnst mér þetta því til- hlýðilcgra, er kaupmaður sá, sem hér er um að ræða, er atkvæðamaður að sjálfum sér til, hefir jafnan verið mikils metinn borgari í aðsctursstað sínum (Kaupmannahöfn), en látið margt verulegt og mikilsvert standa af verzlun sinni hér á landi, sem má verða minningu hans til sóma, mörgum íslendingum til gagns og öðrum kaupmönnum til góðs eftirdæmis, og þaraðauki hagað öllum verzl- unarviðskiptum svo, að hinum einstöku skiptavin- um hans hér á landi liafa jafnan þótt þau áreið- anleg og hagfelld yfir höfuð að tala og fæstum þeirra þótt tilvinnandi að segja þeim slitið og leita til annarra kaupmanna. Vér eigum hér við Peter Christian Knudtzon stórkaupmann í Kaupmannahöfn, og vitum vér eigi betur, en að hann byrjaði verzlun hér á landi 1814, er tengdafaðir hans hinn fyrri (— Knudtzon er tvígiftur —), Thomsen kaupmaður í Norðborg á AIs, er ýmist var hér kallaður ríki Thomsen eða Norðborgar-Thomsen hinn eldri, fékk 3 verzlanir síriar hér á Suðurlandi 3 börnum sínum í hendur: Thomas Thomsen hinum yngra, er síðar var bú- settur kaupmaður í Hafnarfirði og almennt kall- aður Norðborgar-Thomsen, og 2 dótturmönnum sínum eða tengdasonum, var annar þeirra Lorenz Christensen skipherra, kallaður digri Christensen, en hinn var Knudtzon stórkaupmaður. [Verzlan- irnar, sem Thomsen eldri í Norðborg átti voru: 1) Þjóðólfur XVII, 45, 28. okt. 1864. 38 FRJAI.S VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.