Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1962, Síða 7

Frjáls verslun - 01.08.1962, Síða 7
Haiís á Pollinum á Akureyri nokkru eftir aldamót þjónustu sína, því að þau farartæki bárust þangað eiginlega eins fljótt og þeim varð þar við komið. 1 þessu sambandi ber tvímælalaust hæst nafn eins manns, Kristjáns Kristjánssonar, sem stofnaði og starfrækti Bifreiðastöð Akureyrar uni langt skeið og varð brautryðjandi í bifreiðasamgöngum milli Akureyrar og annarra landshluta. Er raunar sömu sögu að segja um samgöngur með bifreiðum í sambandi við Akureyri og flcsta aðra staði á landinu, að stórar vörubifreiðar flytja nú megnið af þeim varningi, sem aðcins var hægt að flytja með skipum áður fyrr. Þar við bætist, að flugsamgöngur eru ágætar við Akureyri, og er flogið tvisvar eða þrisvar daglega, að minnsta kosti að sumarlagi, og til þess að öryggi þessara samgangna sé sem mest hefir verið komið upp radíóvitum í grennd við bæinn, auk annarra öryggistækja sem nauðsynleg eru og talin sjálfsögð. Þá má ekki gleyma |>ví, að Flugfélag Akureyrar, sem stofnað var 1937, heitir nú Flugfélag íslands. Þess er getið annars staðar í blaðinu. En þeim stöðum, sem er ekki þjónað frá Akur- eyri með bifreiðum eða flugvélum, heimsækir póst- báturinn Drangur, og væri að líkindum lítið um samgöngur við Grímsey og Hrísey, ef báturinn væri ekki í förum. ★ Margt stórra bygginga er í bænum, og eru hinar elztu Menntaskólinn, samkomuhúsið, sem góðtempl- arar reistu af miklum dugnaði og framsýni endur fyrir löngu, og verksmiðjuhús Gefjunar. Síðan hafa risið margar stórbyggingar, og eru helzt fjórðungs- sjúkrahúsið, heimavist MA, stórhýsi Landsbankans, sex hæða bygging Amaró, fjórlyft bygging bæjarins við Geislagötu, sem slökkviliðið hefir nú aðsetur í og mun síðar verða ráðhús bæjarins, bygging súkku- laðiverksmiðjunnar Lindu, bygging Valbjarkar, hús- gagnasmiðjunnar, hraðfrystihús Útgerðarfélagsins og verzlunarhús KEA, sem þó er mun eldra en þau hús, sem talin voru á undan. Enn má telja opinberar byggingar, svo sem þrjá skóla, barna-, gagnfræða- og húsmæðraskólann, íþróttahúsið og sundhöllina, og loks er fjöldi lítilla íbúðarhúsa, sem menn hafa reist af miklum dugn- aði. ★ FRJÁLS VERZLUN 7

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.